Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Blaðsíða 61
55
Þakkaði hann fyrst þeim, er með
honum höfðu starfað í stjórn sam-
bandsins að undanförnu, fyrir góða
samvinnu og vel unnið starf.
Þá þakkaði hann þingmönnum fyr-
ir ágætt starf og drengilega framkomu
á sambandsþinginu. Bað hann þá jafn-
an að fylgja fram málum sínum og
flokksins með þeirri festu og einurð,
sem einkennt hefði starf þeirra á þing-
inu, og hvatti þá til starfa, er þeir
kæmu heim til félaga sinna.
Þessu næst kvaddi sér hljóðs for-
seti þingsins, Magnús Thorlacius. Fer
ræða hans hér á eftir, rituð nokkru
síðar eftir minni:
,,Ungir Sjálfstæðismenn!
Störfum þessa sambandsþings er nú
lokið. Þér hafið unnið gott starf, og
verður því þetta þing ein af mínum
björtustu minningum. Það, sem hefir
mest einkenntstörf þessaþings, er djörf-
ung yðar. Þér hafið tekið til meðferð-
ar mestu vandamál vorrar þjóðar og
ekki hikað við að taka jákvæðar,
hreinar afstöður til þeirra og marka
stefnuna. Þér munuð nú ganga héðan
á landsfund vors flokks, og heiti eg
á yður að halda á þessum málum vor-
um með djörfung og karlmennsku. Þá