Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Blaðsíða 8
b
um. Enn eigum við góða menn og víð-
sýna, vitra menn og framsækna.
Ungir Sjálfstæðismenn! Eg vil við
þetta tækifæri minna yður á orð eins
hins bezta Sjálfstæðismanns og mesta
þjóðskörungs, er vér höfum lengi átt,
Bjarna Jónssonar frá Vogi. Hann kvað
svo: —
„Harðfenga þjóð, ef himinn þinn
dökknar,
horf þú til ófæddra, skínandi vona,
langt inn í vaknandi hugsjóna heim.
Sjá muntu eld, er aldregi slökknar,
innst í hug þinna drenglyndu sona.
Allt skal lúta eldinum þeim“.
Það þarf eld drenglyndis og hug-
sjóna til að brenna sorann og sið-
spillinguna úr íslenzku þjóðlífi. Það
þarf víðsýni, framfarahug og starfs-
þrótt þrekmikillar æsku til að rétta
við hag lands og þjóðar.
Eg veit það, að þér ungir Sjálfstæð-
ismenn, eigið þann andans eld, er í
engu mun eira spillingu og afturhaldi.
Það er yðar hlutverk að rétta við
fjárhag þjóðarinnar, að uppræta spill-
inguna úr þjóðlífinu og að halda uppi
drenglyndi, frelsi og framförum í
þessu landi. Það á að verða yðar