Nýja skákblaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 15

Nýja skákblaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 15
NÝJA SKÁKBLAÐIÐ 13 Ólafur Einarsson 5V2 v. í III. flokki var efstur Lárus Johnsen með 6 v. Þátttakendur voru alls í öll- um flokkum 32. Auk þess tefldi félagið síma- kappskák við Taflfélag Akur- eyrar og vann með 7:5. Þá tefldi það við Taflfélag alþýðu og vann með 9 : 5, Taflfélag Hafnarfjarðar og vann með 8 : 5 og Taflfélag Vífilsstaða og vann með 6 : 2. Þá fór fram hin árlgea keppni milli Austur- og Vesturbæjar, sem lauk með sigri Vesturbæj- ar. Sunnud. 14. jan. tefldi svo Taflfélagið aftur við Taflfélag Hafnarfjarðar og vann með 5:4. Þess skal getið, að þegar félagið hefir keppt út á við, þá hefir annar helmingurinn verið I. flokks menn og hinn helming- urinn II. flokks menn. Skákþing Norðlndinga var haldið 20.—27. janúar s.l. á Hótel Hvanneyri á Siglufirði. Þátttakendur voru 13, þar af 6 í Meistara- og fyrsta fl. Úrslit urðu þau, að efstir í Meistara- og fyrsta flokki urðu Jóhann Snorrason frá Akureyri og Þrá- inn Sigurðsson frá Siglufirði með 4 vinninga hvor. Urðu þeir að tefla til úrslita. Keppni þeirra lauk þannig, að Jóhann vann með 2—0. Er Jóhann þar með Skákmeistari Norðurlands 1940. Þriðji varð Júlíus Bogason með 2i/2 vinning. 4. Sigurður Lár- usson með 2Vfe vinning. Júlíus vann er þeir tefldu til úrslita. 5 —6. Hjálmar Theódórsson og Hallgrímur Benediktsson. í öðrum flokk urðu efstir Guðmundur Jónsson og Ottó Jörgensen með 4 vinninga hvor. Þriðji varð Kristján Stefánsson með 3V2 vinning. Áhorfendur voru margir á mótinu, mikill áhugi fyrir skák virðist vera ríkjandi meðal Norðlendinga. Haustmót Skákfélags Akur- eyrar var haldið í okt.—nóv. Þátttakndur voru 25. Þar af 8 í fyrsta flokk. Úrslit urðu þessi: Fyrsti flokkur: Efstur varð Jó- hann Snorrason með 6 vinninga. 2.—3. Unnsteinn Stefánsson og Margeir Steingrímsson með 5 vinninga hvor. Efstur í öðrum flokk varð Guðm. Jónsson með 8 vinninga. 2. Hörður Guðbrandsson með 7 vinninga og 3. Jón Þorsteinsson með 6 vinninga. Á Akureyri ríkir mjög mikill áhugi fyrir skáklistinni. Skákfé- lag Akureyrar telur nú um 100 meðlimi.

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.