Nýja skákblaðið - 01.02.1941, Blaðsíða 3

Nýja skákblaðið - 01.02.1941, Blaðsíða 3
NtJA SKRKBLRÐIÐ 2. Árgangur. Reykjavík, marz 1941 1. tölublað. AVARP til íslenzkra skákmanna. Um leið og Nýja Skákblaðið byrjar annan árgang sinn, sendi ég því mínar beztu þakk- ir og árnaðaróskir. Flestum eða öllum skákmönnum hér á landi hefir lengi verið það ljóst, að gott skákblað á íslenzku væri tvímælalaust bezti tengiliður- inn milli hinna mörgu skákiðk- enda víðs vegar um landið, auk þess sem það hlyti að auka að miklum mun skákiðkun í land- inu og hjálpa mönnum til að öðlast meiri og víðtækari þekk- ingu á þeim ótæmandi dásemd- um, sem skáklistin hefir að bjóða iðkendum sínum. Nýja Skákblaðið hefir nú komið út í eitt ár, og annar ár- gangur þess er nú að hefja göngu sína. Ritstjórarnir, sem jafnframt eru útgefendur, hafa á þessu tímabili sýnt einstakan dugnað' og áhuga í þágu ís- lenzkra skákmála, með því að leggja á sig alla þá miklu fyr- irhöfn, sem það hefir í för með sér að koma út slíku sérfræði- blaði, sem skákblað er. Þeim, sem eitthvað þekkja til slíkra starfa, vita hve mikil sú fyrir- höfn er að koma á prent skák- blaði, og er vert að minnast þess í því sambandi, að á síð- ustu 40 árum hefir ekki sjaldn- ar en fjórum sinnum áður ver- ið hafin útgáfa á skákblaði á ís- lenzku, en í öll þau fjögur skipti lagðist útgáfan niður eft- ir tiltölulega stuttan tíma, og að því er bezt verður vitað ekki vegna þess, að ekki væri þörf fyrir slíkt blað hér á landi, heldur miklu fremur fyrir það, að slík blaðaútgáfa krafðist meiri tómstundastarfa en þeir fáu menn gátu lagt fram endur- gjaldslaust, sem til þess voru hæfir. Útgáfa Nýja Skákblaðsins hefir gengið það vel þetta fyrsta starfsár, að ekkert virð- ist benda til þess að truflun verði á útgáfu þess eftirleiðis.

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.