Nýja skákblaðið - 01.02.1941, Blaðsíða 11

Nýja skákblaðið - 01.02.1941, Blaðsíða 11
Dr. Emanuel Lasker látinn. Sr^mma á þessu ári lézt í New York ein af skákstjörnum heimsins, Dr. Emanuel Lasker. Dr. Lasker fæddist í Berlín 24. desember 1868. Það er sagt að bróðir hans, Dr. Berthdld Las- ker, hafi kennt honum mann- ganginn, þegar Emanuel var tólf ára. Dr. Berthold var einn- ig góður skákmaður. 1889 vinn- ur Dr. Lasker sinn fyrsta sigur í Berlín. Mánuði seinna vinnur hann aðalskákmót Þýzkalands í Breslau. Síðar á sama ári tek- ur hann þátt í sínu fyrsta al- þjóða kappskákmóti í Amster- dam og verður nr. 2, Bird nr. 1. Árið eftir teflir hann bæði í Berlín og Graz, en nær þó ekki fyrsta sæti. Árið 1892 vinnur Lasker ann- an stórsigur í Berlín, þar sem þeir voru með meðal annarra, Bird, Blackburne, Gunsbery og Mason. Árið eftir vinunr hann glæsilegan sigur í New York, sem verður til þess að hann fær rétt til að tefla um heimsmeist- aratignina við Steinitz, sem hann vinnur all léttilega og þó vinnur hann Steinitz enn betur 1896—7 í skákeinvígi. Hér fer á eftir tafla, er sýnir allar helztu útkomur Dr. Em- anúels Laskers á árunum 1889 —1914, bæði í skákmótum og skákeinvígum: Skákmót Dr. Laskers frá 1889— -1914. Ár Röð Teflt Unnið Tapað Jafntefli 1889 Amsterdam 2 8 5 1 2 1890 Graz 2 6 3 3 1892 London 1 11 8 1 2 1892 London 1 8 5 3 1893 New York 1 13 13 1895 Hastings 3 21 14 4 3 1895—6 Pétursborg 1 18 8 3 7 1896 Nuremberg 1 18 12 3 3 1899 London 1 28 20 1 7 1900 París 1 18 14 1 3 1904 Cambridge 2—3 15 9 2 4 1909 Pétursborg 1—2 '18 13 2 3 1914 Pétursborg 1 18 10 1 7 Alls 200 134 19 47 9 NÝJA SKÁKBLAÐIÐ

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.