Nýja skákblaðið - 01.02.1941, Blaðsíða 4

Nýja skákblaðið - 01.02.1941, Blaðsíða 4
Því miður er það þó svo, að mik ið vantar enn á að blaðið sé í höndum allra þeirra mörgu manna, sem skák iðka hér á landi. Virðist þó einsætt að þetta eina íslenzka skákblað þurfi að vera á hverju því heimili hér á landi, þar sem til er taflborð og taflmenn, eink- um og sér í lagi þegar þess er gætt, að nú eru erlend skák- tímarit tæpast fáanleg hér á landi. Fjöldi tölublaða, stærð þeirra og efnismagn allt hlýtur þó að sjálfsögðu að miðast nokkuð við kaupendafjölda, með því að ekki þykir fært að hafa áskriftarverðið hátt. Kostn aður allur við blaðaútgáfu hef- ir aukizt stórlega, og er það því nauðsynlegt að sem allra flestir íslenzkir skákmenn kaupi Nýja Skákblaðið, svo að hægt verði að auka við efni það, sem blaðið flytur, og bæta það að öðru leyti eftir því, sem efni standa til. íslenzkir skákmenn hafa margoft sýnt það, að þeir ekki standa að baki skákmönnum annarra þjóða, nema síður sé, ef miðað er við fólksfjölda í landinu og önnur skilyrði, sem þeir hafa við að búa. Þjóðin hefir lært að meta þetta að verðleikum, og er þaklát öllum þeim, sem lagt hafa og leggja NÝJA SKÁKBLAÐIÐ NÝJA SKA KBLAÐID Ritstjórar: Óli Valdimarsson og Sturla Pétursson. Kemur út 5 sinnum á ári, 16 síður í hvert sinn. Verð kr. 7,00 árg. Gjalddagi 1. júlí. Utanáskrift blaðsins er: Nýja Skákblaðið. Pósthólf 232. Rvk. Blaðið er opinbert málgagn Skáksambands íslands. Alþýðuprentsmiðjan h.f. nú hÖnd á plóginn til að hefja skákiðkun íslendinga til enn meiri frama, og útbreiða skák- iðkun meðal landsmanna svo sem mest má verða. Stórt og gott íslenzkt skákblað getur á- orkað meiru í því efni en flest eða allt annað, og er það von mín að allir hinir mörgu unn- endur skáklistarinnar hér á landi taki höndum saman um útbreiðslu og eflingu slíks blaðs í öllum byggðum lands- ins. Elís O. Guðmundsson. 2

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.