FLE fréttir - 01.01.2009, Page 6

FLE fréttir - 01.01.2009, Page 6
Sveinn segir stofnunina hafa byrjað smátt á þessu sviði en með árunum hafi þessi þáttur í starfsemi hennar undið jafnt og þétt upp á sig. Nú starfa tíu manns við stjórnsýsiuendurskoð- un hjá Ríkisendurskoðun en til samanburð- ar má geta þess að tuttugu manns starfa við fjárhagsendurskoðun. Önnur helstu svið stofn- unarinnar eru endurskoðun upplýsingakerfa, einkum tölvukerfa, innri endurskoðun og innri eftirlitsúttektir og lögfræðisvið sem annast allt sem viðkemur lagaskýringum og lagatúlkunum og samningu álitsgerða. Að auki er það með sjóðaeftirlitið og eftirlit með fjárhagsupplýsing- um stjórnmálasamtaka og birtingu þeirra. Alls starfa um fimmtíu manns hjá stofnuninni. Mikil útvistun verkefna Sveinn staðfestir að útvistun verkefna sé heil- mikil hjá Ríkisendurskoðun, einkum úti á landi, enda er séð fyrir þvi í lögum. „Eftir því sem stærri endurskoðunarstofurnar hafa opnað fleiri útibú úti á landi höfum við í auknum mæli falið þeim að endurskoða í okkar umboði þær stofn- anir og fyrirtæki sem hafa með höndum rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkisins í þeirra heima- byggð eða nálægum byggðum. Þetta hefur tek- ist ágætlega og stofurnar sóst eftir fleiri verk- efnum. Það kemur vel til álita að búa þannig um hnúta. Það getur haft hagræðingu í för með sér, einkum þegar allt bókhald er á staðnum." Sveinn segir Ríkisendurskoðun lengi haft áhuga á því að rótera verkefnum frá stofnuninni til stofanna og jafnvel milli stofa. „Þetta getur samt verið flókið því stofurnar vilja helst ekki missa neitt nema fá eitthvað sambærilegt í stað- inn. Annars hef ég litið svo á að allt sé opið í þessum efnum." Eins og alþjóð veit eru viðskiptabankarn- ir nú að nýju á ábyrgð ríkisins og segir Sveinn að þeim verkefnum verði útvistað. „Hvað það varðar höfum við sett í gang hraðútboð þar sem endurskoðunarstofunum er gefið tækifæri til að bjóða í þau verkefni sem eru eins og gefur að skilja stór í sniðum." Þar til alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa verið teknir upp í íslenskan rétt skal endurskoð- un frá og með næstu áramótum fara eftir góðri endurskoðunarvenju. Með góðri endurskoð- unarvenju er átt við að endurskoðað sé með viðurkenndum aðferðum í samræmi við leið- beinandi reglur um endurskoðun (ISA) útgefn- ar af alþjóðasamtökum endurskoðenda (IFAC) sem Félag löggiltra endurskoðenda er aðili að. Sveinn segir þau mál í góðu horfi hjá Ríkisend- urskoðun. „Við erum hluti af alþjóðasamtökum ríkisendurskoðenda, INTOSAI, og á þeim vett- vangi gilda ýmsir staðlar og reglur sem við höf- um reynt að fylgja. Að svo miklu leyti sem það á við hér. Við erum með prýðilegan nýjan hug- búnað, TeamMate, sem hjálpar okkur við þessa aðlögun og erum að vinna okkur til hags (þeim efnum. En það er heilmikið starf eftir." Sveinn segir þetta ferli eigi að síður flókn- ara fyrir Ríkisendurskoðun en stóru stofurnar því þær hafi lengi haft aðgang að gögnum og aðferðum hjá systurstofum sínum erlendis og fyrir vikið innleitt þessa staðla, í það minnsta að hluta, áður en það var lögskipað. Þaö verður aldrei stökkbreyting Spurður um framtíðarsýn sína fyrir hönd Rík- isendurskoðunar tekur Sveinn fyrst fram að stofnunin sé bundin af lögum og henni mark- aður rammi sem hún eigi að starfa eftir. „Það verður aldrei stökkbreyting á þessari starfsemi. Við erum háð okkar fjárveitingu og ég sé ekki fram á ný stöðugildi á næstunni eins og árar í samfélaginu," segir hann og brosir í kampinn. „ Eins og gefur að skilja er fjárhagsendurskoð- un burðarvirkið hjá okkur og verður alltaf," held- ur Sveinn áfram. „Því er hins vegar ekki að leyna að hlutur stjórnsýsluendurskoðunar á bara eftir að aukast enda skilar hún á margan hátt betri árangri en hitt sviðið, þar sem ekki er eðli máls- ins samkvæmt hægt að vænta meiri árangurs en náðst hefur nú þegar. Stjórnsýsluendurskoð- unin fer öll fram fyrir opnum tjöldum og skýrslur okkar eru til umræðu niðri á Alþingi og í þjóð- félaginu öllu. Við birtum líka eftirfylgniskýrslur og þær eru til vitnis um að okkur hefur gengið vel að ná fram þeim hlutum sem við höfum verið að leggja til í frumskýrslum okkar." Svolítill hrakfallabálkur Sveinn ver löngum stundum á Skúlagötu 57 en lífið hlýtur að vera meira en vinna. „Ég myndi nú ekki vera svo viss um það," byrjar hann sposk- ur. „Ég geri oft það sama heima og í vinnunni, fer yfir skjalabunka. Stundum endist ekki dag- urinn til að Ijúka verkefnum, sérstaklega þeg- ar skýrslur eru á lokastigi. En það eru ekki allir dagar þannig og frítíma mínum gegnum tíðina hef ég helst kosið að verja með fjölskyldu minni. Eiginkona mín er Jóna Möller aðstoðarskóla- stjóri og eigum við tvær dætur sem báðar eru læknar búsettar í Svíþjóð. Sú eldri, Helena, er sérfræðingur í brjóstaskurðlækningum í Lundi og sú yngri, Kristbjörg, er við nám í barnalækn- ingum í Malmö. Helena á einn son, sem heitir Sveinn Halldór Guðmundsson og er ellefu ára." Sveinn á sjö systkini og svo skemmtilega vill til að tvö þeirra vinna við endurskoðun, Halldór sem er löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte hf. og er þar með fulltrúi fjölskyldunnar á markaðnum og Nanna sem nú er innri endurskoðandi hjá Straumi- Burðarás en var áður lengi yfir stjórnsýsluendur- skoðuninni hjá Ríkisendurskoðun. Spurður hvort endurskoðun beri stundum á góma í fjölskyldu- boðum brosir Sveinn: „Það kemurfyrir." Þegar talið berst að áhugamálum nefn- ir Sveinn fyrst tennis en dregið hefur úr þeirri frómu iðkun í seinni tíð. „Nú er ég kominn yfir í golfið. Það eru svo snöggar hreyfingar í tennisn- um að golfið hentar mér betur í dag. Við hjónin göngum líka svolítið og erum í gönguklúbb sem fer alltaf í eina stóra ferð hér innanlands á ári. Ganga er frábær leið til að kynnast þessu fallega landi okkar betur." Önnur leið til að kynnast gömlu góðu (sa- fold er rjúpnaveiði og Sveinn upplýsir að hann „sýsli" stundum við að veiða. „Ég nota það orðalag vegna þess að ég er ekkert sérstaklega góð skytta. Hef stundum fengið verðlaun fyrir að veiða fæstar rjúpur, jafnvel enga. Það er helst að rjúpurnar drepist við það að sjá mig." Úr skelfingu þá? „Já, eða hlátri þegar þær sjá aðfarirnar." Þegar hér er komið sögu bítur Sveinn í vörina eins og hann vilji segja meira en sé ekki viss. „Jæja, ég læt bara vaða," segir hann eftir stutta umhugs- un. „Þannig er mál með vexti að ég get verið svo- lítill hrakfallabálkur. Sé eitthvað tvísýnt þá fer það mér yfirleitt á verri veg. Sennilega hafa dætur mín- ar haft það í huga þegar þær dubbuðu mig á fimm- tugsafmælinu upp í hokkíbúning með hjálmi og öllu tilheyrandi svo ég gæti ekki meitt mig." Og hvernig fór? „Búningurinn gerði sittgagn." 6 • FLE janúar 2009

x

FLE fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.