FLE fréttir - 01.01.2009, Qupperneq 8

FLE fréttir - 01.01.2009, Qupperneq 8
meira en 20 til 40 tíma að endurskoða lítil fé- lög. Sú umræða kom fram að lítil félög hafa þörf fyrir endurskoðandann til annars en endurskoð- unar. Þá hafa sumir áhyggjur af því að brjóta regl- ur um óhæði en aðrir telja það nauðsynlegt að geta veitt þessum félögum aðra þjónustu en end- urskoðun þar sem félögin séu það lítil að stjórn- endur þurfi á stuðning að halda. Hinn vinnuhópurinn sem varð fyrir valinu fyrri daginn var Kynning á XBRL* 2 3 4 5 6 7 8 9 10 XBRL er alþjóð- legt tungumál fyrir rafræn viðskipti, fjárhagsleg gögn, skýrslu-, framtalsgerð ofl. XBRL samtök- in, sem rekin eru sem „non profit" samtök voru stofnuð 1998. Um 550 fyrirtæki um allan heim standa að þessum samtökum. Það kom fram að XBRL gefur möguleika á yfirburðum yfir aðrar aðferðir við undirbúning, greiningu, lokafrá- gang, samskipti og upplýsingagjöf um fjármál. Kerfið er talið draga úr villum við skýrslugerð og það getur unnið úr gögnum úr ólíkum kerfum. Flutningsmenn fullyrtu að í framtíðinni yrði það krafa t.d. banka, yfirvalda ofl. að skýrslugjöf til þeirra verði stöðluð og þar kæmi XBRL að. Þessi vinnustofa hafði einkenni sölukynningar á kerf- inu og var ekki mjög áhrifarík. Um kvöldið var efnt til gala kvöldverðar í Sta- tens Musem for Kunst. Kvöldið var í einu orði sagt f rábært. Allir voru klæddir í sitt fínasta púss og voru fluttir með rútum á áfangastað, þegar komið var að byggingunni, sem byggð var á 16. öld tóku á móti okkur menn sem blésu í lúðra og skálað var í freyðivíni. Borðhaldið var undir glerbyggingu sem tengir tvær byggingar sam- an, borðin voru staðsett fyrir neðan tröppur sem nýttar voru sem svið um kvöldið, þar sem við fengum að hlýða á dýrindis söng og góðar ræð- ur. Við stöllurnar settumst til borðs með fólki víðs vegar að; frá Hollandi, Bretlandi og Kan- ada. Við áttum áhugverðar samræður við þessa einstaklinga. Á degi tvö urðu fyrir valinu vinnuhóparnir; A) Gæði og endurskoðun á SME. B) Umræður um afnám lögskipaðrar endurskoðunar minni fyrirtækja og breytingar á endur- skoðun þeirra með áherslu á Norður- löndin. Spurt var á fyrri vinnustofunni um hvernig er hægt að tryggja gæði endurskoðunar á minni fyrirtækjum. Hér var lögð áhersla á að nýta kraft unga fólksins til þess að framkvæma innra eftir- lit, nýta sömu tólin, ekki vera hrædd við að spyrja spurninga við framkvæmd endurskoðunar. I þeirri seinni var ýmislegt rætt, m.a. um endur- skoðunarþröskulda hjá Norðurlandaþjóðunum og hugsanlegar breytingar. I Danmörku er um- ræðan á þann veg að það þyrfti að hækka endur- skoðunarmörkin fyrir minni félög, í Svíþjóð eru þau há, en ekki í Finnlandi. I Noregi þarf að end- urskoða öll félög og að auki kom fram að það væri óljóst hver reglan væri á íslandi. Þeir mögu- leikar eru fyrir hendi, í stað þess að endurskoða öll félög eftir sömu reglum, að gefa einhvers- konar álit eða framkvæma væga endurskoðun. Það er verið að gefa út leiðbeiningar fyrir lítil félög m.a. vegna gæðaeftirlits. Mönnum þykir það leitt að endurskoðunar- og reikningsskila- reglur séu byrðar á fyrirtækjum, því sú umræða er í gangi að þær reglur sem gilda í dag eru allt of viðamiklar fyrir minni félög sem gera ekkert annað en að auka kostnað við gerð reiknings- skila og endurskoðun. Svíar hafa náð að ein- falda reglur sem hafa leitt til lækkunar á þessum kostnaði fyrir fyrirtæki þar í landi. Ef fyrirtæki eigi að fylgja ISA við endurskoðun þá aukist kostnaður þeirra við endurskoðun og reiknings- skil um 20 - 30%. Evrópusambandið mælir með því að endurskoðunarmörkin hjá stöku fyrirtæki séu 8,8 millj. EUR í veltu, 4,4 millj. EUR í eignir og 50 stöðugildi en hjá samstæðu er miðað við veltu uppá 29,2 millj. EUR, 14,6 millj. EUR í eign- ir og 250 stöðugildi. Fram kom að í Sviþjóð væru 96% fyrirtækja sem ekki næðu þessum viðmið- unum, 69% í Noregi, 93% í Danmörku og 95% fyrirtækja í Finnlandi. Ef tekið væri mið af ofan- greindum tölum þá myndi það leiða til þess að færri félög yrðu endurskoðuð. Afleiðingarnar yrðu m.a. þær að fyrirtæki myndu greiða lægri kostnað vegna reikningsskila og endurskoð- unar, gæðin á þeim yrðu minni, jafnvel tapaðar skattalvilnanir, verri fjármögnunarmöguleikar og meiri líkur á svikum í fyrirtækjum. Sá mögu- leiki var lagður fram að fyrirtæki mættu velja ef þau falla ekki undir endurskoðunarmörkin og fengju þá væga endurskoðun (e. light audit). I Bretlandi eru endurskoðendur þjálfaðir í að veita mjög fjölbreytta þjónustu, færri félög eru endurskoðuð en áður og er veruleg breyting frá árinu 2002. Umræðan var m.a. á þá vegu að það mætti veita þjónustu sem væri einhvers staðar á milli endurskoðunar og engrar endurskoðunar. Að lokum tók til máls John Greely nokkur frá fr- landi, mjög snaggaralegur og hress. Hann rek- ur endurskoðunarskrifstofu með 3 partnerum og 20 starfsmönnum, stofan framleiðir 3 nýja endurskoðendur á ári að hans sögn. Hann sagði að eftir að dregið var úr kröfu um endurskoð- un á Irlandi, hefði allra síst dregið úr vinnu hjá honum. En það virðist vera áhyggjuefni sumra endurskoðenda. I lok ráðstefnunnar tók Stig Enevoldsen for- maður EFRAG til máls. Hann er á þeirri skoð- un að það þurfi að gera uppgjörin þannig að þau verði að mestu sjálfvirk og þar kæmi inn ný tækni við gerð uppgjöra. Hann nefndi í því sambandi XBRL því þar er sá möguleiki að upp- lýsingagjöfin væri þannig að notandinn geti haft val um það hvernig upplýsingarnar birtast hon- um, þ.e. hann getur stjórnað því sjálfur með þvi að sækja þær á netinu. Hann lagði áherslu á það að endurskoðendur þyrftu að leiða þá aðila sem vinna við upplýsingatæknina. Síðan tók John Greely við, hann spurði ráðstefnugesti hvort þeir störfuðu faglega eða væru einungis að stunda viðskipti þegar þeir þjónuðu viðskiptavinum sín- um. Hann sagði IFRS alltof flókið fyrir lítil félög og bætti við að IFAC væri flott rit, en gaf ekki mikið út á reglurnar um óhæðið. Hann mæl- ir með því að minni endurskoðunarstofur haldi sambandi hver við aðra, þær verði að auka virði þjónustunnar og hafa hana breiða og setja við- skiptavininn í fyrsta sæti. Að vonum vorum við stöllur mjög ánægðar með ráðstefnuna sem var vel skipulögð. Mörg- um spurningum var varpað fram þessa tvo daga, en ekki öllum svarað. Efni ráðstefnunnar var al- mennt fræðandi og áhugavert. Við hvetjum þá aðila sem reka minni endurskoðunarskrifstofur til þess að sækja slíkar ráðstefnur. ' Small and Medium Entity. 2 Small and Medium Practice. 3 Federation of European Accountants. 4The Nordic Federation of Public Accountants. 5Foreningen af Statsautoriserede Revisorer. 6 International Financial Reporting Standards. 7European Financial Reporting Advisory Group. 8 International Federation of Accountants. 9 International Standards on Auditing. 10eXtensible Business Reporting Language. 8 • FLE j/iMit janúar 2009

x

FLE fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.