FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 9

FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 9
ASkallandi a& löggildingin sjálf fái vi&hlítandi vægi Það var hellidemba og dimmt yfir þennan nóv- embermorgun sem við Margret Flóvenz sett- umst saman yfir kaffibolla til þess að ræða helstu breytingarnar sem orðið hafa á lögum um endurskoðendur á árinu. Áður en þá um- ræðu bar á góma langaði mig að forvitnast um ástæðu þess að hún gerðist endurskoðandi. Endursko&andi fyrir tilviljun „Ég hef reyndar ekki hugmynd um það," svarar þessi fágaða, dökkhærða kona, líkt og það sé fyrst að renna upp fyrir henni á þessari stundu. Hún segist ekki hafa haft neinar slíkarfyrirmynd- ir Ifjölskyldunni. „Þetta var alger tilviljun." Þegar ég spyr hana frekar út í áhugamál nefn- ir hún strax fjölskylduna og brosir hlýlega. Hún á 4 börn, eitt barnabarn og annað á leiðinni. Það er augljóst að hún er ekki sérlega gefin fyrir að beina umræðunni að sjálfri sér, en nefnir þó að hún hafi gaman af því að vinna I garðinum og hlusta á klassíska tónlist. Það er hins vegar ekkert hik á Margreti þegar talið berst að málefnum Félags löggiltra endur- skoðenda, en á árinu hafa orðið talsverðar breytingar í lagaumhverfi endurskoðenda með- al annars vegna samþykktar nýrra laga. Meginvi&bótin snýst um endurmenntunina „Helstu breytingarnar eru þær að öllum endur- skoðendum með réttindi er nú skylt að vera í fé- laginu," segir Margret og bætir því við að þetta breyti svo sem ekki miklu í reynd þar sem flestir séu inni hvort eð er. „Nýju lögin gera líka meiri kröfur til stéttarinnar varðandi aukna menntun og endurmenntun, auk þess sem krafa er um að endurskoðað sé í samræmi við alþjóðlega staðla og opinbert eftirlit aukið, sem grundvall- ast á tilskipun Evrópusambandsins. Meginvið- bótin snýst um endurmenntunina." Eina stéttin sem er lögbundin til endurmenntunar Margret getur þess að í framhaldi af þessum breytingum verði svo skipað endurskoðenda- ráð, eða public oversight, eins og það nefnist í tilskipuninni sem mun hafa eftirlit með störfum endurskoðenda. „Endurskoðendur eru senni- lega eina stéttin sem er lögbundin til að end- urmennta sig," segir Margret um leið og hún beinir athyglinni að þessum miklu kröfum sem eru gerðartil stéttarinnar. „Endurskoðendaráð ber ábyrgð á eftirlitinu með endurmenntuninni og stýrir gæðaeftirliti, auk þess að skipa próf- nefnd vegna löggildingarprófa og fleira." Þótt ráðið hafi skilgreinda ábyrgð þá er jafn- framt fjölmargt sem félagið þarf að standa skil á. „Okkur er ætlað að framkvæma gæðaeftirlit- ið og annast eftirlit með endurmenntun, trygg- ingum og fleiru. Við erum því á vissan hátt að hafa eftirlit með sjálfum okkur," segir Margret kimin. „Þetta er lítil stétt, ríflega 300 manns og greinin afar sérhæfð þannig að það er fámenn- ur hópur sem getur annast gæðaeftirlit. Það er samt óháð - ráðið setur reglurnar - og ég held að þessu sé best fyrir komið svona." Margret bætir því við að þetta eftirlit hafi verið til staðar áður, en núna verði það alveg í samræmi við al- þjóðlega staðla. Skylt að hafa nægilegt framboð á endurmenntun Þessum kröfum um lögbundna endurmenntun fylgir jafnframt sú skylda félagsins að sjá til þess að framboð á slíkri menntun sé nægjanlegt. „Endurskoðendum ber að endurmennta sig sem nemur 120 klukkustundum á hverjum 3 árum," bendir Margret á og getur þess að félagið sjái sjálft um mestan hluta endurmenntunarinnar með eigin námskeiðum og ráðstefnum. „Auk þess erum við í samstarfi við Símennt Háskól- Margret G. Flóvenz formaður FLE ræðir félagsstarfið. ans í Reykjavík, Endurmenntun Háskóla (slands og fleiri aðila." Það er Ijóst að Margret hefur mikla þekk- ingu og yfirsýn yfir málefni stéttarinnar og talið beinist að þeim áhrifum sem þessar breytingar í lagaumhverfi endurskoðenda kunna að hafa á félagið. Þegar hér er komið sögu færist Margr- et í aukana enda komið að málum sem brenna á henni. Þeim sem leggja inn réttindi kann aö fjölga „Félagið samanstendur af mismunandi hóp- um sem hafa mismunandi þörf fyrir þjónustu." Margret nefnir í fyrsta lagi hóp þeirra sem vinna hjá stóru alþjóðlegu stofunum en það eru um 40% félagsmana. Þessi hópur er að mestu leyti sjálfum sér nægur hvað endurmenntun snert- ir. Svo eru um 20% sem vinna á smærri stof- um þar sem stundum er jafnvel ekki nema einn endurskoðandi á staðnum. Þessi hópur hefur meiri þörf fyrir þjónustu tengda endurmenntun í gegnum félagið. í þriðja lagi er hópur endur- FLE þélii* janúar 2009 • 9

x

FLE fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.