FLE fréttir - 01.01.2009, Page 11
Efni frá aðalfundi FLE 2008
Aðalfundur Félags löggiltra endurskoðenda var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 14. nóvember 2008.
Fundargerð aðalfundar er að finna á heimasíðu FLE www.fle.is. Þar er einnig að finna nýjar samþykktir félagsins sem
samþykktar voru á aðalfundinum.
Nýjar si&areglur FLE
Guðmundur Snorrason formaður siðanefndar
FLE gerði grein fyrir vinnu nefndarinnar á síð-
asta starfsári.
Meginverkefnið er að innleiða nýjar siðareglur
í samræmi við lög um endurskoðendur. Lá fyrir
að þessar reglur myndu byggja á gildandi siða-
reglum IFAC frá júní 2005. Töluvert mikið verk
er að þýða skilgreiningar og hugtök sem koma
fram í öllum köflum reglanna. Löggiltur skjala-
þýðandi þýddi reglurnar í heild sinni og var því
lokið í september 2007 en þrátt fyrir að það hafi
verið nokkuð góð þýðing þá hefur samt þurft
að leiðrétta og breyta nærri hverri einustu setn-
ingu. Eftir að vinnan var hafin var Ijóst að veru-
legar breytingar yrði á gildandi reglum IFAC og
þá sérstaklega varðandi óhæði. Einnig breyt-
ingar á skilgreiningu er varðar einingar tengd-
ar almannahagsmunum, útskiptingu endurskoð-
enda (7 ára reglan), reglur varðandi heimildir til
að veita aðra þjónustu jafnframt endurskoðun
og leiðbeiningar varðandi þóknanir endurskoð-
enda. Þegar Ijóst var að þetta viðamiklar breyt-
ingar væru í sjónmáli þá ákvað nef ndin að hægja
á vinnu sinni til að geta tekið þær inní nýjar siða-
reglur FLE. Reiknað var með að nýjar reglur
kæmu í ársbyrjun 2008 sem þær gerðu, en þær
hafa enn ekki verið birtar eða gefnar út. I maí
2008 komu fram frekari tillögur að breytingum
hjá IFAC varðandi innra eftirlit og þegar tekjur af
einstökum viðskiptavinum færu yfir 15%. I júlí
2008 komu fram tillögur að nýjum heildarreglum
og lauk umsagnarfresti í október 2008. Gert er
ráð fyrir að þessar reglur verði gefnar út um mitt
ár 2009. Nýju reglurnar fela í sér verulegar orða-
lagsbreytingar og eru núna komnar upp í 209
blaðsíður. Miðað við þessa stöðu að það liggur
Nýjar tillögur aS skipulagi og starfsemi FLE
I Ijósi nýrra og nokkuð breyttra laga um endur-
skoðendur sem m.a. hafa bein áhrif á starfsemi
FLE ákvað stjórn félagsins að leggja út í það
verkefni að fara yfir starfsemi og skipulag félags-
ins. Ákveðið var strax í upphafi að nálgast verk-
efnið ekki einvörðungu út frá hinum nýju lögum
heldur skoða starfsemina í heild sinni með það
að leiðarljósi að tryggja að félagið sinnti þeirri
Þjónustu sem félagsmenn þurfa og vilja fá. Nú er
Það ekki svo að félagið hafi ekki þjónað félags-
mönnum dyggilega í gegn um árin en umhverf-
ið breytist og þarfirnar með og nauðsynlegt að
félagið fylgi þeirri þróun öllum félagsmönnum til
hagsbóta. Félagið réði Jón Garðar Hreiðarsson
ráðgjafa til að aðstoða við vinnuna.
Breytingar eru gerðar með nýjum lögum sem
hafa bein áhrif á FLE. Sú grundvallarbreyting felst í
lögunum að öllum endurskoðendum með gild rétt-
indi er nú skylt að vera félagsmenn í FLE og jafn-
hliða lagðar ýmsar skyldur á félagið. Þessi breyt-
ing ein og sér kallar á ítarlega skoðun á skipulagi
félagsins. Síðan fór Margret yfir lögformleg hlut-
verk félagsins samkvæmt nýju lögunum.
Ákveðið var að nálgast verkefnið út frá þörf-
um félagsmanna og var þá fyrst hugað að því
hverjir væru félagsmenn FLE. Fljótt var Ijóst að
innan félagins eru hópar sem hafa þörf fyrir mis-
munandi þjónustu af hálfu félagsins og þá ekki
síst með tilliti til endurmenntunar. Félagsmönn-
um má skipta í nokkra hópa.
Guðmundur
Snorrason
formaður siða-
nefndar FLE
fyrir að verulegar breytingar eru í vændum þarf
að taka afstöðu til hvort miða á við gömlu regl-
urnar og klára málið tiltölulega snöggt eða að
taka upp væntanlegar nýjar reglur IFAC þó það
þýði að siðareglur FLE dragist aðeins á langinn.
Þó Siðanefndinni þyki slæmt að þurfa að fresta
útgáfu siðareglna, þá sé það praktískara að bíða
og gefa út reglur sem verði ekki úreltar innan
nokkurra mánaða. Siðanefndin óskar eftir að
stjórn FLE taki afstöðu til þessa máls.
Margret G.
Flóvenz kynnir
nýjar tillögur
að skipulagi og
starfsemi FLE.
• Alþjóðlegar stofur 136 félagar - 40%
• Minni stofur 68 félagar-20%
• Alls 60% starfandi
• Utan stofa 95 félagar - 28%
• Erlendis 9 félagar — 3%
• Alls í öðrum störfum 31%
• Hættir 30 félagar — 9%
• Samtals 338 félagar
FLE j/uUtiA janúar 2009 • 11