FLE fréttir - 01.01.2009, Side 20
Endurskoöunardagur FLE
Endurskoðunardagur FLE var haldinn föstu-
daginn 18. apríl 2008 í Gullteig, Grand Hót-
el Reykjavík. Ráðstefnan var opin. Búnaður
til fjarfundarsetu fyrir félagsmenn búsetta á
landsbyggðinni var í boði en vegna þátttöku-
leysis var horfið frá tengingu hans. Þátttak-
endur voru 176 að meðtöldum fyrirlesurum og
gestum. Ráðstefnustjóri var Helena Hilmars-
dóttir endurskoðandi. Formaður menntunar-
nefndar FLE Margrét Pétursdóttir setti ráð-
stefnuna, en síðan var gengið til dagskrár sem
var eftirfarandi:
Innri endurskoðun
Lilja Steinþórsdóttir, forstöðumaður Innri endur-
skoðunar hjá Kaupþingi hf.
Vinnupappírar endurskoðenda - ISA 230
Jón Rafn Ragnarsson, endurskoðandi hjá Delo-
itte hf.
Descartes - an audit methodology for
SME
Barbro Andresen, fagsjef, DnRs Kvalitetssikring
Tryggingastærðfræðilegt mat lífeyris-
skuldbindinga
Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur
Endurskoðun lífeyrisskuldbindinga
Sigrún Guðmundsdóttir, endurskoðandi hjá PwC.
SAS 70 - Third Party Assurance
Jóhann G. Ásgrimsson, deildarstjóri UT endur-
skoðunarhjá Landsbanka íslands hf.
Störf endurskoðunarnefnda skráðra
félaga
Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður og stjórnar-
maður i Kaupþingi banka hf. og meðlimur endur-
skoðunarnefndar Kaupþings.
Lesendum er bent á heimasíðu FLE www.fle.is
en þar má nálgast glærur flestra fyrirlesar-
anna.
Reikningsskiladagur FLE
Reikningsskiladagur FLE var haldinn föstudag-
inn 19. september 2008 í Gullteig, Grand Hótel
Reykjavík. Ráðstefnanvaropin endurskoðendum,
innri endurskoðendum og öðrum þeim sem áhuga
hafa. Þátttakendur voru 203 að meðtöldum fyr-
irlesurum og gestum. Ráðstefnustjóri var Ólafur
Þór Jóhannesson endurskoðandi. Formaður FLE
Margret G. Flóvenz setti ráðstefnuna, en síðan
var gengið til dagskrár sem var eftirfarandi:
Gangvirði fjáreigna
Reynir Stefán Gylfason, endurskoðandi hjá
KPMG hf.
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall IFRS 8 -
Starfsþættir (e. operating segments)
Erling Tómasson, endurskoðandi hjá Deloitte hf.
Ákvörðun starfrækslugjaldmiðils
Jóhann loan Constantin Solomon, endurskoð-
andi hjá KPMG hf.
Meðhöndlun tekjuskattskuldbindingar
vegna nýlegra breytinga á lögum um
tekjuskatt
Kjartan Arnfinnsson, endurskoðandi hjá MP Fjár-
festingabanka hf.
Skemmtilegt spjall
Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar (IAS/
IFRS) - Breytingar
Arna Guðrún Tryggvadóttir, endurskoðandi hjá
PwC.
Lesendum er bent á heimasíðu FLE www.fle.is
en þar má nálgast glærur flestra fyrirlesaranna.
20 • FLE jjW/zt janúar2009