Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 3
FYLKIR - jólin 2022
°
°
3
ÚTGEFANDI:
Eyjasýn hf. fyrir hönd
Sjálfstæðisfélaganna
í Vestmannaeyjum
RITNEFND: Eyþór Harðarson, ábm.,
Arnar Sigurmundsson, ritstjóri
Jarl Sigurgeirsson, Gísli Stefánsson,
og Thelma Hrund Kristjánsdóttir.
UMBROT: Leturstofan / Sæþór Vídó
PRENTUN: Landsprent ehf.
UPPLAG: 2200 eintök
BLAÐINU ER DREIFT Í ÖLL HÚS Í VESTMANNAEYJUM OG AUK ÞESS SENT VÍÐA UM LAND OG SELT Í LAUSASÖLU
Á KLETTI, VESTMANNAEYJUM. ÞAÐ VERÐUR EINNIG AÐGENGILEGT Á EYJAFRETTIR.IS ÚT JANÚAR 2023
EFNISYFIRLIT
Bls. 5 Aðventuljós í sorta
- Sr. Karl Sigurbjörnsson
Bls. 7 Merkingar fugla:
Óskar í Höfðanum
- Gísli Pálsson frá Bólstað
Bls. 13 Hús og fólk VI:
Gjábakki – Bakkastígur 17
- Ívar Atlason
Bls. 16 Sjálfstæðisfélag
Vestmannaeyja 90 ára
- Gísli Stefánsson
Bls. 19 Með Heklunni í hamingjulandið
Guðlaug Kristín Runólfsdóttir frá
Hilmisgötu 7 rifjar upp æskuár
í Vestmannaeyjum
- Helgi Bernódusson
Bls. 24 Gunnar Ólafsson:
Ákveðinn og umhyggjusamur
fjölskyldumaður
- Andrea Þormar
Bls. 26 Gunnar Ólafsson á Tanganum:
Gætinn athafnamaður
og fastur fyrir
- Helgi Bernódusson
Bls. 29 Hörður Baldvinsson rifjar upp
æskuárin á Illugagötunni:
Skemmtilegur tími en krakkar
urðu að bjarga okkur sjálf
- Ómar Garðarsson
Bls. 32 Legsteini skilað
Um Þorstein í Nýjabæ, gröf hans og
minningarmark
- Helgi Bernódusson
Bls. 34 Látnir kvaddir - Myndir af fólki sem búið
hefur í Vestmannaeyjum í lengri eða skemmri
tíma og lést á árinu.
Myndir í blaðinu:
Forsíðumynd: Sæþór Vídó.
Aðrar myndir: Úr einkasöfn-
um og Ljósmyndasafn
Vestmannaeyja.
Skammdegið er sérstakur tími og
mótsagnakenndur. Stuttir dagar,
myrkur stóran hluta sólarhringsins
en jafnframt tími ljóssins.
Aðventan og jólahátíðin eru
stundir samveru með fjölskyldu
og vinum. Fyrir mér eru jólin há-
tíð ljóss og friðar en ekki síður tími
íhugunar, örlætis og vilja til að
láta gott af sér leiða. Gefa bæði og
þiggja.
Síðustu tvenn jól hafa verið mörk-
uð af heimsfaraldri með tilheyrandi
samkomutakmörkunum. Nú er til-
veran að miklu leyti komin í fyrri
skorður og við skynjum gleði og
eftirvæntingu sem fylgir því að fjöl-
skyldur geta nú aftur komið saman
til að gleðjast um hátíðir. Við sækj-
um jólatónleika, vinnufélagar og
makar þeirra gera sér dagamun við
jólahlaðborð og þar fram eftir göt-
um. Samfélagið er í stórum drátt-
um orðið á ný það sem var og fyrir
það getum við verið þakklát.
Þakklæti er annars nokkuð sem við
skulum tileinka okkur og iðka. Við
eigum hreinlega að þjálfa okkur í
því að vera þakklát og sýna það í
verki. Sannarlega höfum við margt
að þakka fyrir, Íslendingar. Til að
mynda getum við verið þakklát fyr-
ir að hafa það betra efnahagslega
en dæmi eru um áður. Þá er ég ekki
endilega með í huga nærtækustu
dæmin sem tengjast áhrifum styrj-
aldarinnar í Úkraínu í grannríkjum
okkar. Fréttir berast frá meginlandi
Evrópu, Bretlandi og jafnvel Noregi
um að fjöldi fólks gangi á sparifé
sitt til að borga rafmagnsreikning-
ana í heimilisrekstrinum. Áhrifa
stríðsins gætir vissulega hérlendis
en sem betur fer ekki á þann hátt
að kostnaður við að halda á sér hita
í heimahúsum hafi margfaldast.
Það ber að þakka.
Lífskjörin eru í heildina tekið vissu-
lega önnur og betri en þekktust
áður fyrr en við eigum að leggja
okkur fram við að allir landsmenni
fái að njóta lífsins gæða. Framhlið
tilverunnar er björt en bakhliðin
getur verið dekkri en margan
grunar. Á tímum efnahagslegrar
velmegunar eykst til dæmis andleg
vanheilsa fólks á öllum aldri. Niður-
stöður endurtekinna kannana
sýna þannig að sífellt fleiri finna
fyrir kvíða, þunglyndi og depurð.
Orsakanna er líklegast að leita víða,
meðal annars er sjónum beint að
samfélagsmiðlum og áhrifa þeirra.
Rannsóknir sýna til dæmis að eftir
að stúlkur verja ákveðnum tíma á
samfélagsmiðlum fylgir depurð í
kjölfarið.
Samfélagsmiðlar hafa vissulega
sína kosti. Þar hugsar fólk upphátt,
sendir jákvæð skilaboð og kveðjur
og tengist. Skólafélagar og fyrrum
vinnufélagar, sem ekki hafa ver-
ið í sambandi í áratugi, ná saman
og halda hópinn, jafnvel daglega.
Þökk sé Fésbók!
Samfélagsmiðlar hafa hins vegar
neikvæðar hliðar sem fleiri og
fleiri staldra við. Þeir eru jafnvel
notaðir sem tæki til að ofsækja
fólk, niðurlægja og leggja í einelti.
Það er ljótasta og dekksta hliðin á
þessari fjölmiðlun. Við töldum og
vonuðum að samfélagsmiðlar yrðu
vettvangur heilbrigðra og opinna
skoðanaskipta en það hefur gerst
á annan hátt en við sáum fyrir.
Samskiptamáti og hegðun sumra
þarna er í sjálfu sér samfélagslegt
vandamál.
Önnur neikvæð áhrif, sem of litla
umræðu fá, er það sem varðar
starfsemi svokallaðra áhrifavalda
og óbeinna auglýsinga sem fólk
oft og tíðum á mjög erfitt með að
greina á milli hvað er staðreynd og
hvað er sölumennska. Samfélags-
miðlarar innræta okkur endalaust
með hugmyndum um að okkur
skorti hitt og þetta, lauma því inn
í sálartetrin okkar bakdyramegin
að við bara VERÐUM að kaupa til-
teknar vörur eða þjónustu „til að
vera með“! Hver kannast ekki við
tilfinninguna: „allir“ eru á Tenerife
nema ég, „allir“ eru í toppformi og
klífa fjöll – nema ég?
Og þá kem ég aftur að þakklætinu.
Við getum nefnilega hvert og eitt
verið þakklát fyrir svo margt. Til að
æfa okkur í rækta þakklæti ættum
við að horfa meira til styrkleika
okkar en veikleika. Vera meira úti
í náttúrunni. Venja okkur á að tala
vel um annað fólk og tileinka okkur
vinsamleg og kurteisleg samskipti
yfirleitt.
Ég get litið mér nær því mörgum
finnst samskipti alþingmanna ekki
vera til fyrirmyndar og hafa þá
mynd af störfum Alþingis að þau
einkennist af linnulitlu rifrildi, jafn-
vel skítkasti. Það er nú sem betur
fer ekki svo.
Við sem sitjum á Alþingi erum full-
trúar ólíkra stjórnmálaflokka og
þar með mismunandi sjónarmiða
og skoðana. Það hefur komið mér
á óvart á þessu fyrsta ári mínu sem
þingmaður hve Alþingi er góður
vinnustaður. Vissulega er tekist
á um málefni en maður finnur
jafnframt fyrir djúpri virðingu og
vinsemd á milli þingmanna rétt
eins og gengur og gerist á öðrum
vinnustöðum. Hafa verður samt í
huga að Alþingi er vissulega sér-
stakur vinnustaður að því leyti að
beinlínis er í hlutarins eðli að þar
séu menn ósammála um eitt og
annað og að slegið geti í brýnu.
Málfundir fyrir opnum tjöldum er
hins vegar bara hluti starfsins en sá
sýnilegi út á við.
Við skulum strengja áramótaheit
um að vera þakklát og auðmjúk í
meira mæli en áður, virða skoðanir
og hreyta ekki ónotum í náung-
ann, hvort sem er á samfélags-
miðlum eða annars staðar. Notum
aðventuna og jólahátíðina til að
rækta garðinn og hlúa að því sem
gott er og fallegt í mannlegum
samskiptum.
Um leið og ég óska Vestmanna-
eyingum öllum gleðilegrar jólahá-
tíðar þakka ég af öllu hjarta fyrir
góða og innihaldsríka samveru og
samtöl á árinu.
Jólahugvekja:
Iðkum þakklæti
og auðmýkt!
GUÐRÚN
HAFSTEINSDÓTTIR