Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 8

Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 8
8 FYLKIR - jólin 2022 ° ° erfið veikindi. Þau Óskar og Val- gerður skildu eftir rúmlega ára- tugs sambúð. Valgerður flutti til Rekjavíkur og andaðist þar fjörutíu og átta ára gömul. Fyrir átti hún dótturina Matthildi Eiríksdóttur (f. 1967), hún bjó í Eyjum þar til fyrir fjórum árum, nú býr hún í Reykjanesbæ og á fjögur börn. Matthildur var þriggja ára þegar hún flutti á Höfðann með móður sinni. Hún lítur á Óskar sem fóstra sinn og ber honum mjög gott orð. Síðustu ár, eftir að hún flutti upp á land, hefur hún oft litið til Óskars og fylgst með honum. Óskar segir að hún hafi sýnt sér mikla ræktar- semi. Síðastliðið sumar fóru þau saman til Eyja og settu legstein á leiði Pálma Freys. „Vegabréf fuglanna“ Kerfisbundnar fuglamerkingar komu fyrst til tals árið 1866. Stung- ið var upp á því að festa marglita þræði við algenga farfugla. Margir efuðust um gagnsemi þessa og það var ekki fyrr en 1899 að áformum var hrint í framkvæmd. Daninn Christian Mortensen, sem lagði stund á guðfræði og læknis- fræði, vafði álmerkjum um fætur 156 starra í Viborg og nágrenni. Merkin voru númeruð og sýndu hvar fuglunum var sleppt. Flestir fuglanna náðust síðar og sönnuðu gildi kerfisbundinna merkinga. Mortensen hlaut síðan styrk frá Carlsbergsjóðnum til að hefja stórtækari merkingar. Í lokin sendi hann sjóðnum greinargerð þar sem sagði: „Ég hef varið mestum frítíma mínum síðastliðin fimmtán ár til þess að varpa ljósi á ferðir far- fuglanna okkar.“ Fuglamerkingar hér á landi hófust árið 1921. Þær voru á vegum Dan- ans Peter Skovgaard sem stofnaði samtökin Dansk Ornitologisk For- ening og gaf út ritið Danske Fugle þar sem birtar voru niðurstöður merkinga. Þá voru fjölmargir liðs- menn fengnir til að merkja fugla í ýmsum héruðum landsins, meðal annars Þingeyingurinn Konráð Vilhjálmsson sem greindi frá verk- efninu í tímaritinu Degi árið 1930. Fyrsti fuglamerkingamaðurinn var Gunnar Juul lyfjafræðingur á Ísa- firði. Svo var það Finnur Guðmunds- son fuglafræðingur hjá Náttúru- gripasafni Íslands sem gerðist helsti hvatamaður fuglamerkinga á Íslandi. Árið 1932 gaf hann út bæklinginn „Leiðbeiningar um fuglamerkingar“ þar sem hann fjallaði um farfugla, það sem vitað væri um ferðir þeirra og hvernig standa ætti að fuglamerkingum. Finnur stýrði fuglamerkingum frá 1941 til 1978 en þá tók Ævar Pet- ersen við keflinu. Finnur var dug- legur að laða að sér öfluga og sam- viskusama liðsmenn til að annast fuglamerkingar, sem ekki voru á allra færi: „þýðingarlaust er að taka slíkt starf að sér, nema menn séu reiðubúnir að fórna nokkrum tíma og fyrirhöfn til starfsins. Menn ættu yfirleitt ekki að taka að sér merkingar, nema þeir treysti sér til að merkja nokkra tugi fugla á ári.“ Merkin voru dýr, takmarkaður fjöldi var í boði og tryggja þurfti skilvirka notkun: „Framvegis verð- ur ... ekki hægt að leyfa mönnum að liggja árum saman með merkja- birgðir á þess að merkja nokkurn fugl.“ Ef Finnur hafði einhverjar efasemdir um dugnað og sam- viskusemi Óskars Sigurðssonar, sem gekk til liðs við hann sama ár og þessi orð voru rituð, sannfærð- ist hann fljótt. Óskar tekur til starfa, „undir lögaldri“ Einn góðan verðurdag árið 1952 hittust þeir Óskar og Friðrik Jes- son, ljósmyndari, kennari og náttúrufræðari, hjá Lyngfelli við Breiðabakka. Friðrik var þar við myndatökur. Hann hafði kennt Óskari leikfimi og þeir tóku spjall saman, „náttúrlega mest um fugla,” segir Óskar. „Ég fór að spyrja hann um fuglamerkingar, ég hafði rekið augun í grein um efnið. Eitthvað vakti áhuga hjá mér. Skömmu seinna fékk ég bréf frá Finni. Það kom mér á óvart og ég á það enn- þá. Ég var ekki kominn á lögaldur, leiðbeiningar Finns gerðu ráð fyrir að þeir sem önnuðust merkingar væru orðnir sextán ára, en ég var aðeins fimmtán ára.“ Það varð úr að Finnur sendi Óskari merki, eitt hundrað stykki á kippu af hverjum stærðarflokki með hlaupandi númerum. „Maður fékk engin tól eða tæki, aðeins merk- in og bækling um hvernig maður ætti að bera sig að. Annars varð ég að læra af reynslunni.“ Óskar minnist þess þegar hann merkti fyrsta fuglinn, 5. maí 1953; það var lundi sem hann veiddi í Höfðan- um. „Hann var svo taugaveiklaður að hann titraði, hann hefur smitast af mér, fundið að ég titraði sjálfur.” En fljótlega vandist þetta. Eftir- væntingin og spennan boðuðu farsælan og ánægjulegan feril. Óskar átti samleið með öðrum kunnum sjálfmenntuðum náttúru- fræðingi, Hálfdáni á Kvískerjum. Hann var líka fimmtán ára þegar hann tók að merkja fugla á sínum heimaslóðum. Þeir Hálfdán urðu kunningjar, kynntust á vertíð í Eyj- um. Báðir funduðu þeir með Finni Guðmundssyni árið 1957, það voru fyrstu kynni Óskars af Finni. Finnur var þá að búa sig undir ferð ásamt Hálfdáni út í Hellisey, en það gaf ekki. Þrem- enningarnir tóku tal saman á Hótel Berg við Heima- götu 4. Ég hef þá verið skammt undan, átta ára gamall, á Bólstað við Heimagötu 18. Skelfing hefði verið gaman að vera fluga á vegg á þessum sögulega fundi! Alls merkti Óskar 91.695 fugla, af um fjörutíu tegundum, mest lunda, fýl og snjótittling; helst vildi hann hafa náð 100.000 fugl- um. Það hefðu verið skemmtileg vertíðarlok. Síðustu fuglarnir sem hann merkti voru tvær skrofur, í september 2014. Hvað rak hann til þessa annasama verkefnis vetur, sumur, vor og haust í rúmlega sex áratugi, meðfram krefjandi verk- efnum fyrir Veðurstofu Íslands? Laun Óskars voru ánægjan við veiðarnar, en ekki síður endur- heimtur merkjanna og vitneskjan sem þær færðu. Árið 1955 hafði hann spurnir af silfurmáfi sem hann hafði merkt. Finnur ritaði Óskari bréf, dagsett 14. ágúst, þar sem segir: „Hér er ein endur- heimt, sem mér hefur nýlega borist tilkynning um: Silfurmáfur (Larus argentatus). Merktur sem ungi 16.7.1954 í Stórhöfða í Vest- mannaeyjum. – Skotinn 6.7.1955 á Vágsfirði í Suðurey í Færeyjum.“ Það voru skemmtileg tíðindi, „fyrsti sigurinn.” „Það ýtti náttúr- lega undir þegar maður fór að fá svoleiðis,“ segir Óskar, „að fá fregn- ir af merkjunum.“ Óskar frétti ekki af endurheimt silfurmáfsins fyrr en fimm vikum eftir að hann var skotinn, en það mátti teljast gott. Það tók sinn tíma að koma bréf- um á milli landa og svo var hitt að „Finnur hafði í mörg horn að líta, vann mest einn, tók bréf úr bunkanum eftir hentisemi.“ Ann- ar sigur vannst þegar Óskar hafði spurnir af lundapysju, sem hann hafði merkt, hún veiddist við Ný- fundnaland. Finnur Guðmunds- son bar honum fregnirnar, þá eins og endranær. Endurheimtur fuglanna sem Óskar merkti voru um 10.000. Heimturnar segja mikið um ferðir og aldur fuglanna. Lundapysjan fer til að mynda oft vestur til Ný- fundnalands á fyrsta hausti. Ferða- lagið virðist taka um sex vikur. Lundar sem Óskar merkti skiluðu sér víða, í Faxaflóa og Breiðafirði, Ló- fóten í Norður-Nor- egi, Færeyjum og Frakklandi. Fýll sem Óskar merkti árið 1970 kom í fiskinet árið 2011, hann hef- ur því orðið minnst fjörutíu og eins árs. Lundamerkingar Lundamer k ingar skipuðu sérstakan sess í starfi Óskars. Hann talar um fjóra flokka: gamla lunda í holu, pysjur í holu, fugla veidda í háf (bæði geldfugla og varpfugla) og flugpysjur sem lenda inn í bæ í Eyjum. Stundum náði Óskar hann þremur kynslóðum, fullorðinn fugl og pysja voru saman í holu og síðan nokkrum árum síðar náði hann „pysjunni“ sem þá var með sína pysju. Fuglarnir virtust vera í sömu holunum ár eftir ár eða á svipuðum stað í fjölmennri byggð- inni: „Ég byrjaði yfirleitt að merkja neðst í brattri byggðinni og fikraði mig upp. Það hefði verið erfiðara að ganga niður á við. Ár eftir ár var fuglinn á svipuðum slóðum, númerin kölluðust á. Þau hækk- uðu jafnan eftir því sem ofar dró.“ Hundruð fugla voru í byggðinni í Höfðanum. Óskar stakk hendinni inn í hol- una, teygði sig inn í hana og greip í nefið á lundanum svo hann biti hann ekki og dró hann út. Ekki var hægt að draga hann á fót- unum, vængirnir rækjust þá í holuveggina og gætu skaddast og fuglinn skeflst. Lundinn gat sér enga björg veitt. „Ég stakk hausnum á fuglinum í poka, hafði fuglinn á hvolfi og merkti fótinn. Fuglinn var stilltur þegar hann var í pokanum, hann sá ekkert út. Svo sleppti ég fuglinum aftur inn í hol- una. Það var reglan, að sleppa ekki Alls merkti Óskar 91.695 fugla, af um fjörutíu tegundum, mest lunda, fýl og snjótittling; helst vildi hann hafa náð 100.000 fuglum. Það hefðu verið skemmtileg vertíðarlok. Síðustu fuglarnir sem hann merkti voru tvær skrofur, í september 2014. Bréf Finns Guðmundssonar til Óskars, dagsett 14. ágúst 1955. Óskar að merkja rituunga. Ljósmynd: Kristján Egilsson. Veggmyndir heima hjá Óskari á Selfossi. Ljósmynd: höfundur.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.