Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 13

Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 13
FYLKIR - jólin 2022 ° ° 13 Í eldgosinu 1973 fór Bakkastígur, ásamt öllum húsum sem við hana stóðu, undir hraun. Að öllum líkindum er nafnið Bakkastígur nefnt eftir jörðinni Gjábakki sem þar var og var með elstu jörðum á Heimaey. Um aldamótin 1900 voru þrjú hús kennd við Gjá- bakka. Við Bakkastíg 25 var hús sem byggt var 1895 af Þorkeli Jónssyni, bróður Einars bónda í Norðurgarði og kallað Eystri-Gjá- bakki. Í gosbyrjun bjuggu í húsinu mæðginin Anna Halldórsdóttir og Bergsteinn Þórarinsson, oftast kallaður Kúti á Gjábakka eða Kúti einhenti. Við Bakkastíg 17 var hús sem var byggt 1901 af Ingimundi Jónssyni og ýmist kallað Gjábakki, Vestri-Gjábakki eða Litli-Gjábakki. Við Bakkastíg 8 var hús sem var byggt 1909 af Jóni Einarssyni kaupmanni og kallað Vestri-Gjá- bakki eða Stóri-Gjábakki. Þar bjó lengi Ásmundur Guðjónsson for- stjóri, kallaður Ásmundur greifi og kona hans Anna Friðbjarnardóttir (Bíbí). Gjábakkajarðirnar Ein elsta heimild sem til er um jarðir í Vestmannaeyjum er frá 1507. Þar er Gjábakki sagður vera í Niðurgirðingu og tilheyra Elliða- eyjarleigumála. Gjábakki hafði því sameiginleg afnot með öðrum jörðum að hlunnindum í Elliðaey. Árin 1596 og 1600 er Gjábakki þurrabúðir eða tómthús en það voru hús sem ekki áttu afnot af jörð eða héldu húsdýr. Ábúendur voru þá sjómenn eða daglauna- menn í verstöð. Í jarðabók Vestmannaeyja 1638 er Gjábakki ein jörð en um 1700 eru tveir ábúendur á jörðinni og í tveimur húsum. Ein besta heim- ild um byggð í Eyjum er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1704. Í bókinni er Vilborgar- staðir taldir elsta býli í Eyjum ásamt Kirkjubæjum, síðan kemur Höfn og þar á eftir Gjábakki. Í árbók Hins Íslenska fornleifafé- lags frá árinu 1913 er sagt frá býli, gerði og girðingum í Vestmanna- eyjum: Gjábakki- nú tvíbýli-er líklegt að sé einn með allra elstu bæjum. Til þess benda einkum hinar fornu kumbaldalegu túngirðingar. Í túngarðinum austan við bæinn er mjög fornleg rúst, er líklegt er að sé af bæ. Vestan undir rústinni er dæld, nefnd Brunnlág, uppfyllt að nokkru leyti. Í henni var stór og forn brunnur fram undir miðja 19. öld. Ólíklegt er að brunnurinn hafi verið byggð- ur þarna, um 40 faðma frá nú- verandi bæ. Frá rúst þessari og hinu forna túngarði nefnist Akur, sem getur hafa verið kornak- ur í fornöld, því nafnið er eldra en frá öðrum fjórðungi 19. aldar þegar Abel sýslumaður hafði Gjábakk- ann til ábúðar og byrjaði á korn- yrkju í Akrinum, sem ekkert varð úr. Kornakur hef- ur samt verið illa settur á þessum stað á sjávar- bakkanum undir sífeldu sjóroki í austanstormum. Nafnið Gjábakki hefur tekið tölu- verðum breyting- um í gegnum árin. 1507 hét Gjábakki „Giabacha“. Á korti sem gert var af Heimaey árið 1776 hét Gjábakki „Gjäbache“. Páll Jónsson skáld sem kallaður var Páll skálda fæddist á Gjábakka 9. júlí 1779. Páll lærði til prests og var síðasti presturinn á Kirkjubæj- um í Vestmannaeyjum, þjónaði þar árin 1822-1837. Hann þótti vel skáldmæltur og talinn gáfumað- ur að upplagi. Páll var faðir Sol- veigar ljósmóður, forstöðukonu fyrsta opinberu fæðingarstofnun- ar landsins, Landlyst. Solveig var amma Ásgeirs Ásgeirsson sem síð- ar varð forseti Íslands Bakkastígur 17 Ingimundur Jónsson bjó á Gjá- bakka á ofanverðri 19. öld og sat jörðina í rúmlega hálfa öld. Hann var fæddur 1829 í Mýrdal og kom- inn til Eyja 1845. Ingimundur var undirforingi í Her- fylkingunni 1858 og síðan bóndi á Gjábakka eftir 1860. Einnig var Ingimundur for- maður og hrepp- stjóri. Húsið Vestri Gjábakka byggði hann 1901 sam- kvæmt heimildum. Til gamans má geta þess að Ingimund- ur þessi á Gjábakka er langa-langafi systkina sem kennd eru við Klöpp hér bæ og flestir kann- ast vel við. Um aldamótin 1900 kemur til Eyja Gunnlaugur Sig- urðsson fæddur 1883 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi og byrjaði sína sjó- mennsku hér með Þorsteini bróð- ur sínum. Gunnlaugur mun fljótt hafa verið þroskamikill, því að árið 1902 rær hann á tólfæringnum Ísafold hjá Friðriki Svipmundssyni og með honum reri hann í margar vertíðir, á áraskipum og mótorbát- um. Mörg sumur reri hann á Aust- fjörðum og var þar formaður. Hér stundaði hann sjóinn yfir 40 ár, var hann formaður með sama bátinn, Skuld, í 13 ár, en hann átti part í þeim báti. Gunnlaugur var orð- lagður sjómaður fyrir dugnað og hreysti. Árið 1906 eignast Gunnlaugur son með Elínu Scheving sem fékk nafn föður síns. Einnig eignaðist Gunnlaugur son árið 1908 er Þor- steinn hét. Þann 17. desember 1909 giftist Gunnlaugur, Jónu El- ísabetu Arnoddsdóttur sem fædd var 1890 í Syðstakoti í Miðnes- hreppi. Hjónin kaupa Gjábakkann af Ingimundi Jónssyni árið 1910 og bjuggu allan sinn búskap þar. Þau eignuðust níu börn: Aðalsteinn Júlíus f. 1910, Friðrik Þórarinn f. 1913, Sigurbjörg f. 1915, Arnoddur f. 1917, Guðbjörg Þorsteina f.1919, Jón f. 1920, Elías f. 1922, Guðný f. 1928, Ingvar f. 1930. Þegar börn þeirra Gunnlaugs og Jónu Elísabetu höfðu stofnað sín heimili, önnur en Jón, og flutt í eigin hús, bjó Jón áfram í Gjá- bakka. Þar bjó hann þar til glóandi hraunið lagði Gjábakkann í eyði um miðjan mars 1973. Jón Gunnlaugsson lýsir gos- nóttinni svona: Nóttina 23. janúar (1973) var ég genginn til náða. Brátt kom bróðir minn Ingvar, sem átti hús spölkorn þarna frá, bankaði á gluggann hjá mér og tilkynnti mér að eldgos væri hafið rétt hjá Helgafelli. Á stuttum tíma mátti sjá að eldhafið breiddi úr sér. Líkur væru á að ógn gæti stafað af þessum hamförum, einkum í námunda við eldsupptökin. Augljóst þótti að fólk var ekki óhult í húsum sínum þar í grennd. Fljótlega var tekin sú ákvörðun að tæma Eyjarnar. Bátar voru sendir til Þorlákshafnar með fólk sem óskaði að fara. Þeim fjölg- aði fljótt sem fóru. Eins var flog- ið með sauðfé og hænsni úr búi Guðlaugs Guttormssonar í Lyng- felli. Ég var ekki sáttur við að yfir- gefa Eyjarnar. Þess í stað gerðist Hús og fólk VI Gjábakki – Bakkastígur 17 Gjábakki, Bakkastígur 17. Málverk eftir Bjarna Jónsson f. 1934 - d.2008 listmálara og kennara í Vestmannaeyjum 1955-1957. Málverkið er eign Elísabetar Arnoddsdóttur. Jón Gunnlaugsson. Augljóst þótti að fólk var ekki óhult í húsum sínum þar í grennd. Fljótlega var tekin sú ákvörðun að tæma Eyjarnar. Bátar voru sendir til Þorlákshafnar með fólk sem óskaði að fara. Þeim fjölgaði fljótt sem fóru. Eins var flogið með sauðfé og hænsni úr búi Guðlaugs Guttormssonar í Lyngfelli. Ég var ekki sáttur við að yfirgefa Eyjarnar. Þess í stað gerðist ég starfsmaður Viðlagasjóðs, sem hafði forgöngu um björgun. GREINARHÖFUNDUR: ÍVAR ATLASON Fasteignamat 1918- Gjábakki vestri þurrabúð.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.