Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 31
FYLKIR - jólin 2022
°
°
31
Hörður fékk „hart” uppeldi frá
eldri bræðrum sínum, þ.e.a.s.
þeim sem tilheyrðu yngri hluta
systkinahópsins! Steinholts-
parturinn, þau systkinanna sem
uppalin voru í miðbænum, var
á förum eða farinn að heiman.
Illugagötuarmurinn var allur
borinn í þennan heim á 6. ára-
tugnum nema Hörður auðvit-
að. Sá hluti tók sem sé að sér að
ala þann yngsta upp og koma
honum til manns. Tókst Hörð-
ur á við alls kyns þrautir, sem
víkkuðu sjóndeildarhring hans.
Hann öðlaðist m.a. þá reynslu
að missa hreyfifærni í útlimum,
og reyndar í skrokknum öllum ...
og missa sjón á báðum!
Haltir munu ganga …..
blindir öðlast sýn
Hörður átti það til að sofa vært á
daginn, tók svona síðdegislúr, og
svaf þá svo fast, að nær ómögu-
legt var að vekja hann. Þetta
var svo sannarlega svefn hins
saklausa, ósnortinn af syndum
heimsins! Eldri systkin, ónefnd,
og systursonur, einnig ónefndur,
vildu prófa viðbrögð þess litla,
sem var vafinn, steinsofandi,
þétt inn í dregil alla leið frá fót-
um og upp að hálsi.
Hann hreyfði hvorki legg né
lið á meðan þeir eldri vönd-
uðu “múmíuvafninginn” sem
best þau máttu. Þá báru þau
frændsystkin “vafninginn” á milli
sín inn í stóran fataskáp, þar sem
hann var lagður til og þau gátu
skriðið inn í og lokað að innan-
verðu.
Þarna var niðamyrkur, og
nú var komið að því að vekja
drenginn. Það tókst og var hon-
um þá tilkynnt, óvenju blíðri
röddu, að hann hefði sofið svo
fast og lengi, að nú væri hann
orðinn blindur! Þessi skelfilega
“staðreynd” varð þeim litla ljós,
þegar hann, af öllum mætti,
glennti upp glyrnurnar svo mjög
sem hann mátti í myrkvuðum
skápnum.
Ekkert ljós, engin ljóstýra,
engin sýn! Og blíða röddin varð
nú full samúðar, þegar hún boð-
aði „hinum blinda” enn verri tíð-
indi: Sjónin væri ekki einungis
farin heldur einnig máttur í út-
limum! Þetta voru hrikaleg tíð-
indi fyrir „vafninginn”, sem áttaði
sig nú á, að hann gat sig hvergi
hreyft þótt hann hamaðist eins
mögulega og hann mátti!
Hann var greinilega bæði
blindur og lamaður! Eigi fer
sögum af viðbrögðum, þegar
skáphurðin var opnuð! En „haltir
munu ganga og blindir fá sýn”.
Sá boðskapur í biblíusögum
Barnaskólans sagði Herði, að allt
er mögulegt og engar hindranir
óyfirstíganlegar! Reynslan í fata-
skápnum varð að fullvissu um
sannleiksgildi þessara skilaboða
í hinni helgu bók.
Undraveröld Illugagötunnar
Hörður ólst upp í undraveröld Ill-
ugagötunnar. Þar voru endimörk
bæjarins. Engar götur fyrir vest-
an nema stubburinn, Brekkugat-
an. Og þar fyrir vestan úfið
hraunið úr Helgafelli. Ósnortið af
mannskepnunni nema nokkrum
kálgörðum, túnskikum og trön-
um með signum, hertum keilum
og löngum. Annars bara enda-
laust hraun með alls kyns strýt-
um, kvosum og hvömmum.
Í bland við öll þessi náttúru-
undur kom hugarheimur krakk-
anna og úr varð einstök sam-
suða ímyndunar og veruleika.
Sjónvarpið var að stíga sín fyrstu
skref og Bíóhöllin sá krökkunum
fyrir hetjum Hollywood, sem
riðu um á sléttum Ameríku og
skutu niður óvinveitta, skraut-
lega Indíána. Helgafellshraunið
varð vettvangur fyrir allt þetta,
sem raungerðist þar og endur-
skapaði nýja veröld.
Hinsta óskin
Öll húsin við Illugagötu voru full
af krökkum. Þótt friður ríkti þar
löngum, sló stundum í brýnu
með þeim. Einn strákurinn,
ónefndur, var óforbetranleg-
ur grjótkastari, enda nóg til af
grjóti! Illugagatan ómalbikuð
og brunnið hraungrýti úti um
allt „inni í hrauni”. Varð grjótregn
kastarans yfir félagana stundum
meira en góðu hófi gegndi, en
hann var sérlega iðinn við „grjót-
kolann” og fann fjölmörg tilefni
til þess að nota þetta efni nátt-
úrunnar.
Oft var reynt að stöðva þetta
grjótkast og ýmsum aðferðum
beitt án mikils árangurs. Loks
var þolinmæðin á þrotum og
ákveðið að grípa til örþrifaráða.
Grjótkastarinn var lokkaður
„Inn í hraun”, nánar tiltekið í
jaðar Brimhólalautar, þar sem
inngangurinn í íþróttahöllina
er núna. Allt er þetta umhverfi
gjörbreytt og nær óþekkjanlegt í
dag. Illugagötuhópurinn mynd-
aði hring um hinn seka, Hörður
var hluti af hringnum, einn af
yngri peyjunum að þessu sinni.
Komið að örlagastundu
Nú tók rás Hollywoodmyndanna
yfirhöndina. Grjótkastaranum
var tilkynnt, að komið væri að
örlagastundu. Hæsti réttur peyj-
anna hefði ákveðið, að brot hans
væru svo alvarleg, að ekkert
annað en dauðadómur kæmi til
greina! Það glitti í vasahnífa hjá
sumum þeirra eldri og kastarinn
ötuli áttaði sig á alvöru málsins!
Engin undankomuleið og hon-
um allar bjargir bannaðar? En
viti menn! Nú reyndist kunnátta
í Hollýwoodfræðum betri en
engin innan um hraungrýtið og
skreiðina sem skrölti í drunga-
lega á trönunum! Grjótkastarinn
átti inni óvænt bragð úr Bíóhöll-
inni: Var ekki hinsta ósk? Það var
alltaf í bíómyndunum.
Menn litu hver á annan. Jú,
það var alltaf í bíómyndunum!
En voru ekki brögð í tafli? Hr-
ingurinn um „hinsta óskhafann”
þéttist. Hann skyldi ekki sleppa,
þótt tökin á honum væru leyst.
Grjótkastarinn stakk hönd í
vasann og dró upp Bismarck-
brjóstsykurpoka? “Má ekki bjóða
ykkur „brussik” strákar?” Pokinn
gekk tvo hringi……. og hópur-
inn leystist upp, með loforðum
um bætta hegðun ….. enn einu
sinni!
Þegar öll sund virðast lokuð, er
alltaf von. Þetta lærði Hörður við
lautina gömlu og sá lærdómur
hefur gagnast honum síðan!
Sögur frá Bigga bróður:
Hörður fékk hart
uppeldi frá eldri
bræðrum
nú er komið að næsta stoppi sem
var Mosfellsbær þar sem fjölskyld-
an settist að eftir gosið 1973.
„Þar kláraði ég grunnskólann og
eftir það flyt ég til Eyja og er til að
byrja með hjá Hrefnu systir og fer í
Iðnskólann. Lærði hjá snillingnum
honum Matta Boga í Ísfélaginu og
lauk þar sveinsprófi í vélvirkjun.
Þá hafði ég kynnst eiginkonunni,
Bjarneyju Magnúsdóttur og við
ákváðum að fara til Reykjavíkur í
nám, ég í Tækniskólann og hún í
Fóstruskólann,“ segir Hörður sem
fann sig ekki í tæknifræðinni og
byrjaði að vinna hjá Vífilfelli sem
framleiddi Kóka kóla á Íslandi.
Verksmiðjustjóri hjá Davíð
Scheving
„Ég var kominn í ágætis stöðu og
má segja að þar hafi ég haldið
áfram tækninámi því þeir borguðu
ýmiskonar menntun fyrir mig um
allan heim. Þetta var innanbúðar-
skóli hjá Kóka kóla og þar var ég í
átta ár og endaði þar sem yfirmað-
ur tæknideildar. Þá bauð Davíð
Scheving Thorsteinson, sem þá
var framkvæmdastjóri hjá Smjör-
líki og Sól mér stöðu verksmiðju-
stjóra hjá fyrirtækinu, sem ég
tók. Þetta var í kringum 1985 og
Davíð atkvæðamikill í íslensku at-
vinnulífi. Sól framleiddi þá Svalann
sem flestir þekkja og hið alræmda
Ískóla, ásamt drykkjum fyrir Seltz-
er Drinks í Bretlandi “
Þegar Seltzer Drinks keypti hluta
af verksmiðjunni og flutti til Wales
fylgdi Hörður með. „Mér var boðið
að halda áfram með verksmiðjuna
á erlendri grundu og við fjölskyld-
an fluttum út. Ég var með tveggja
ára samning við fyrirtækið og eftir
að samningurinn rann út ákvað ég
að bíða með að flytja heim og nota
tækifærið að fara í nám í nýsköpun
og frumkvöðlastarfsemi.
Tók að mér ýmis verkefni sem flest
tóku þrjá til fjóra mánuði. Þessi
heimur, framleiðsla gosdrykkja
og áfengis er ekki stór og margir
sem vissu af mér og vildu fá mig
í vinnu. Vann m.a. hjá fyrirtæki
sem framleiddi ýmiskonar áfengi,
Gin, Vodka og Whisky. Ég ferðað-
ist mjög víða og setti upp bjór-
verksmiðjur í Albaníu, Frakklandi
og Englandi. Þetta gekk þannig
fyrir sig að fyrirtæki voru að fjölga
framleiðslulínum, eða voru að
breyta hjá sér áherslum. Mitt ver-
kefni var koma
síðan viðkom-
andi búnaði í
gang, ráða fólk
og hefja fram-
leiðslu. Ég var
í þessu í sex ár
og allan tímann
bjuggum við í
Wales.“
Heim á ný
Árið 2000
fannst þeim
komið nóg af
útlöndum og
flytja til Íslands,
í Mosfellsbæ-
inn og Hörður
fer að vinna hjá
Impru á Iðn-
tæknistofnun.
Á vegum Impru
ferðaðist hann
mikið. „Ég kom
t.d. á sambandi
við framleið-
endur íhluta
og sérsmíði á Taívan, Vietnam og
víðar í Asíu en alltaf að auka við
menntun mína með starfi. Ég fór
í markaðsfræði, viðskiptafræði og
hagfræði. Flakkaði á milli, tók sum-
arnámskeið í stærðfræði og öllum
fjáranum,“ segir Hörður sem hafði
næst viðkomu sem ráðgjafi hjá
fasteignafélagi.
„Í hruninu
ákvað ég að taka
mér ársfrí frá vinnu
og klára mastersrit-
gerð í kennslu og
uppeldisfræðum
og kláraði, grunn
og framhaldsskóla-
kennarann. Fór
að kenna í Fjöl-
brautarskólanum á
Akranesi árið 2010.
Jafnframt sá ég
um alla kennslu í
Stóriðjuskóla Norð-
uráls, kenndi við
Símenntunarmið-
stöð Vesturlands,
F i s k t æ k n i s k ó l -
ann í Grindavík,
Flensborgarskóla
í Hafnarfirði. Tók
að mér forfalla- og
sérkennslu,“ segir
Hörður en vatnaskil
urðu þegar hann
lendir í mjög alvar-
legu slysi 2015 á
leið til vinnu upp á Skaga.
„Svaðalegum árekstri og á þeim
tímapunkti þá fannst mér vera
kominn hálfleikur. Var heppinn að
drepa mig ekki. Við fórum að leita
okkur að húsi í Vestmannaeyjum.
Þetta var 2018, fundum ekkert hús
og byggðum nýtt vestur á Hamri.
Í byrjun var hugmyndin að kenna
eitthvað lítið hér við Framhalds-
skólann þar sem ég taldi að þar
vantaði kennara en svo var ekki.
Svo bauðst starfið hjá Sagnheim-
um. Ég fékk það en síðan kemur
Covid. Safninu lokað og ég sat bara
beið en þá lánaði Vestmannaeyja-
bær mig í Þekkingarsetrið þar sem
þáverandi framkvæmdarstjóri
hafði tekið árs frí. Þegar hann kom
svo ekki til baka var mér boðin
framkvæmdastjórastaðan og hér
er ég og get ekki annað. Römm er
Eyjataugin, slitnar ekki þó stund-
um teygist á henni,“ sagði Hörður
að endingu.
Smá slökun á Bretlands árunum. Hörður með dæturnar tvær, Rúnu Sif, sú eldri og Herdísi.
Þegar Hörður bjó í Reykjavík, þá náði hann tengingunni við náttúr-
una og Eyjarnar með því að skreppa reglulega á sjóstöng í Hvalfirði.
Hörður aðstoðar að setja upp vatnsverksmiðju í Borjomi í Georgíu.
Þessi heimur,
framleiðsla
gosdrykkja og
áfengis er ekki
stór og margir
sem vissu af mér
og vildu fá mig
í vinnu. Vann
m.a. hjá fyrirtæki
sem framleiddi
ýmiskonar áfengi,
Gin, Vodka og
Whisky.