Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 14
14 FYLKIR - jólin 2022
°
°
ég starfsmaður Viðlagasjóðs,
sem hafði forgöngu um björgun.
Vélum og öðrum verðmætum úr
fiskvinnsluhúsunum, sem mest
þóttu í hættu, var bjargað. Auk
þess að fjarlægja vikur af götum,
húslóðum og öllu bæjarlandinu,
var kirkjugarðurinn hreinsaður.
Það sýndi hvaða hug Eyjabúar
báru í brjósti til náttúruperlunn-
ar Herjólfsdals, að ekki var við
unað að sjá svarta vikurflekki á
grænu grasi Dalsins. Höfn Eyj-
anna fór heldur ekki varhluta af
vikurfallinu.
Með dýpkunarskipi Eyjanna var
aukin áhersla lögð á að fjarlægja
vikur og sand úr höfninni. Á graf-
skipið vantaði mann, var mér
boðin vinna þar, sem ég þáði.
Eftir því sem stærri hluti byggðar-
innar varð eyðileggingunni að
bráð, fór vonin dvínandi um að
búseta yrði hér í bráð. En þegar
neyðin er stærst, þá er hjálpin
næst. Það voru tvímælalaust
allir sem lofuðu Guð, þegar sú
frétt spurðist, að hraunrennslið
stöðvaðist á síðustu stundu, áður
en innsiglingin inn í höfnina lok-
aðist. Þegar sjálft eldgosið fór
dvínandi, gerðist fólk vonbetra
á framhald byggðar í Eyjum.
Þessi von varð, sem betur fór
að veruleika. Atvinnulífið sótti í
sinn gamla farveg. En segja má
að ekki hafi allar óskir ræst, því
enn í dag vantar nokkuð uppá
að fólksfjöldinn nái, því sem var
áður.
Mín frásögn af miklu lengri
sögu, verður ekki öllu lengri. Mín
reynsla að vera andspænis slík-
um gífurlegum mætti, ná engin
orð að lýsa. Þessi máttur getur
jafnvel yfirbugað okkar lífsvon. Á
slíkum stundum leitar hugurinn
til annarrar vonar. En það er til
máttarins sem stýrir stjarnaher
og stjórnar veröldinni.
Bakkastígur
-Gjábakkastígur
Það hlýtur að hafa verið gott að
búa og alast upp á Gjábakka. Eins
og komið hefur fram þá bjuggu
þau Jóna Elísabet og Gunnlaug-
ur allan sinn búskap á Gjábakka,
Bakkastíg 17. En kannski færri vita,
að öll systkinin nema tvö bjuggu
einnig á Bakkastíg fram að gosi.
• Bakkastígur 9 efri hæð – Arnodd-
ur Gunnlaugsson og fjölskylda
• Bakkastígur 9 neðri hæð – Sigur-
björg Gunnlaugsdóttir
• Bakkastígur 17 – Jón Gunnlaugs-
son
• Bakkastígur 21 – Ingvar Gunn-
laugsson og fjölskylda
• Bakkastígur 23 – Guðbjörg Þor-
steina Gunnlaugsdóttir
• Bakkastígur 23 – Friðrik Þórarinn
Gunnlaugsson
• Bakkastígur 27- Guðný Gunn-
laugsdóttir
Innsiglingin frá Klettsnefi eða Vík-
inni svokölluðu og inn í höfn var
kölluð „ Leiðin“ í gamla daga. Í
vondum veðrum gat „Leiðin“ ver-
ið ófær skipum og bátum, sem
sjófarendur gátu ekki áttað sig á,
séð frá sjó. Á fyrri hluta síðustu
aldar, var reist stór flaggstöng á
vörðu austur af Gjábakka sem
sást vel austur fyrir Ystaklett, sem
margir eldri Eyjamenn muna eftir.
Ef flaggað var á flaggstönginni á
Gjábakka þá var
„Leiðin“ ófær. Eftir
eldgosið 1973 var
þetta vandamál
úr sögunni, því
nýja hraunið veitir
mikið skjól.
Guðný Gunn-
laugsdóttir
Guðný Gunn-
laugsdóttir er
fædd á Gjábakka
þann 6. mars 1928
og er því orðin
94 ára gömul,
ern eftir aldri, og
heldur enn heimili
að Höfðavegi 37.
Heyrnin er aðeins
farin að gefa eftir,
en Guðný lætur
það ekki trufla sig,
því hún er staðföst
og dugleg eins og
hún á kyn til. Ég
settist niður með
þeim frænkum
mínum, nöfnum
og mæðgum við eldhúsborðið að
Höfðavegi 37 til að rifja upp liðinn
tíma og skauta yfir lífshlaup Guð-
nýjar á Gjábakka sem fer að telja
heila öld. Guðný er sú eina sem
er á lífi af Gjábakkasystkinum, sem
fæddist og átti heima á Gjábakka.
Ég byrjaði á því að spyrja hana
um Bakkastíg 17 eða Gjábakka
og þau nöfn sem ég hef séð hús-
ið vera kallað, þ.e.a.s. Gjábakki
– Vestri-Gjábakki – Litli-Gjábakki.
Hún setti í brýnnar og horfði í
augun á mér „Húsið hét Gjábakki
og ekkert annað. Eystri-Gjábakki
var húsið sem Kúti átti heima í og
Vestri-Gjábakki var húsið sem Ás-
mundur greifi átti.“ Ekki þurfti að
ræða þetta nánar.
Fyrstu minningarnar
frá Gjábakka
„Mínar fyrstu minningar frá Gjá-
bakka eru frá okkur systkinum, mér,
Ingvari, Jóni og mömmu og pabba.
Ég er næst yngst en hin sex systkin-
in mín voru farin að heiman þegar
ég fór að muna eftir mér. Þetta var
óskaplega lítið hús og hlýtur að
hafa verið mjög þröngt í búi fyrstu
árin. Sunnan megin í húsinu var við-
bygging eða bíslag með útihurð sem
sneri í vestur. Þegar gengið var inn,
kom gangur inn í eldhús. Úr þessum
gangi var gengið inn í herbergi sem
var í suðaustur horni hússins, þar
var Jón bróðir. Í norðaustur horninu
var þvottahús og klósett. Norðvest-
an megin í húsinu var lítið herbergi
en þar sváfu mamma og pabbi. Síð-
an kom stofan. Suðvestan megin í
húsinu og í einu horninu var rúm og
þar sváfum við Ingvar bróðir einnig.
Eldhúsið var norðanmegin í húsinu
og þar var kolaeldavél. Í svefnher-
berginu hjá mömmu og pabba var
einhverskonar kamína sem brenndi
timbri og við hana tengdur einn stór
ofn. Vestan við húsið var hlaðinn
brunnur þar sem vatni af þakinu
var safnað saman. Ég man eftir
því, hvað við þurftum oft að fara út
og aftengja rörið frá þakinu, þegar
austan hvassviðri og sjórok var, svo
salt kæmist ekki í vatnið. Húsið var
svo austarlega og töluvert sjóbað í
verstu veðrum. Útikamrar voru til
að byrja með, en síðan kom klósett
inn í húsið, við þvottahúsið.
Systkini mín sem voru farin að
heiman þegar ég man fyrst eftir mér,
komu oft og sum nær daglega á Gjá-
bakka í smá spjall við fjölskylduna.
Um jólin komu allir saman, og þá
var sko þröngt í búi en voðalega
gaman. Á aðfangadag voru alltaf
svið en á jóladag og annan í jól-
um steikt kindakjöt eða hangikjöt.
Skata á Þorláksmessu þekktist ekki
þá, við borðuðum skötu allt árið um
kring, það var hluti af heimilismatn-
um. Ég man að það var alltaf spilað
á jólunum, man bara ekki hvað var
verið að spila, það var mjög gaman
og mikið fjör. Það gekk töluvert á í
spilamennskunni og mikið þrasað
eins og Gjábökkum er einum lagið.
Á þessum árum
var algengt að ein-
hverskonar búskap-
ur væri einnig, því
fjölskyldur voru
oftast stórar og
mörg börn. En ég
man aldrei eftir
neinu dýrhaldi á
Gjábakka.“
Menntun
„Ég útskrifaðist
sem gagnfræðing-
ur 1945 og fór
í framhaldinu
á heimavistina
á Laugarvatni
að læra íþrótta-
kennarann. Ég
man að ég fór
með mótorbát frá
Eyjum, mig minnir
til Þorlákshafnar
og þaðan land-
leiðina á Laugar-
vatn. Á þessum
tíma voru sam-
göngur stopular
svo þetta var töluvert ferðalag frá
Eyjum á Laugarvatn. Við fengum
jólafrí og fórum þá út í Eyjar. Það
var einnig Eyjastrákur að læra á
Laugarvatni á sama tíma, hann var
frá Hjálmholti, þar bjuggu foreldra
Aftari röð frá vinstri: Ingvar Gunnlaugsson, Elías Gunnlaugsson, Jón Gunnlaugsson, Arnoddur Gunn-
laugsson, Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson, Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson og Guðný Gunnlaugsdóttir.
Neðri röð frá vinstri: Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir, Jóna Elísabet Arnoddsdóttir, Gunnlaugur
Sigurðsson og Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir.
Frá vinstri: Jens Kristinsson, Guðný Gunnlaugsdóttir, Guðný Jensdóttir, Elías Vigfús Jensson og Jensína
Kristín Jensdóttir.
„Gjára“ voru fjölmennir við Bakkastíginn.
Á aðfangadag
voru alltaf svið
en á jóladag
og annan í
jólum steikt
kindakjöt eða
hangikjöt. Skata
á Þorláksmessu
þekktist ekki þá,
við borðuðum
skötu allt árið
um kring, það
var hluti af
heimilismatnum.