Ský - 01.08.1998, Page 18

Ský - 01.08.1998, Page 18
Bubbi Morthens trónir enn á stallinum sem kóngurinn, en er um leið afar umdeild persóna. Á átján ára ferli hefur hann ætíð farið sínar eigin leiðir, gefið skít í almenningsálitið og oft hlotið bágt fyrir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir hafði heyrt eitt og annað huíslað um Bubba en ákuað að kynnast honum sjálf og dæma suo. LJÓSM.: PÁLL STEFÁNSSON Eg er stundvís, ég er virkur tónlistarmaður, ég er góður í því sem ég geri, ég er ástríkur og ég á helling af kærleika. Ég á það til að ljúga, ég get verið óheiðarlegur, leiðinlegur í skapinu, sjálfselskur og eigingjam, latur ef svo ber undir, falskur, jafnvel, maður sem hefur tuttugu, þrjátíu grímur. Og allt er þetta satt í eðli sínu, en það segir ekki neitt um mig,“ svaraði Bubbi Morthens þegar ég bað hann að gefa mér lýsingu á sjálfum sér. „Ég reyni að vera heiðarlegur í einu og öllu sem ég geri. Ég hef marga góða kosti, en einnig marga slæma galla. Ég get verið funheitur og ég get verið ískaldur en í eðli mínu er ég afskaplega rólegur í tíðinni, heimakær, einlægur og ljúfur,“ heldur Bubbi áfram en segist þó aldrei geta orðið tæ- mandi í sjálfsskoðun sinni, enda ekki sami maðurinn og hann var fyrir fimm eða tíu árum síðan. Hefur hann þá týnt sjálfum sér eða fundið frá því hann byrjaði í rokkinu? „Ég held að í dag sé ég nær því að vita nokkurn veginn hver ég er. Hinsvegar var ég aldrei týndur, heldur bara á allt annarri leið sem tvítugur maður en núna. Hugsunarháttur og

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.