Ský - 01.08.1998, Side 38
YFjaturinn í (friidi
- saga út affyrir sig
inu
Nýr sumarmatseðill Grills-
ins verður ráðandi fram til
hausts. Seðillinn byggir á
léttklassískri matargerð en í
honum gætir jafnframt tölu-
verðra áhrifa frá ströndum
Miðjarðarhafsins. Matseðlar
eru breytingum háðir eins
og allt í henni veröld. Okkur
lék því forvitni á að vita
hvort einhverjir réttir væru
lífseigari en aðrir á matseðli
Grillsins. Ragnar Wess-
mann, framleiðslu- og
þróunarstjóri, varð fyrir
svörum.
Lambib lifir
„Við þurfum að hafa alþjóðlegt
yfirbragð á matseðlinum því
hingað kemur fólk alls staðar
að. Þrátt fyrir breytingar og
tískusveiflur ffá einu ári til ann-
ars heldur lambakjötið alltaf
vinsældum sínum. Þar gildir
einu hvort um er að ræða inn-
lenda eða erlenda gesti.
Lífseigastur allra rétta er þó
sennilega fískrétturinn Saga-
gratín. Við höfum ítrekað kippt
honum af matseðli en sett hann
jafhharðan inn aftur vegna óska
ffá gestum,“ segir Ragnar.
Einstakt útsýni
Maturinn í Grillinu er saga
út af fyrir sig. Þrátt fyrir lið-
lega 30 ára feril er engan bil-
bug að finna á þeim gæðum
og glæsileika sem einkenna
staðinn. Þótt maturinn og
þjónustan séu aðalsmerki
Grillsins má ekki gleyma ein-
stöku útsýni, sem gestir fá í
kaupbæti! Eftir að miðhluti
salarins var hækkaður upp
njóta allir gestir útsýnisins,
ekki aðeins þeir sem sitja við
glugga.
t tðaíuncli
matáeðiii
inn
Þegar sumarmatseðli
Grillsins sleppir þann 15.
september tekur annar við
sem einkennist af íslenskri
villibráð. Þar notast mat-
reiðslumeistarar eldhússins
sem mest við íslenskar
kryddjurtir á borð við blóð-
berg, hvönn, fjallagrös, súr-
ur og fleira.
I jólamánuðinum er í gangi
sérstakur hátíðarmatseðill;
samsettir þriggja og fjög-
urra rétta sannkallaðir sæl-
keraseðlar. A nýársdag tek-
ur svo við fjórði matseðill-
inn í hringrásinni. Hann er
í gildi þar til sumarmatseð-
ill tekur við á ný.
í áun
Eins og fyrsta flokks hótel-
um sæmir bjóða Hótel Saga
og Hótel Island gestum
sínum margvíslega þjón-
ustu. Og þjónustan er ekki
alltaf bundin við hótelin
sjálf.
Þannig býður Hótel Island
gestum sínum afnot af
Laugardalslauginni án end-
urgjalds. A sama hátt geta
gestir Hótels Sögu brugðið
sér í sund í Sundlaug Vest-
urbæjar. Laugarnar eru
báðar í þægilegu göngufæri
frá hótelunum.
Gestum Hótels íslands
bjóðast ókeypis afnot af
bílageymslu sem hótelið
hefur til yfirráða. Þessi
þjónusta hefur verið nýtt í
vaxandi mæli, ekki síst af
fólki sem kemur akandi ut-
an af landi. Og í norðan-
garranum á veturna spillir
ekki fyrir að hafa fjarstýr-
ingu sem opnar og lokar
hurðinni.
^^lðcjencji
jallaSra
Bæði hótelin bjóða upp á
herbergi sem eru sérstak-
lega hönnuð með þarfir
fatlaðra í huga. Sum her-
bergjanna hafa verið löguð
enn frekar að þessum þörf-
um eftir ábendingar hreyfi-
hamlaðra sem hafa gist þar.
„Það er margt sem gleym-
ist að taka tillit til, jafnvel
þótt ætlunin sé að laga
hótelin að þörfum þeirra
sem t.d. eru bundnir hjóla-
stólum," segir Sigurbergur
Steinsson, Hótel Islandi.
„Þannig höfum við t.d.
breytt hæð rúma og sett
lægri fataslá í skápa eftir
ábendingar fatlaðra. Við
tökum fegins hendi við öll-
um ábendingum sem gera
okkur kleift að sinna sem
fjölbreytilegustum þörfum
gestanna enn betur,“ bætir
hann við.
Þá má nefna, að á báðum
hótelunum er að finna her-
bergi, sem sérstaklega eru
ætluð fólki sem er hætt við
ofnæmi. Á gólfi þeirra er
parket í stað teppa, ekki er
dúnn í sængurfötum og
fleira mætti nefha.
Vefslóð:
www.hotelsaga.is