Ský - 01.08.1998, Qupperneq 38

Ský - 01.08.1998, Qupperneq 38
YFjaturinn í (friidi - saga út affyrir sig inu Nýr sumarmatseðill Grills- ins verður ráðandi fram til hausts. Seðillinn byggir á léttklassískri matargerð en í honum gætir jafnframt tölu- verðra áhrifa frá ströndum Miðjarðarhafsins. Matseðlar eru breytingum háðir eins og allt í henni veröld. Okkur lék því forvitni á að vita hvort einhverjir réttir væru lífseigari en aðrir á matseðli Grillsins. Ragnar Wess- mann, framleiðslu- og þróunarstjóri, varð fyrir svörum. Lambib lifir „Við þurfum að hafa alþjóðlegt yfirbragð á matseðlinum því hingað kemur fólk alls staðar að. Þrátt fyrir breytingar og tískusveiflur ffá einu ári til ann- ars heldur lambakjötið alltaf vinsældum sínum. Þar gildir einu hvort um er að ræða inn- lenda eða erlenda gesti. Lífseigastur allra rétta er þó sennilega fískrétturinn Saga- gratín. Við höfum ítrekað kippt honum af matseðli en sett hann jafhharðan inn aftur vegna óska ffá gestum,“ segir Ragnar. Einstakt útsýni Maturinn í Grillinu er saga út af fyrir sig. Þrátt fyrir lið- lega 30 ára feril er engan bil- bug að finna á þeim gæðum og glæsileika sem einkenna staðinn. Þótt maturinn og þjónustan séu aðalsmerki Grillsins má ekki gleyma ein- stöku útsýni, sem gestir fá í kaupbæti! Eftir að miðhluti salarins var hækkaður upp njóta allir gestir útsýnisins, ekki aðeins þeir sem sitja við glugga. t tðaíuncli matáeðiii inn Þegar sumarmatseðli Grillsins sleppir þann 15. september tekur annar við sem einkennist af íslenskri villibráð. Þar notast mat- reiðslumeistarar eldhússins sem mest við íslenskar kryddjurtir á borð við blóð- berg, hvönn, fjallagrös, súr- ur og fleira. I jólamánuðinum er í gangi sérstakur hátíðarmatseðill; samsettir þriggja og fjög- urra rétta sannkallaðir sæl- keraseðlar. A nýársdag tek- ur svo við fjórði matseðill- inn í hringrásinni. Hann er í gildi þar til sumarmatseð- ill tekur við á ný. í áun Eins og fyrsta flokks hótel- um sæmir bjóða Hótel Saga og Hótel Island gestum sínum margvíslega þjón- ustu. Og þjónustan er ekki alltaf bundin við hótelin sjálf. Þannig býður Hótel Island gestum sínum afnot af Laugardalslauginni án end- urgjalds. A sama hátt geta gestir Hótels Sögu brugðið sér í sund í Sundlaug Vest- urbæjar. Laugarnar eru báðar í þægilegu göngufæri frá hótelunum. Gestum Hótels íslands bjóðast ókeypis afnot af bílageymslu sem hótelið hefur til yfirráða. Þessi þjónusta hefur verið nýtt í vaxandi mæli, ekki síst af fólki sem kemur akandi ut- an af landi. Og í norðan- garranum á veturna spillir ekki fyrir að hafa fjarstýr- ingu sem opnar og lokar hurðinni. ^^lðcjencji jallaSra Bæði hótelin bjóða upp á herbergi sem eru sérstak- lega hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Sum her- bergjanna hafa verið löguð enn frekar að þessum þörf- um eftir ábendingar hreyfi- hamlaðra sem hafa gist þar. „Það er margt sem gleym- ist að taka tillit til, jafnvel þótt ætlunin sé að laga hótelin að þörfum þeirra sem t.d. eru bundnir hjóla- stólum," segir Sigurbergur Steinsson, Hótel Islandi. „Þannig höfum við t.d. breytt hæð rúma og sett lægri fataslá í skápa eftir ábendingar fatlaðra. Við tökum fegins hendi við öll- um ábendingum sem gera okkur kleift að sinna sem fjölbreytilegustum þörfum gestanna enn betur,“ bætir hann við. Þá má nefna, að á báðum hótelunum er að finna her- bergi, sem sérstaklega eru ætluð fólki sem er hætt við ofnæmi. Á gólfi þeirra er parket í stað teppa, ekki er dúnn í sængurfötum og fleira mætti nefha. Vefslóð: www.hotelsaga.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.