Ský - 01.08.1998, Page 72

Ský - 01.08.1998, Page 72
ICYNNINGARSÍÐUR Nova Scotia / Arið 1749 var borgin Halifax stofnuð, alþjóðleg borg þar sem fortíð og nútíð lifa hlið við hlið. 200 ára göm- ul húsin í Historic Properties, glitrandi skýjakljúfar og tískuverslanir deila með sér hafnarbakkanum þar sem allt iðar af lífi. Langi þig til að versla er Halifax rétti staöurinn. Líttu inn í fataverslanirnar og skoðaðu nýjustu tískuna eða upp- götvaðu sérkennilegar handunnar gersemar í listmunaversl- unum borgarinnar. I’arna eru einnig fyrsta flokks gjafavöru- verslanir sem uppfylla jafnvel kröfur hinna vandlátustu. I björtum og rúmgóðum verslanamiðstöðvunum rná gera öll innkaup undir sama þaki. Og þarna eru stórar lagersölur líka. Steinlagðir göngustígarnir Privateers Wharf í Historic Properties-hverfinu liggja að enduruppgerðum pakkhúsum sem hafa að geyma afar einstakar sérvöruverslanir og út- sölustaði fýrir alls konar varning beint frá framleiðendum á hagstæðu verði. I Historic Properties er upplagt að kaupa handa ástvin- um hefðbundnar gjafavörur sem tengjast sjónum. Verslanir í Privateers Wharf eru einnig opnar á sunnudögum. í miðbæ Halifax er þægilegt að rölta um og versla. Gott er að ganga um litríkar göturnar með trjám á báðar hendur, og verslanir, kaffihús og einstaka matsölustaði. Síödegis geta rnenn dólað sér í miðbænum og skoðað í margvísleg vöru- hús, gjafavöruverslanir og verslanamiðstöðvar. Við Spring Garden Road er ein af stærstu verslanamiðstöðvum miðbæj- arins og önnur rétt hjá, við Barrington Street. 10 mínútna akstur frá miðbæ Halifax og beint af Highway 102-þjóðveg- inum er að finna verslanamiðstöðina Halifax Shopping Centre með 150 verslanir. I Mic Mac-verslanamiðstöóinni í Dartmouth eru yfir 150 verslanir og rnargir ferkílómetrar af ókeypis bílastæð- um. I’ar er auðvelt að geyma bílinn meðan farið er í verslanir. Bayers Lake Business Parks er sömuleiðis mikið af ó- keypis bílastæðum. Margar stórverslanirnar geta veitt afslátt af útsöluverði og bjóða vörur á verksmiðjuverði. Þarna er selt byggingaefni, rafnragnstæki og fatnaður, auk þess sem þarna eru stórar bókaverslanakeðjur. Auðvelt er að komast í versl- anamiðstöðina beint af þjóðveginum og hentar hún því við- skiptavinum á hraðferð sérstaldega vel.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.