Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 29

Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 29
Stuðningsmannahópur Herthu er gríðarlega stór en að jafnaði mæta um 60.000 manns á heimaleiki liðsins. Hér er Eyjólfur að gefa aðdáendum eiginhandaráritanir að æfingu lokinni. Gríðarlegir möguleikar Þegar Eyjólfur ákvað að taka tilboði 2. deildarliðsins Herthu frá Berlín (Bundesliga heitir efsta deildin svo koma 1. og 2. deild), lyftu margir knattspyrnuspekúlantar brúnum og fannst sú ákvörðun hans ekki beinlínis skref upp á við. En Eyjólfur var alveg með það á hreinu út í hvað hann var að fara. „Ég kynnti mér vel bakgrunninn hjá Herthu, ræddi við menn í boltanum hér, Christoph Daum og fleiri, áður en ég sló til. Ástæðan fyrir því að ég kom hingað voru þeir framtíð- armöguleikar sem ég sá hjá Herthu. Liðið var nýbúið að skipta um eigendur og var kontið í hendurnar á fjársterku og traustu fyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti.“ Nýju eigendurnir voru engir aðrir en þýska fjölmiðlafyrir- tækið UFA, sem síðar keypti sýningarréttinn að leikjum ís- lenska landsliðsins og íslensku úrvalsdeildarinnar, og tóku þeir strax til óspilltra málanna við að reisa félagið úr rústun- um. Stefnan var tekin rakleiðis á Bundesliguna enda þótti ótækt, að höfuðborg Þýskalands og langstærsta borg landsins með sex milljónir íbúa ætti ekki fulltrúa þar. Hinir nýju eig- endur sýndu metnað sinn strax í verki með því að kaupa sterka leikmenn til liðsins og var Eyjólfur einn af þeim. Þótt markið væri sett hátt var enginn sérstakur glamúr yfir liðinu fyrst þegar Eyjólfur kom. „Fyrst þegar ég kom hingað var áhuginn ekkert svakalegur, enda vorum við þá í 2. deild- inni. Það mættu svona frá þrjúþúsund til tíuþús- und manns á völlinn og fór mætingin aðallega eftir veðri.“ En Herthu gekk vel og fyrsta árið sem Eyjólfur var hjá liðinu komst það upp í 1. deild og svo rakleiðis upp í Bundesliguna árið þar á eftir. Gott gengi liðsins vakti Berlínarbúa af dvalanum og þeir tóku að þyrpast á völlinn. Nú státa fáir klúbbar í landinu af sterkari stuðn- ingsmannahópi en að meðaltali mæta um 60.000 manns á leiki Herthu. Og þegar stórlið á borð við Bayern Miinchen og Kaiserslautern koma til Berlínar er hvert sæti á hinum sögu- fræga 77.000 manna Ólympíuleikvangi skipað og komast færri að en vilja að sögn Eyjólfs. „Áhuginn fyrir leiknum við Bayern var ótrú- legur og ég efast ekki um að það hefði verið hægt að selja 150.000 miða á þann leik. Það var allt brjálað. Möguleikarnir hjá þessu liði eru þannig gríðarlega miklir og það hefur í raun alla burði til þess að komast í hóp bestu liða Evrópu. Þótt það gerist kannski ekki á meðan ský 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.