Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 68

Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 68
GRENIVÍK Blómlegt líf í Grýtubakkahreppi Margir spennandi feróamöguleikar. (/} '49 |k ■2. i Á > í \\ / |T| N z S* / r Z r Gamli bærinn og kirkjan að Laufási. r sama tíma og umræðan um landsbyggðarflótta stendur sem hæst geta íbúar Grýtubakkahrepps unað ágætlega sáttir við sitt. Fjölgað hefur í hreppn- um á hverju ári síðastliðin þrjú ár og þar búa nú samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar 378 manns, þar af eru íbúar Grenivíkur 267 talsins. Grenivík er ekki með elstu kauptún- um landsins. Þéttbýli tók að myndast við samnefnda vík snemma á þessari öld en ekki hljóp vöxtur í byggðina fyrr en höfn var gerð árið 1965. í dag er Grenivík blómlegt kauptún og er stærsti vinnu- veitandinn ÚA sem rekur frystihúsið. Uppbygging ferðaþjón- ustu hefur verið töluverð undanfarin ár og hafa heimamenn ýmislegt nýtt á prjónunum í þeim efnum. Elsta íbúðarhús Grenivíkur hefur verið gert glæsilega upp og þar er nú Gisti- heimilið Miðgarðar en einnig er í boði svefnpokapláss í barnaskólanum. Sundlaug og heitur pottur er á staðnum og skyndibitastaður í Jónsabúð. Annars staðar á þessari síðu er sagt frá Fjörðungum en ýmsir aðrir spennandi ferðamöguleikar eru í hreppnum. Hestaleigan Pólarhestar að Grýtubakka býður lengri og styttri ferðir og bátur Sjóferða frá Dalvík leggur reglulega að bryggju í Grenivík til þess að sækja þá sem vilja komast á hvalaslóðir. Einnig býður Stuðlaberg upp á stuttar ferðir út á fjörðinn með bátnum Fengi. Nýjasta viðbótin í ferðageiran- um eru Kaldbaksferðir hf. sem standa fyrir ferðum með snjó- troðara upp á topp fjallsins Kaldbaks (1167 m.) sem gnæfir yfir Grenivík. Þaðan getur fólk virt fyrir sér stórfenglegt út- sýni og svo valið á milli þess að skíða niður eða aka til baka með troðaranum. Vinsæll áfangastaður í sveitinni er hinn sögufrægi kirkjustaður Laufás, þar sem fólk getur meðal annars skoðað einn fallegasta burstabæ landsins. Út f Fjörður Eyðibyggð með mikLa sögu. Friðsæld og kyrrð í Fjörðum. r t með Eyjafirði austanverðum er landssvæði sem smám saman hefur verið að komast á kortið hjá ferðaglöðum íslendingum. Þetta er annars vegar Látraströndin, frá Grenivík að Gjögurtá, og hins vegar svokallaðar Fjörður en það eru tveir dalir sem ganga upp frá Hvalvatnsfirði og Þor- geirsfirði. Búseta manna lagðist af í Fjörðunum á fyrri hluta þessarar aldar en þar hokruðu menn ýmist á örreitskotum eða ráku stórbú. Umgjörð náttúrunnar er óvíða hrikalegri á landinu, á sumrin drýpur nánast smjör af hverju strái en á vetrum er fannfergið gríðarlegt. Fyrir þremur árum settu þrír heimamenn á fót ferðaþjónust- una Fjörðungar Grenivík, sem sérhæfir sig í ferðum um Fjörð- urnar og Látraströndina. Þetta eru þeir Heimir Ásgrímsson, Hermann Gunnar Jónsson og Jón Stefán Ingólfsson. Allir sinna þeir öðrum störfum dags daglega og er ferðaþjónustan nokk- urs konar aukabúgrein. Að sögn Jóns Stefáns og Heimis, sem útsendarar Skýja hittu að máli, hafa ferðir um þessar fornu slóðir fallið vel í kramið, ekki síst hefur það vakið lukku margra gönguferðalanga að allur farangur er bundinn upp á trússhesta sem hafðir eru með í för. Eins hefur sú mikla á- hersla sem lögð er á sögu staðarins verið mjög vel þegin. „Fólk fær söguna dálítið öðruvísi í æð þegar það situr á tóftarbrotunum," segir Jón Stefán. Friðbjörn Pétursson (t.v.) og Heimir Ásgrímsson, eigendur Darra ehf., sem framleiðir um það bil 15 tonn af harðfiski á ári undir merkjum Eyjafisks. Harðfiskur frá þeim félögum fæst meðal annars víða í verslunum við Eyjafjörð og einnig í verslunum 10/11 keðjunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefur hróður þessarar grenvísku framleiðslu borist út fyrir landsteinana og selur Darri reglulega harðfisk til Noregs. 66 I ský
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.