Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 65

Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 65
DALVÍK LANDIÐ Þ I T T EYJAFJÖRÐUR Sá stærsti Byggðasafn DaLvíkur Hvoli A Byggðasafni Dalvíkur Hvoli er sérstök og ákaf- lega skemmtileg deild helguð Jóhanni Péturs- syni Svarfdælingi, stærsta íslendingi fyrr og síð- ar. Jóhann var 234 sentimetrar á hæð og var um tíma hæsti maður heims. Jóhann var uppi á árunum 1913 til 1984 og reyndi margt um ævina. Hann ferðaðist um tíma með sirkusum i Bandaríkjunum og lék í kvikmynd- um vestanhafs. Fjölmargir athyglisverðir munir og Ijósmyndir frá ferli hans eru á safninu. Fólk getur til dæmis virt fyrir sér ýmsan skófatnað úr eigu Jóhanns en hann notaði skó númer 84. Til að átta sig betur á stærð hans býðst gestum að setjast í sérsmíðaðan hægindastól Svarfdælingsins, og máta eftirgerð hrings sem hann bar á baugfingri svo eitthvað sé nefnt. Jóhann var sá eini úr stórum hópi systkina sem varð óvenjulega hávaxinn. Hann óx eðlilega fram til tólf ára aldurs en þá tók hann að stækka svo hratt að hann varð að eyða löngum tíma rúmliggjandi. Höfðu menn á orði að það heyrðist braka í rúminu þegar tognaði á því undan vexti piltsins. Eftir lát hans kom í Ijós kúla við heiladingulinn, sem orsakaði þennan gríðarlega vaxtarkipp. Er hún rakin til þess að Jóhann datt mjög illa á hnakkann skömmu áður en hann tók að stækka. Byggðasafnið hefur einnig fjölmarga aðra merkilega muni að geyma. Þar er stofa tileinkuð Kristjáni Eldjárn forseta, Ijósmyndir sem sýna afleiðingar jarðskjálftans mikla árið 1934, stærsti uppstoppaði ísbjörn landsins og togvíraklippur sem áhöfnin á Blika EA 12 náði af norsku strand- gæslunni þegar hún reyndi að klippa á togvíra skipsins vestur af Bjarnarey í júní árið 1994. Jóhann Svarfdælingur á hátindi ferils síns í Vesturheimi. Eyjafjörður er fyrirtaks staður til hvala- skoðunar. Fyrirtækið Sjóferðir gerir út á hvalaskoðunarmið frá Dalvík. Lagt er frá smábátabryggjunni og siglt til Hríseyjar og í ákveðnum ferðum einnig til Grenivík- ur. Þaðan er stefnan tekin út Eyjafjörð. Ekki er hægt að ábyrgjast að hvalir sjáist í hverri ferð en líkurnar eru þó yfirgnæf- andi, því undanfarin ár hafa þessi tröll hafsins sést í um 94 prósentum ferða fyr- irtækisins. Ef lítið verður vart við hvali býðst gestum að grípa í sjóstöng. Boðið er upp á kaffi og meðlæti í ferðinni sem varir í tvo til þrjá klukkutíma. Ský 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.