Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 51

Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 51
VALGEIR GUÐJÓNSSON FÆR UPPREISN ÆRU Islendingar eiga heimsmet í flestöllu sem þeir taka sér fyrir hendur og vita svo sem vel af því líka. Þjóðarrembingur okkar er örugglega óskráð heimsmet eitt útaf fyrir sig. Engin takmörk eru fyrir sjálfstrausti þjóðarinnar og sé einhver keppni í aðsigi liggur alltaf ljóst fyrir að íslenskur sigur er í höfn. Arið 1986, þegar íslenska þjóðin hafði fylgst með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í á annan áratug og allan tímann undrast stórum hvers vegna af- burða lagasmíðar Islendinga fengu ekki að vera með, skullu loks á landsmönnum langþráð gleðitíðindi. Island var sem sagt velkomið í Eurovision-söngvakeppn- ina. Loksins, andvörpuðu landsmenn, því nú skyldi Evrópubúum sýnt í eitt skipti fyrir öll hvernig Júróvisjónlög áttu að vera og í óbilandi sigurvissu var Gleðibank- inn sendur út sem okkar framlag. Eina vandkvæðið við þessa kærkomnu þátttöku- aðild var uggurinn sem menn báru í brjósti varðandi húsaskjól fyrir keppnina hér heima eftir að Gleðibankinn væri búinn að vefja dómnefndum allra landa um fingur sér. Síðan eru liðin þrettán ár og eftir frumraun Gleðibankans hafa Islend- ingar í stolti sínu og stórkarlastælum þóst fúlir ef framlög okkar hafa ekki haldið sig við sextánda sætið. Páll Oskar gerði síðan gott betur og kom okkur úr keppni með framlagi sínu sem mörgum þótti stórgreiði við Island þar sem dómnefndin hefði hvort eð er aldrei haft hundsvit á góðri tónlist. I tilefni endurkomu Islands í Júró- visjónkeppnina í vor bauð Ský fimm valinkunnum tónlistaráhugamönnum uppá kaffi, gos og Tópas á meðan þeir völdu besta íslenska Júróvisjónlagið af þeim tólf lögum sem keppt hafa fyrir íslands hönd. Umsjón: Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Dómnefndin: / Fríða Rós Valdimarsdóttir, hljómborðsleikari hinnar sálugu pönkhljómsveitar Á túr. / Ólafur Páll Gunnarsson, konungur Popp- og Rokklands á Rás 2. / Reynir Þór Sigurðsson, kennari og aðdáandi Júróvisjón- keppninnar númer eitt á Islandi. / Brynja Gunnarsdóttir, smekkkona á tónlist og eiginkona Bubba Morthens. / Jón Ólafsson, píanósnillingur úr Nýdanskri og útsetjari með meiru. Dómnefndarmenn gáfu besta laginu 12 stig því næstbesta 10 stig, því þriðja besta 8 stig og svo koll af kolli. Nefndin kom sér ekki saman um eina einkunn hverju lagi til handa, heldur gaf hver fulltrúi lögunum stig eftir sínu höfði. Niðurstaðan birtist á næstu oþnu. Sky 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.