Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 48
...allt , það er varla hægt að lýsa New York betur. Þar er allt. Borg-
in er einskonar miðpunktur hinnar vestrænu menningar. Og alltaf kemur
hún manni á óvart. Háhýsin eru vissulega á sínum stað, en einhvem veg-
inn er þetta alltaf stærra en í minningunni. Svo eru það hverfin, hvert
með sínu sniði. Það er stundum eins og að skreppa til annarrar heimsálfu
að fara bæjarleið á milli hverfa. Og séð ofan frá Empire State bygging-
unni renna borgarljósin saman í eitt ljósahaf sem endar einhvers staðar
langt, langt handan við sjóndeildarhringinn. Hvflík stærð.
það er ekki hægt að láta sér leiðast í New York, þarna eru 353 kvik-
myndahús, flest með mörgum sölum, þannig að á venjulegum degi em
því sem næst 5.648 kvikmyndasýningar í borginni. Vilji fólk heldur fara
í leikhús er best að hafa samband við Ticketmaster í síma 212 307 4100
og fá þar aðstoð við að komast á einhverja skemmtilega sýningu. Ef þú
hefur gaman af því að sjá hvar fræga fólkið býr er gráupplagt að skella
sér í skoðunarferð með Celebrity Tours en síminn þar er 212 683 4133.
Þeir bjóða upp á tvær ferðir um austur- og vesturbæinn. Það kostar $15
að ganga um í tvo klukkutíma og láta benda sér á hvar Bruce Willis,
Dustin Hoffman, Woody Allen, Robert Redford og allar hinar stjömum-
ar búa. í vesturtúrnum er farið framhjá heimilum 104 stjarna en í austur-
túmum 95. Ef maður tekur báða túrana hefur maður séð hvar 199 stjöm-
ur búa í Nýju Jórvík.
Lungu borgarinnar er Miðgarður. Þar er þótt ótrúlegt megi virðast
nokkurs konar stórborgarþögn. Þangað er mjög notalegt að koma og láta
hugann reika eða heimsækja minningarreit John Lennons, Strawberry
Fields. Ekki langt þaðan er stutt í eitt af merkari söfnum veraldar,
Metropolitan listasafnið.
Það var árið 1626 sem hollenskir sæfarar keyptu landið Manhattan af
indíánum af Algonquin ættbálki fyrir nokkrar glerperiur að núvirði 24
dollara eða 1.700 kr. Skírðu þeir staðinn Nýju Amsterdam. Fjörutíu árum
síðar komu Bretar og settu upp þrælamarkað á Manhattan og gáfu þorp-
inu nýtt nafn, New York. Fljótlega upp úr því efldist byggðin stórlega og
árið 1785 varð New York höfuðborg Bandaríkjanna. Þeim titli hélt hún
þó einungis í fimm ár eða meðan verið var að byggja upp Washington.
Um síðustu aldamót var íbúatala N.Y. tæpar fjórar milljónir. Einni öld
síðar búa á Stór-Nýju Jórvflcursvæðinu tæplega 20 milljónir manna sem
koma alls staðar að af jarðarkringlunni. A fáurn stöðum í heiminum ef
nokkrum, er saman komið eins fjölbreytt mannlíf og í þessari borg.
Það endurspegla til dæmis veitingahúsin þar sem hægt er að fá allt
sem hugurinn og maginn gimist. Sushi eins og það gerist best, afganskt
lambakjöt eða ferskar grænmetisbökur frá vesturströndinni, nú eða
gleyma sér bara yfir kokteil á 107. hæð í hæsta húsi borgarinnar, Heims-
viðskiptamiðstöðinni á bar sem heitir því einfalda nafni, The Greatest
Bar on Earth. Þangað upp þýtur hraðasta lyfta heims en það tekur innan
við mínútu, nákvæmlega 58 sekúndur að fara frá jarðhæð og alla leið
upp á þá 107. Ef þú hefur nauman tíma og langar að fá þér fín jakkaföt
fyrir kvöldið, er ekki úr vegi að líta við hjá Sew Fast Sue Easy, nr. 147
West 57 Street. Þeir lofa að taka snið og sauma jakkaföt á þremur
klukkutímum. Geri aðrir betur.
Nýja Jórvík hefur breyst mikið á síðustu árum, glæpurn hefur fækkað
mikið og Tímatorgið hefur verið gert upp. Það er ekki meiri hætta á að
vera rændur þar en í hverri annarri stórborg. Ef maður er eitthvað óör-
uggur að fara inn í hverfi sem maður þekkir ekki er hægt að leigja löggu.
Leiðsögn alvöru NYPD lögregluþjóns kostar 27 dollara í fjóra klukku-
tíma. Númerið hjá löggunni er 212 373 0502 fyrir áhugasaman. Lög-
regluþjónninn gæti til dæmis veitt leiðsögn um borgina eða passað uppá
pinklana sem maður verslar í risabúðunum eins og Nike Town, FAO
Schwarts, Barnes ífe Noble bókabúðinni eða í risa nærfatabúðinni sem er
við 34 East á 57. stræti og heitir Leyndarmál Viktoríu.
Nýja Jórvík er staður þar sem auðvelt er að týnast í og týna sjálfum
sér. Eftir nokkurra daga dvöl er samt sérstaklega gaman að koma heim.
Páll Stefánsson er Ijósmyndari og hefur gaman af að standa á útsýnispalli á 86. hœÖ Empire State
Building í 381 metra hœð og láta sig dreyma.