Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 44

Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 44
BJÓRINN unglinga. Aðrir telja þetta litlu breyta þar sem áfengi hafi verið auglýst bæði leynt og ljóst árum saman og stöðugt meira eftir því sem aðgangur Islend- inga eykst að erlendum fjölmiðlum. I ljósi þess hve við drekkum í rauninni lítið af bjór er ekki undarlegt þó inn- flytjendur og framleiðendur vilji ólmir fá að auglýsa. Þó neyslan tvöfaldaðist værum við samt tiltölulega hófsamir miðað við margar aðrar þjóðir. Önnur breyting sem er í farvatninu er að lík- legt verður að telja að fljótlega verði leyft að selja bjór og léttvín í matvöru- verslunum. Undan slíkri þróun verður trúlega ekki vikist vilji Islendingar hafa samfélag sitt líkt því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Margir telja ennfremur að hátt verðlag á bjór og á- fengi fæli ferðamenn frá landinu og stuðli að auknu smygli og lögbrotum. Því sé rétt fyrir hið opinbera að leita annarra leiða í skattheimtu sinni en með svimandi háu áfengisverði. Það verður því að telja fremur líklegt að á næstu árum verði okkur auðveldað að drekka meira öl hvort sem við kjósum að slökkva þorstann eða ekki. Páll Asgeir Asgeirsson er blaðamaður búsettur í Kópavogi og drekkur öl á hveifiskránni Catalínu. Margrét Frímannsdóttir | formaður Alþýðubandalagsins Af hverju varst þú á móti því að bjórinn yrði leyfður? „Ég var og er þeirrar skoðunar að þetta auki hættuna á drykkju ungs fólks. Það var fyrst og fremst ástæðan. Ég vil yfirhöfuð gera það sem ég get til þess að draga úr drykkju landans frekar en að stuðla að aukningu hennar.” Ef greidd væru atkvæði í dag, myndir þú kjósa eins? „Þessu er erfitt að svara. Ég býst við að ég væri hlutlaus eða jafnvel fylgjandi og þá að því gefnu að eftirlit væri aukið og hert. Það er forsendan. Kröfur um aukið frelsi kalla á hert eftirlit, sérstaklega hvað varðar aldurs- takmark og ef sú yrði raunin sæi ég ekkert þessu til fyrirstöðu.” Drekkur þú bjór? „Nei. Afskaplega lítil drykkjumanneskja. Mér finnst bjór einfaldlega hund- vondur en er ekki á móti honum umfram aðra áfenga drykki.” Sverrir Hermannsson [ formaður Frjálslynda flokksins Af hverju varst þú á móti því að bjórinn yrði leyfður? „Þetta var hið mesta óhappaverk. Það eina sem hlotist hefur af þessu er stóraukin drykkja ungmenna og aukning á vanda sem var nægur fyr- ir. Allar tilslakanir í þessum efnum eru til bölvunar og það þýðir ekkert að tala við mig um eitthvað frjálsræðiskjaftæði hvað þetta varðar. Og nú vilja þeir fara að leyfa hassið! Ég er algerlega á móti þessu.” Ef greidd væru atkvæði í dag, myndir þú kjósa eins? „Ég er ennþá á móti bjórnum, heilshugar.” Drekkur þú bjór? „Nei, það má heita aldrei núorðið. Ég gerði það svolítið hér í den tíð í Danmörku, drakk tegund sem hét Carlsberg Guld. En ég þarf að vera því þyrstari í dag til þess að ég fái mér bjórsopa.” 1 Steingrímur J. Sigfusson alþingismaður Af hverju varst þú á móti því að bjórinn yrði leyfður? „Ég held að það sjáist, sé farið yfir ræður mínar frá þessum tíma að ég tók ekki kategóríska afstöðu gegn bjórnum, vildi ekki banna hann um aldur og ævi. Mér fannst bara ekki rétt staðið að þessu. Allsherjar, ein- hliða tilslökun er leiðin sem var farin og ég er mótfallinn því að hverfa frá aðhaldssemi í þessum málum. Þessu hefði átt að mæta með öflugu forvarnarstarfi. Rannsóknir sýna að bjórinn er slæmur að því leyti að hann stuðlar mest að drykkju ungmenna og því vildi ég forða.” Ef greidd væru atkvæði í dag, myndir þú kjósa eins? „Það er erfitt að segja og tæpast sanngjarnt að stilla manni upp við vegg með svona spurningu. Þetta er búið og gert og bjórinn kominn. Hver ákvörðun er barn síns tíma og það verður að viðurkennast að málin hafa sem betur fer ekki farið á versta veg og báðir málstaðir höfðu sitthvað til síns máls. Almennt viðhorf mitt er að sjálfsögðu hið sama og ef þú spyrðir mig hvort ég sæi eftir því að greiða atkvæði á móti væri svarið nei. Gæta verður ýtrustu varúðar áður en ráðist er í svona stórt skref og öll umræða er til góða.” Drekkur þú bjór? „Já, já. Ég reyni nú samt að nota hann í hófi. Ég held ég hafi nú verið einn fárra sem meira að segja sagði það í ræðustól á Alþingi. Það var engan vegin af bindindishugsjón að ég var á móti bjórnum.” 1 Páll Pétursson | félagsmálaráðherra Af hverju varst þú á móti því að bjórinn yrði leyfður? „Ég bjóst við að áfengisneysla myndi aukast og var hún þó kappnóg fyrir, auk þess taldi ég víst að drykkja ungs fólks myndi færast í aukana. Þetta hefur allt saman komið á daginn. Reyndar voru krakkar svo sem farnir að svelgja í sig brennivín fyrir þetta og höfðu gert lengi en þau drekka held ég ekkert minna sterk vín í dag. Bjórinn er bara viðbót.” Ef greidd væru atkvæði í dag, myndir þú kjósa eins? „Ég efast um það. Og ef svo ólíklega færi að reynt yrði að skrúfa aftur fýrir bjórinn þá er það einfaldlega ómögulegt. Það er búið að venja fólk á hann.” Drekkur þú bjór? „Afar lítið. Ég er alls ekki bindindismaður en mér leiðist bjór og þykir hann ekkert sérstakt lostæti. Ég fæ mér bara annað í staðinn.” Það var Finnur Vilhjálmsson sem ræddi við Margréti, Sverri, Pál og Steingrím. 42 ský
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.