Ský - 01.02.1999, Side 68
GRENIVÍK
Blómlegt líf í Grýtubakkahreppi
Margir spennandi feróamöguleikar.
(/} '49 |k ■2. i Á >
í \\ / |T| N
z S* / r Z
r
Gamli bærinn og kirkjan að Laufási.
r
sama tíma og umræðan um landsbyggðarflótta
stendur sem hæst geta íbúar Grýtubakkahrepps
unað ágætlega sáttir við sitt. Fjölgað hefur í hreppn-
um á hverju ári síðastliðin þrjú ár og þar búa nú samkvæmt
nýjustu tölum Hagstofunnar 378 manns, þar af eru íbúar
Grenivíkur 267 talsins. Grenivík er ekki með elstu kauptún-
um landsins. Þéttbýli tók að myndast við samnefnda vík
snemma á þessari öld en ekki hljóp vöxtur í byggðina fyrr
en höfn var gerð árið 1965.
í dag er Grenivík blómlegt kauptún og er stærsti vinnu-
veitandinn ÚA sem rekur frystihúsið. Uppbygging ferðaþjón-
ustu hefur verið töluverð undanfarin ár og hafa heimamenn
ýmislegt nýtt á prjónunum í þeim efnum. Elsta íbúðarhús
Grenivíkur hefur verið gert glæsilega upp og þar er nú Gisti-
heimilið Miðgarðar en einnig er í boði svefnpokapláss í
barnaskólanum. Sundlaug og heitur pottur er á staðnum og
skyndibitastaður í Jónsabúð.
Annars staðar á þessari síðu er sagt frá Fjörðungum en
ýmsir aðrir spennandi ferðamöguleikar eru í hreppnum.
Hestaleigan Pólarhestar að Grýtubakka býður lengri og
styttri ferðir og bátur Sjóferða frá Dalvík leggur reglulega að
bryggju í Grenivík til þess að sækja þá sem vilja komast á
hvalaslóðir. Einnig býður Stuðlaberg upp á stuttar ferðir út á
fjörðinn með bátnum Fengi. Nýjasta viðbótin í ferðageiran-
um eru Kaldbaksferðir hf. sem standa fyrir ferðum með snjó-
troðara upp á topp fjallsins Kaldbaks (1167 m.) sem gnæfir
yfir Grenivík. Þaðan getur fólk virt fyrir sér stórfenglegt út-
sýni og svo valið á milli þess að skíða niður eða aka til baka
með troðaranum. Vinsæll áfangastaður í sveitinni er hinn
sögufrægi kirkjustaður Laufás, þar sem fólk getur meðal
annars skoðað einn fallegasta burstabæ landsins.
Út f Fjörður
Eyðibyggð með mikLa sögu.
Friðsæld og kyrrð í Fjörðum.
r
t með Eyjafirði austanverðum er landssvæði sem smám
saman hefur verið að komast á kortið hjá ferðaglöðum
íslendingum. Þetta er annars vegar Látraströndin, frá
Grenivík að Gjögurtá, og hins vegar svokallaðar Fjörður en
það eru tveir dalir sem ganga upp frá Hvalvatnsfirði og Þor-
geirsfirði.
Búseta manna lagðist af í Fjörðunum á fyrri hluta þessarar
aldar en þar hokruðu menn ýmist á örreitskotum eða ráku
stórbú. Umgjörð náttúrunnar er óvíða hrikalegri á landinu, á
sumrin drýpur nánast smjör af hverju strái en á vetrum er
fannfergið gríðarlegt.
Fyrir þremur árum settu þrír heimamenn á fót ferðaþjónust-
una Fjörðungar Grenivík, sem sérhæfir sig í ferðum um Fjörð-
urnar og Látraströndina. Þetta eru þeir Heimir Ásgrímsson,
Hermann Gunnar Jónsson og Jón Stefán Ingólfsson. Allir sinna
þeir öðrum störfum dags daglega og er ferðaþjónustan nokk-
urs konar aukabúgrein. Að sögn Jóns Stefáns og Heimis, sem
útsendarar Skýja hittu að máli, hafa ferðir um þessar fornu
slóðir fallið vel í kramið, ekki síst hefur það vakið lukku
margra gönguferðalanga að allur farangur er bundinn upp á
trússhesta sem hafðir eru með í för. Eins hefur sú mikla á-
hersla sem lögð er á sögu staðarins verið mjög vel þegin.
„Fólk fær söguna dálítið öðruvísi í æð þegar það situr á
tóftarbrotunum," segir Jón Stefán.
Friðbjörn Pétursson (t.v.) og Heimir Ásgrímsson, eigendur Darra
ehf., sem framleiðir um það bil 15 tonn af harðfiski á ári undir
merkjum Eyjafisks. Harðfiskur frá þeim félögum fæst meðal annars
víða í verslunum við Eyjafjörð og einnig í verslunum 10/11 keðjunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefur hróður þessarar grenvísku
framleiðslu borist út fyrir landsteinana og selur Darri reglulega
harðfisk til Noregs.
66 I ský