Ský - 01.04.2000, Blaðsíða 14
FISKUR OG FENG
Tveir fiskar Hafnarbúdum, 101 Reykjavík, sími 511 3474
Sk V
Ekki er til upplagðari
staðsetning fyrir fiskveit-
ingahús í Reykjavík held-
ur en einmitt í Hafnar-
búðum, við
smábátahöfnina í gamla
Vesturbænum, en þar
voru nýlega opnaðir
Tveir fiskar.
Hönnun staðarins er í
samræmi við kínversku
Feng Shui spekina, og
vissulega stuðla naum-
hyggjulegar innrétting-
arnar að ró og vellíðan
undir borðum. Salurinn
státar af stórum gluggum
sem gefa skemmtilega
birtu og útsýni.
Fyrir miðju er myndarleg-
ur sushi-bar þar sem
japanskur kokkur fram-
reiðir sushi og sashimi af
mikilli nákvæmni.
Á Tveimur fiskum er
þessi japanska matar-
gerð jafngóð og hún er
fjölbreytt. Sætir það
nokkurri furðu að hana
hefur næstum algerlega
vantað í veitingahúsaflór-
una í bænum. Á boðstól-
um er úrval af íslensku
SHUI
sjávarfangi og úr
fjarlægari höfum er að
finna túnfisk, ostrur og
skelfisktegundina
„Hokkigai".
Japan er víðs fjarri á „á la
carte“ matseðlinum, en
þar gefur að líta fiskrétti í
anda Miðjarðarhafsins,
til dæmis franska
„Bouillabaisse" fiskisúpu,
krabbatimbale með
gazpacho og steiktan
saltfisk með
paprikucoulis og
tapenade.
Á vínseðlinum eru bæði
, japanskur bjór og sake
(hrísgrjónavín), en einnig
bjóða Tveir fiskar upp á
þá nýbreytni að vera
bæði með lífræn og vist-
væn rauðvín og hvítvín,
sem fara einkar vel með
hinum ferska, ómengaða
og jafnvel hráa íslenska
fiski.
AMB