Ský - 01.04.2000, Blaðsíða 34
í t i I e f n i
af því að þetta tölublað er helgað höfuðborginni
fékk Ský sex
t i I a ð I e g g j a
íslenska Ijósmyndara og einn japanskan
fram eina Reykjavíkurmynd að sínum hætti.
EROI
UÓS-
NYND
Fyrir þremur árum kom út
aldeilis frábær bók um
Reykjavík eftir japanska
Ijósmyndarann Takashi
Homma. í Ijósmyndum
þessarar bókar birtist allt
önnur borg en maður er
vanur að sjá í myndum ís-
lenskra fjölmiðla. Þá er ég
að tala um Ijósmyndir og
myndskeið í sjónvarpinu
af lífinu í borginni, sem
ekki tengjast endilega
fréttum líðandi stundar.
Þessar mannlífsstemmn-
ingar eru nánast undan-
tekningarlaust fangaðar
innan eins kílómetra
hrings frá Austurstræti.
Hvað höfum við til dæmis
ekki séð margar myndir í
blöðum og sjónvarpi af
flatmagandi fólki í sólskini
á Austurvelli, á gangi á
Laugaveginum eða að fá
sér ís á Ingólfstorgi?
Og þegar birta á táknræn-
ar myndir af borginni sjá-
um við oftast Þingholtin,
gömlu höfnina, Bernhöfts-
torfuna, Arnarhól, Hall-
grímskirkju eða Tjörnina
og í seinni tíð stundum
Perluna, sem að vísu er
fyrir utan fyrrnefndan
radíus. Þegar kemur að
útgáfu fyrir erlenda ferða-
menn má fullyrða að að
hverfandi hluti Ijósmynda
sé tekin af öðrum mótíf-
um en þessum, sem öll
eiga það sameiginlegt að
vera innan póstnúmers
101 í Reykjavík. Þá komum
við einmitt aftur að bók
Takashi Homma en í henni
eru myndir teknar alls
staðar annars staðar en
í 101.
Sá heimur sem Homma
heillaðist af var pastellita-
veruleiki Grafarvogs,
Breiðholts, Árbæjar og
annarra úthverfa Reykja-
víkur. Hann þræddi þessi
hverfi og festi á filmu
borg sem er ókunnug
mörgum sem búa vestan
Elliðaánna.
í tilefni af þvf að þetta
tölublað er helgað höfuð-
borginni fékk Ský sex ís-
lenska Ijósmyndara til að
leggja fram eina Reykja-
víkurmynd að sínum
hætti.
Það kom skemmtilega á
óvart að í myndum þeirra
kemur ekkert af fyrr-
nefndum 101-myndefnum
við sögu. jk
LJÓSMYNDARARNIR
Bára Kristinsdóttir Einar Falur Ingólfsson Friðrik Örn Kjartan Már Magnússon Mats Wibe Lund Páll Stefánsson Takashi Homma
32 iský