Ský - 01.04.2000, Blaðsíða 68

Ský - 01.04.2000, Blaðsíða 68
Jón Kalman Stefánsson skrifar hér um skál allt frá Jónasi Hallgrímssyni til Oskars Arn Davíð Oddssyni, Megasi og fleirum. ■ tvo • eitt „Svei, svei! Reykjavík, það er ómerkilegt orð,“ skrifaði úrillur Jónas Hallgrímsson vini sínum Konráði Gíslasyni í ágústmánuði árið 1837, en þá var höfuðstaður íslands tæp- lega þúsund manna þorp sem gerði menn þunglynda. „Þeir segja, að hér sé hættan mest/ og héma þróist frónskan verst/ og útlend tízka temjist flest/ og tungan sé í nauð“, orti Einar Benediktsson sextíu árum eftir að Jónas hataðist við staðinn í bréfi og víst er, að fáum stöðum hefur verið hallmælt af jafnmikilli innlifun og Reykjavík, þessari uppsprettu solls- ins, vesalmennsku, leti; staður þar sem tungunni og þjóðern- inu hnignaði. Og þrátt fyrir að helmingur landsmanna búi nú í eða við þessa borg, sem stundum virðist geta teygt óendan- lega úr sér í allar áttir, þá eimir enn eftir af hinu neikvæða viðhorfi. Hvaðan ertu, var rúmlega þrítugur maður spurður fyrir örfáum árum; Safamýri, svaraði hann. Það er ekki stað- ur, sagði þá spyrjandinn. En hvort sem Reykjavík er staður eða ekki hefur hún eignast sín skáld, sögur eru skrifaðar án þess að farið sé út fyrir borgarmörkin, það er sungið um hana og æ stærri hluti þjóðarinnar getur tekið undir þau orð Dags Sigurðarsonar að „gatan var sú jörð sem við erfðum.“ Fyrir um tveimur áratugum söng, eða æpti, hljómsveitin Vonbrigði: „O, Reykjavík, ó Reykjavík/ þú yndislega borg“, og náði með hráleika lagsins, villtum söngnum, að reisa borg- inni bautastein í íslensku rokki; að gera lagið að ástarjátningu hinnar óstýrilátu, eilífu æsku til borgarinnar sinnar. En löngu áður en pönkið flæddi um stræti Reykjavíkur eignaðist borgin skáldið sitt, Tómas Guðmundsson, skáldið sem uppgötvaði fegurð Reykjavíkur. Þegar Fagra veröld kom út árið 1933 virtist fáum hafa komið til hugar að yrkja öðruvísi um höfuð- staðinn en eftir forskrift Jónasar: svei, svei! ómerkilegt orð. En þá, í kreppunni miðri, yrkir lífsglaður Tómas: Þín er borgin björt af gleði. Borgin heit af vori og sól. Og ekki síður: Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína hvítar við safírsænum. En er nokkuð yndislegra leit augað þitt nokkuð fegra - en vorkvöld í vesturbænum? Það var fáheyrt, já fjarstæðukennt, að gefa í skyn, nánast 66 Ský LJÓSM.: EINAR FALUR INGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.