Ský - 01.04.2000, Blaðsíða 70
REYKJAVÍKURSKÁLDIN
fullyrða, að vorkvöldið í vesturbænum tæki öllu öðru fram;
vorkvöldi í Þingeyjarsýslu, sumarmorgni í Biskupstungum,
haustkvöldi vestur í Dölum. Engum hafði dottið í hug að
Reykjavík, þessi staðleysa, gæti alið af sér slfk ljóð, slíkar
ástarjátningar, gæti heillað slíkt skáld sem Tómas Guð-
mundsson. Og nú var ekki aftur snúið, höfuðstaður lands-
ins var orðinn gjaldgengur í skáldskapnum. „Ó, borg mín
borg“ söng Haukur Morthens svo ógleymanlega árið 1954,
eigið lag við kvæði Vilhjálms frá Skáholti, sem á sinn hátt
var innilegt borgarskáld eins og Tómas, ekki þó eins
dreyminn, ástfanginn og rómantískur en vísaði með við-
horfi sínu kannski veginn til skelmsku skáldanna, þeirra
Dags Sigurðar og Megasar: „Ó borg, mín borg/ ég lofa
ljóst þín stræti/ þín lágu hús/ og allt sem fyrir ber“, og ögn
síðar: „Eg kyssi jafnvel hörðu strætin þín“, og einungis
með þessu lýsingarorði, hörðu, virðist Vilhjálmur breyta
Reykjavík í grimmdarfagra stórborg, því
stórborg verður hún eftir stríð og í því liggur
þversögnin sem gerir Reykjavík í senn bros-
lega og yfirþyrmandi; í íbúum talið er hún
ekki mikil um sig, en hinsvegar risavaxin í
íslensku samhengi og þannig er hún líka, ég á
við: stór og smá í sama andartakinu, ofvaxið
þorp sem breytist á næsta augnabliki í heims-
borg - og öfugt. Fýluborg, segir Dagur í
kvæði frá sjöunda áratugnum: „Við erum átt-
hagafjötruð/ í fýluborg/ á 63° norðlægrar
breiddar", en ef ég væri beðinn um að nefna
fyrsta stórborgarkvæðið um Reykvík, þá
væri það Borgarnótt Hannesar Sigfússonar,
þar sem bílarnir eru þófamjúk rándýr. Kvæðið, sem að
sögn skáldsins er ort eftir fylliríisnótt á Arnarhóli einhvern-
tíma árið 1946, hefst svona:
Þófamjúk rándýr sem læðast
með logandi glyrnum
í lævísu myrkri
og skógur með kvíkum trjám
▼ þrjú
Frá því að nútíminn skall eins og hnefahögg á íslend-
ingum fyrir um sextíu árum hefur Reykjavík þanist út,
gleypt holt, mýrar og móa, eða með orðum Megasar:
Þeir ólmuðust einsog naut
og þeir byggðu Miklubraut
og blokkirnar þær skutust upp til
skýja.
Svo stór er borgin orðin, svo hratt hefur hún þanist út,
að Einar Már biður DC-10 þotur að bera „öllum uppí
breiðholti/ kveðju mína“, og rómantík Tómasar fer fyrir lít-
ið þegar Hvassaleitisdóninn „dinglandi með prjóninn“
dregur skyndilega frá í texta Megasar. Davíð Oddsson er
þó háleitari í söngtexta sínum, þar sem hann lítur stúlku við
Reykjavíkurtjöm eftir dansleik: „Þá sælu sumarnótt/ sungu
regnvot strætin“. En Reykjavík er sannkölluð stórborg, og meðan
væntanlegur borgarstjórinn leiðir stúlkuna sína inní bámjámshús
við Bergþórugötuna, er parinu hans Dags Sigurðar kalt, þau em
svöng, blönk; þau eru á götunni:
Neyðin kennir. Þau skruppu
inná Café Stressó
hreiðruðu um sig í afviknum bás
og feingu sér snaran drátt
til að fá í sig hita ...
Svona er þá Reykjavík orðin, lítill alheimur, rómantík, regnvot
stræti, dráttur inná Café Stressó. Ekki lengur lítil saklaus borg,
syngur Bubbi einhversstaðar, með ljósum prýddar göt-
ur, hrein og fögur torg, því hér er boðið „upp á am-
fetamín, alsælu og hass“. En borgin er ekki síður
hversdagsleikinn, grár og litsterkur; Bragi Ólafsson
hverfur inn um dyr á Vatnsstíg, Ingibjörg Haraldsdóttir
gengur álút niður Laugaveginn, „víxlsporum þung-
um“, Gunnar Harðarson sundlar alltaf við Laugaveg-
inn „þegar Lækjar/brekka rennur/niður að/Lindar-
götu“, Sigurður Pálsson fer inn á aðalpósthúsið og
biður um tveggja manna herbergi með baði; tekur hins-
vegar fram að það þurfi ekki að vera með síma.
Eitt er því víst, að þótt heimsborgin og þorpið Reykja-
vík sé varla staður í hugum sumra Islendinga, þá er hún
jafnórjúfanlegur hluti af skáldskap síðustu áratuga og
náttúran. Það hæfir því að ljúka þessu spretthlaupi gegnum
Reykjavflc í ljóði og textum, með því að nema staðar í skáldskap
Óskars Árna Óskarssonar, en með mátulepum hátíðleika mætti
nefna hann Reykjavíkurskáld vorra tíma. Óskar er bam Reykja-
vrkur, gatan sú jörð sem hann erfði og honum jafn eiginlegt að
yrkja um borgina og skáldum fyrri tíma um dalinn sinn; Spítala-
stígur jafngildur bæjarlæknum. Götur borgarinnar liggja þvers og
kruss um skáldskap hans, kona í rauðri kápu kemur fyrir hom á
Óðinsgötunni, það brakar í tágastól í sofandi húsi við Nýlendu-
götuna, tunglið yfir Grandakaffi er bjart eins og trompett í
jazzlagi og hlandlyktin úr bakgörðunum óvenju angurvær. En þótt
bernskuslóðir Óskars séu í Þingholtunum og hann búi kannski í
vesturbænum, rísa Breiðholtsblokkir í ljóðunum, gömul sumarhús
síga saman í Elliðaárdalnum, hann kaupir sér samloku og pilsner í
Bláhorninu á leiðinni niður í Blesugróf, eða með öðrum orðum;
Þingholtin og Blesugróf, vesturbærinn og Breiðholtið, bakgarðar
og Kolaportið, allt á þetta heima í skáldskap Óskars; Reykjavík
frá 101 og uppúr:
Sinueldar loga um allt borgarlandið og í dag lagði svartan
mökkinn eins og dökkt gler fyrir sólina. Ranglaði um
Blesugróf og niður að Elliðaánum meðan myrkrið var að
síga á. Farfuglarnir farnir að skila sér aftur til landsins. Nú
væri gott að kunna fuglamál. Hvínandi rafmagnsgítar skek-
ur hrörlegan bílskúr við Vatnsveituveginn. Næstum fullt
tungl á aprílhimni - það er kvöld til að kveikja glóð í vindli.
Jón Kalman Stefánsson er rithöfundur. Hann er búsettur í Mosfellsbæ.
68
Ský