Ský - 01.04.2000, Blaðsíða 28

Ský - 01.04.2000, Blaðsíða 28
BRYNJA hönnunarherberginu í annað og var því í rauninni í verklegu námi í tólf ár. Það er ósk mín og mér fyndust það forréttindi að fá að búa hér á íslandi og hanna skartgripi með tengsl við alþjóðlegan markað. Ég bið ekki um lítið, en hvað um það. Ég er bjartsýn og mér finnst ég hafa nokkrar góðar hugmyndir í farteskinu sem ég er viss um að eiga eftir að rata sína leið. Annie Lennox og Dave Stewart, tvíeykið í Eurythmics, bera armbandið í tónleikaferð sem nú stendur yfir og nefnist peace- tour.net. Vigdís Finnbogadóttir hefur stutt mig í þessu og Eskimo Models færði Claudiu Schiffer gripinn að gjöf þegar hún kom til Islands. Það kom þægilega á óvart að ná samstarfi við UNOAERRE, sem er eitt elsta og virtasta skartgripafyrirtæki Ítalíu og er með sérverslanir víða um heim. Kaupmannahöfn. 1983 - Upphafið að ferlinum Eftir fimm ára reynslu af sýningarstörfum á Islandi, nám í tískuskóla Hönnu Frímanns, danstíma hjá eigin- manni Hönnu, danskónginum sjálfum Heiðari Ástvalds, þar sem hún lærði að dansa hliðar saman hliðar og quickstep, Ijósmyndamöppu með listaverkum Páls Stef- ánssonar Ijósmyndara af Brynju og stuðning og hvatn- ingu ástvina í farteskinu, hélt Brynja til Danmerkur. Hún var orðin átján ára, ætlaði sér stóra hluti og var sannfærð um að hún væri að gera rétt. Ég var búin að vera úti í þrjá mánuði og vera á forsíðum dönsku blaðana þegar hinn kunni Ijósmyndari Gunnar Larsen kom í heimsókn á heimaslóðimar. Ég vissi að hann yrði á Bella Center svo ég fór í mitt fínasta púss, tók strætó út á Bella Center og ætlaði mér bara að hitta á manninn. Ég kom fljótt auga á hann, tók í höndina á honum og þá sagði hann að bragði: „Komdu til Parísar,“ og ég svaraði strax já. Og fór til Parísar, tók ódýrasta lestarfarið sem var í boði, þurfti þar af leiðandi að skipta sex sinnum um lest á leiðinni og í öllum hamaganginum týndi ég farangrinum mínum. Til Parísar kom ég því með tvær hendur tómar, einu fötin voru þau sem ég var í, ég talaði ekki orð í frönsku og takmarkað í ensku. Brynja með Wei Jingsheng, einum þekktasta baráttumanni fyrir mannréttindum í Kína, baksviðs á tónleikum sem Am- nesty International stóð fyrir í New York síðastliðið haust. Jingsheng var heiðursgestur en hann var gerður útlægur frá heimalandi sínu eftir að hafa setið samtals í fjórtán ár í fang- elsi vegna skoðana sinna. Taó * o Elding f & Búdda n Gnostík (^J n Tirrii hlið m Davíðsstjanui □ □ Völundarhús B Eldur n Ð Bænahjól □ Latneskur kross □ 0 Fótsþor fugls Sól Óm Menomh Grískur kross Siífismi Janismi Þórsharnar JingogJang Grísk'kaþólskur rétttrúnaðarkross íslamskur hálfmúni Friðarmerki París. 1984 Þegar til Parísar kom fékk Brynja fyrst um sinn inni hjá Gunnari Larsen, sem nú er látinn. Fljótlega fann hún þó leiguíbúð og fór að leita hófanna hjá tískuhúsum borgarinnar. Þess má geta að á leið sinni um tískuheiminn hefur Brynja náð tökum á fjórum tungumálum og er veraldarvön með afbrigðum. Starfsferillinn hófst hægt og bítandi, með mikilli vinnu og háieitum markmiðum. Þegar Brynja fór að kynnast tísku- bransanum betur varð henni Ijóst að hún vildi alls ekki láta einhverja milliliði ráðskast með sig. Hún samdi sjálf beint við umboðsmenn og viðskiptavini og rak þannig sitt eigið fyrirtæki á alþjóðavettvangi. Og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Ég var átján ára þegar ég fór út. Ég myndi ekki ráð- leggja stúlkum að fara út án góðs undirbúnings og reynslu. Annars sýnast mér þessi mál vera í góðum far- vegi hér heima. Auðvitað er heilmikið af kvensömum körlum og kynferðislegri áreitni í þessu starfi. En þannig er það líka hjá öðrum stéttum. Margir drauma minna hafa ræst. Ég hef alltaf verið óhrædd við að eiga mér háleita drauma og þylja þá upp- hátt, enda tel ég að hugsunarháttur og orð séu mikils megnug. Veröldin er jú til staðar til þess að verða við 26 Ský
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.