Ský - 01.04.2000, Blaðsíða 60

Ský - 01.04.2000, Blaðsíða 60
KYNNING KYNNING Kristnitöku minnst á Þingvöllum Skógarhólar ^^.'Tæpistígui^- 3900 stæði I«] Brúsastaðir Brúsastaðir 15700 tastæði Brúsastaðir Brúsastaðir ÞlNGVAUAVEGUR [36] þjónustuhús snyrting ÖXAR'AR' ,FOSS/' M0APTANS- DRANGUW ARNAR- KLETTUR UKOlRLBTNDl STROKAR Jjstsynmg 2^þálluTj «ifcyaét * * LANGISTIGUR almannagjá HAKIÐ STFKKJARGJA AANGBRFKK IfROSS- SKARÐ HAMRA- SKARÐ /STUTTI STÍGUR H A L L U R I N N "áðalsvið EFRl VELLIR Alþingis \ veitingar bógestir barna-^ svæði' þjónusfnrorg, búöatbftií veltingar snyrting OkaRÁR\ HÖLMI / NEÐRl VELLl skátan, ■nyrting —^gíi tOO-stæði Leirur “/'JAKOSS’ MIÐMWDA^'^1 plNGVALLA' TÚN <^,B/ER s*2h. menn kCiatobka KiRKJU TÚN KROK- HOLL j??' SVELG- Katt*RGSX SElGLUfl TonoÍT^Lglugjá ;kötu- rjöRN SPQNGIN FLOSA PENINGA- GJA HLAUP FjOSAVATN FJÖSAGjX STÖÐULL SlLFRU HÖLL SKOGARkOTS VEGUR ’ SILFRUHÆÐ GÖNGUVEGUR \ iSKÖGARKOT rtrktteKtor GlcxmíX Ki'm Islendingabók Ara fróða segir svo frá að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi lagst niður í búð sinni, breitt yfir sig feld sinn og legið þar án þess að mæla orð af vörum í tvö dægur. Að því búnu kvaddi hann þingheim saman og kvað svo á að íslendingar skyldu allir skírast til kristinnar trúar. Á hinn bóginn skyldi heimilt að blóta á laun og viðhafa gamlar venjur um útburð barna og hrossakjötsát. Þetta einstaka atvik, þegar heilt samfélag sneri baki við hefðbundnum átrúnaði sínum, norrænni heiðni, og gekk kristni á hönd, friðsamlega og án átaka, hefur vakið mesta athygli við kristnitökusög- una. Við kristnitöku á Alþingi árið 1000 bjó á ís- landi ein þjóð og frá þeim tíma hefur ein kirkja verið við lýði. Þessar aðstæður hafa ráðið úrslitum um þá miklu samstöðu og samheldni sem einkennt hafa (slendinga allt fram á okkar daga. HÁTÍÐARSVÆÐIÐ Þingvellir eru helgistaður allra íslendinga og það er við hæfi að aðalhátíðarhöld 1000 ára kristnitöku- afmælis landsins fari þar fram. Eins og sjá má á kortinu er hátíðarsvæðið stórt og mikið og þar verð- ur boðið upp á ýmsa þjónustu. Fjöldi starfsmanna verður gestum til aðstoðar. Fjögur hlið verða inn á hátíðarsvæðið, við Hakið ofan við Almannagjá og við Öxarárfoss, en þar verð- ur stigi og brú yfir ána. Þriðja hliðið verður við þjóðveginn sem liggur að Þingvallabæ og það fjórða við Peningagjá, en þar verður einnig stjórn- stöð staðsett. f kringum hátíðarsvæðið eru skipu- lögð 23 þúsund bílastæði fyrir einkabíla, en rútur munu leggja við Hakið. Þingvellir eru elsti þjóðgarður á (slandi og hafa verið friðaðir í tæp sjötíu ár. Staðurinn er afar sérstæður frá náttúrunnar hendi og verður þess gætt eins og kostur er að vernda gróður og nátt- úru fyrir ágangi sem óhjákvæmilega verður á fjöimennum samkomum sem þessari. EFLING ANDANS Auk helgistunda, hátlðarmessu, þingfundar og hátíðartónleika verður víða á hátíðarsvæðinu boðið upp á listfiutning og viðburði af ýmsu tagi. Þar má nefna lúðrasveitir, kóra og leikflokka, listdans og glímu, vatnadísir og víkinga, engla og ára. Fjölbreytileg menningardagskrá verður báða dagana í Þingvallakirkju. Af einstökum atburðum má nefna „Dyggðirnar sjö", sem er viðfangsefni 14 myndlistar- manna sem sýna í Stekkjagjá, og lúðrablástur við Öxarár- foss. Samfelld dagskrá verður á barnasvæðinu og sögugöngur um svæðið undir leiðsögn fróðra manna. ítarleg dagskrá verður síðan send til allra heimila á iandinu íjúní næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.