Ský - 01.04.2000, Page 60

Ský - 01.04.2000, Page 60
KYNNING KYNNING Kristnitöku minnst á Þingvöllum Skógarhólar ^^.'Tæpistígui^- 3900 stæði I«] Brúsastaðir Brúsastaðir 15700 tastæði Brúsastaðir Brúsastaðir ÞlNGVAUAVEGUR [36] þjónustuhús snyrting ÖXAR'AR' ,FOSS/' M0APTANS- DRANGUW ARNAR- KLETTUR UKOlRLBTNDl STROKAR Jjstsynmg 2^þálluTj «ifcyaét * * LANGISTIGUR almannagjá HAKIÐ STFKKJARGJA AANGBRFKK IfROSS- SKARÐ HAMRA- SKARÐ /STUTTI STÍGUR H A L L U R I N N "áðalsvið EFRl VELLIR Alþingis \ veitingar bógestir barna-^ svæði' þjónusfnrorg, búöatbftií veltingar snyrting OkaRÁR\ HÖLMI / NEÐRl VELLl skátan, ■nyrting —^gíi tOO-stæði Leirur “/'JAKOSS’ MIÐMWDA^'^1 plNGVALLA' TÚN <^,B/ER s*2h. menn kCiatobka KiRKJU TÚN KROK- HOLL j??' SVELG- Katt*RGSX SElGLUfl TonoÍT^Lglugjá ;kötu- rjöRN SPQNGIN FLOSA PENINGA- GJA HLAUP FjOSAVATN FJÖSAGjX STÖÐULL SlLFRU HÖLL SKOGARkOTS VEGUR ’ SILFRUHÆÐ GÖNGUVEGUR \ iSKÖGARKOT rtrktteKtor GlcxmíX Ki'm Islendingabók Ara fróða segir svo frá að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi lagst niður í búð sinni, breitt yfir sig feld sinn og legið þar án þess að mæla orð af vörum í tvö dægur. Að því búnu kvaddi hann þingheim saman og kvað svo á að íslendingar skyldu allir skírast til kristinnar trúar. Á hinn bóginn skyldi heimilt að blóta á laun og viðhafa gamlar venjur um útburð barna og hrossakjötsát. Þetta einstaka atvik, þegar heilt samfélag sneri baki við hefðbundnum átrúnaði sínum, norrænni heiðni, og gekk kristni á hönd, friðsamlega og án átaka, hefur vakið mesta athygli við kristnitökusög- una. Við kristnitöku á Alþingi árið 1000 bjó á ís- landi ein þjóð og frá þeim tíma hefur ein kirkja verið við lýði. Þessar aðstæður hafa ráðið úrslitum um þá miklu samstöðu og samheldni sem einkennt hafa (slendinga allt fram á okkar daga. HÁTÍÐARSVÆÐIÐ Þingvellir eru helgistaður allra íslendinga og það er við hæfi að aðalhátíðarhöld 1000 ára kristnitöku- afmælis landsins fari þar fram. Eins og sjá má á kortinu er hátíðarsvæðið stórt og mikið og þar verð- ur boðið upp á ýmsa þjónustu. Fjöldi starfsmanna verður gestum til aðstoðar. Fjögur hlið verða inn á hátíðarsvæðið, við Hakið ofan við Almannagjá og við Öxarárfoss, en þar verð- ur stigi og brú yfir ána. Þriðja hliðið verður við þjóðveginn sem liggur að Þingvallabæ og það fjórða við Peningagjá, en þar verður einnig stjórn- stöð staðsett. f kringum hátíðarsvæðið eru skipu- lögð 23 þúsund bílastæði fyrir einkabíla, en rútur munu leggja við Hakið. Þingvellir eru elsti þjóðgarður á (slandi og hafa verið friðaðir í tæp sjötíu ár. Staðurinn er afar sérstæður frá náttúrunnar hendi og verður þess gætt eins og kostur er að vernda gróður og nátt- úru fyrir ágangi sem óhjákvæmilega verður á fjöimennum samkomum sem þessari. EFLING ANDANS Auk helgistunda, hátlðarmessu, þingfundar og hátíðartónleika verður víða á hátíðarsvæðinu boðið upp á listfiutning og viðburði af ýmsu tagi. Þar má nefna lúðrasveitir, kóra og leikflokka, listdans og glímu, vatnadísir og víkinga, engla og ára. Fjölbreytileg menningardagskrá verður báða dagana í Þingvallakirkju. Af einstökum atburðum má nefna „Dyggðirnar sjö", sem er viðfangsefni 14 myndlistar- manna sem sýna í Stekkjagjá, og lúðrablástur við Öxarár- foss. Samfelld dagskrá verður á barnasvæðinu og sögugöngur um svæðið undir leiðsögn fróðra manna. ítarleg dagskrá verður síðan send til allra heimila á iandinu íjúní næstkomandi.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.