Ský - 01.06.2002, Síða 10

Ský - 01.06.2002, Síða 10
FYR5T & FREM5T = HORFINN HEIMUR veröld sem var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur gefst í sumar fágæt innsýn t tilveruna eins og hún var á íslandi fyrir ekki svo mörgum árum. Safnið hefur leitað fanga í eigin myndasöfnum og sett saman sýningu úr hátt á annað hundrað blaðaljós-myndum frá árunum 1965 til 1975; þegar hárþurrkur litu út eins og geimhjálmar, grúfustfllinn var enn viðtekinn í hástökki og frumgeröir af Ijósabekkjum voru að koma á markaðinn. Þetta er töfrandi heimur í svarthvítu þar sem bregður fyrir jafnt nafntoguðum sem óþekktum íslendingum. Blaðaljósmyndir er einn fyrirferðamesti flokkur myndefnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á safninu eru varðveitt filmusöfn frá Ijósmyndurum sem star- fað hafa sem blaðaljósmyndarar auk filmusafna frá einstökum fjölmiðlum. Það er langt í frá að allar þær myndir sem eru á sýningunni hafi komiö almenningi fyrir sjónir og þær sem þirtust lesendum voru oft smáar á síðum þlaðanna, gæðin lítil, klipptar og skornar og sem hluti af frásögn. Hlutverk blaðaljósmynda er nær eingöngu bundió við atburðinn, vin- nubrögð blaöaljósmyndara einkennast af hraða og snörum handtökum og blaðaljósmyndum er í raun ætlaður skam- mur líftími; þær eru vinnugögn og lítt metnar. Á sýningunni er leitast við að sýna blaðaljósmyndir með öðrum hætti en venja hefur verið. Ljósmyndin er tekin úr sínu upprunalega samhengi sem lyftistöng frásagnar. Stækkuð og sett upp á vegg fær myndin að njóta sín til fullnustu; hún á sér líf fyrir utan atburðinn, sjálfstæóan tilverurétt. Kona í Ijósabekk, 1970 og hástökk kvenna, 1969. Ljósm.: Gunnar Heiðdal.Jóhannes Kjarval, 1965. Ljósm.: Jóhann Vilberg.Hárþurrkun, 1973. Ljósm.: Bjarnleifur Bjarnleifsson. 8 SKÝ

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.