Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Page 18
Flest tiltæk gögn um mannfjöldann og aðra þætti, sem snerta rekstur
Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga í landinu, benda til þess,
að sú þjónusta, sem nú er x höndum ríkis og sveitarfélaga, muni vaxa
á næstu árum, hvort sem hún færist að einhverju leyti í hendur annarra,
eður ei. Þess er ekki að vænta, að fækkun barna og unglinga í borginni
leiði í bráð til samsvarandi lækkunar kostnaðar við umönnun og fræðslu.
Allt kapp er lagt á eflingu framhaldsmenntunar, heilsugæzlu og bætta
aðstöðu til lækninga. Þar við bætist, að aukið tillit er tekið til þeirra,
sem búa við skertan hlut á einhvern hátt. Aukinni þjónustu verður vafa-
lítið sinnt að einhverju leyti með því að gæta meiri hagkvæmni í þeim
rekstri, sem fyrir er, en sem fyrr verða mestar vonir bundnar við hagvöxt.
Að öðrum kosti sér aukin skattheimta fyrir annarri skiptingu lífsgæðanna
en nú á sér stað.
Gögnum um Reykvíkinga er meðal annars raðað með hliðsjón af skiptingu
borgarinnar í 15 skólahverfi, en þau eru síðan dregin saman í 6 borgar-
hluta á eftirfarandi hátt:
Vesturbær, skólahverfi auðkennd með tölust. 1
Austurbær,
Norðurbær,
Suðurbær,
Árbær,
Breiðholt,
Samkvæmt þessari skipan nær Vesturbær frá mörkum Seltjarnarnesskaupstaðar
að Lækjargötu. Þar tekur Austurbær við allt inn að Kringlumýrarbraut.
Suðurlandsbraut skiptir síðan löndum með Norður- og Suðurbæ. Norðurbær
nær til strandar, en Suðurbær liggur að Reykjanesbraut og mörkum KÓpa-
vogskaupstaðar. Árbær er eina íbúðahverfið austan Elliðaáa. Breiðholt
tekur við austan Reykjanesbrautar og teygir sig eins langt og byggð nær
í átt að Elliðaám að vestan.
Athygli skal vakin á því, að niðurstöðutölur um íbúafjölda í einstökxim
hverfum ber ekki saman í öllum tilvikum. Þetta á rætur að rekja til ólíkra
aðferða við talningu. Yfirleitt er talið eftir götum, en töflur um fjöl-
skyldustærðir eru miðaðar við staðgreini. Þá er þess að geta, að fjöldi
barna á fyrsta aldursári er vantalinn í fólksfjöldatölunum 1978, þar sem
upplýsingar vantar um fjölda lifandi fæddra tvo síðustu mánuði ársins.
II II
II II
II II
II II
2
3
4
5
II II