Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Page 82
68
Samgöngur
Inngangur
Öll samgöngutækni hefur tekið stórstígum framförum á sxðustu árum.
Hún hefur breytt heimsmynd fólks og tímaskyni, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr. Framfarirnar eiga rætur að rekja til aukinnar, fjöl-
breyttari og oft hagkvæmari notkunar orku en fyrrum var unnt að koma
við.
Sjálft samgönguhugtakið nær í víðasta skilningi til hvers kyns flutn-
inga, hvort sem um er að ræða flutning fólks, varnings, boða eða
upplýsinga. Flutningatækin eru margvísleg, en þar má nefna bíla,
skip, flugvélar, línur, leiðslur og búnað til þráðlausra sendinga.
Hvert þessara flutningatækja lýtur sínum eigin leiðalögmálum, ef svo
má að orði komast, með hliðsjón af farvegi, sendi- og móttökustöðvum,
sem tengjast í margs konar sjálfstæð eða samtengd kerfi í samræmi við
eðli flutningsins. Afköstum kerfanna eru margvísleg takmörk sett.
Nýting þeirra er misjöfn, álagsþol breytilegt og mjög er misjafnt í
hvaða mæli unnt er að nota kerfin hvert í annars stað.
NÚ reynist æ oftar kleift að láta boð koma í stað flutnings fólks eða
jafnvel varnings og hefur það þegar leitt til mikilla breytinga á
fyrirkomulagi stjórnunar, ráðgjafar, sölu og dreifingar, svo fátt
eitt sé nefnt af því, sem snertir þátt samgangna í mótun atvinnuhátta.
Allir kannast við það, að notkun síma sparar þeim marga ferðina í
dagsins önn, en mun færri hafa að líkindum leitt hugann að því, í
hve ríkum mæli ýmis konar starfsemi er stjórnað frá öðrum stað, öðru
landi, eða annarri heimsálfu, en hún fer fram í.
Gögnin í þessum kafla gefa aðeins vísbendingu um lítið brot af því,
sem fram fer á sviði samgangna hérlendis. Öflun og úrvinnsla gagna
um einstaka þætti samgöngustarfseminnar er oft hið mesta vandaverk,
því að starfsemin er sundurleit og yfirleitt flókin. Það er hins
vegar til marks um mikilvægi starfseminnar, að af hálfu ríkisvalds-
ins er lögð sérstök áherzla á verðjöfnun innan samgöngukerfisins í
landinu í nafni byggðastefnu. Með því er dregið úr yfirburðum