Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Síða 95
81
NOTKUN ALMENNINGSVAGNA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Otdráttur úr skýrslu Þ.R.
1 apríl 1976 samþykkti skipulagsnefnd bókun, þar sem Þróunarstofnun var
falið í samvinnu við stjórn S.V.R. að gera m.a. tillögu að stefnumörkun
S.V.R. í framhaldi af þessari bókun lagði Þróunarstofnun til, að gerð
yrði könnun á notkun almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur
Þróunarstofnunar voru samþykktar og var könnunin gerð 19. og 20. okt. 1976.
Könnunarsvæðið var allt höfuðborgarsvæðið, að undanskildum Mosfells- og
Bessastaðahrepp, þar sem varla var unnt að tala um almenningsvagnaþjónustu,
en í könnuninni var miðað við minnst eina ferð á klukkustund. Á könnunar-
svæðinu bjuggu tæplega 116 þúsund íbúar 1. des. 1976.
Á könnunarsvæðinu eru þrír aðilar, sem sjá um almenningsvagnaþjónustu:
Strætisvagnar Reykjavíkur, Strætisvagnar Kópavogs og Landleiðir.
Könnunin fór þannig fram, að farþegum 10 ára og eldri, var afhentur
spurnarseði11 þegar þeir stigu inn í vagninn, með tilmælum um að fylla
hann út og afhenda við útgöngudyr. Á seðlinum var spurt, hvaðan og hvert
haldið væri, í hvaða erindum, ennfremur um aldur farþega og hvort skipt
hefði verið um vagn.
Þátttaka í könnuninni var mjög góð. Af 58.800 farþegum, sem komu inn í
vagnana könnunardagana, fengu um 54.000 spurnarseðla og 53.600 skiluðu
þeim aftur.
Vegna umfangs fór öll úrvinnsla könnunarinnar fram í tölvu. Öll gögn
voru lesin yfir og svör tölusett þar sem þess þurfti. Til endanlegrar
úrvinnslu voru teknir spurnarseðlar, sem höfðu svör við öllum spurningum,
en þeir eru 62.5% af heildarfarþegafjölda, en 68.5% af skiluðum seðlum.
Athuganir á úrtakinu sýndu, að það væri nægilega gott til þess að nota
í úrvinnslunni, þrátt fyrir ýmsar kerfisbundnar skekkjur.
Helztu niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi:
1. Farþegar almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu eru um 59 þús. á
venjulegum haustdegi. Þar af eru skiptifarþegar um 12 þús., þannig
að ferðafjöldinn er um 47 þús. eða 0.4 ferðir/íbúa/dag og er notkun
almenningsvagna minni en í borgum af svipaðri stærð á hinum Norður-
löndunum. S.V.R. flytur stærsta hlutann, um 49 þús. farþega daglega.