Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Side 113
99
Olíunotkun samsvaraði 7.108 GWh árió 1977 og hefur ekki aukizt í
sama mæli og raforku- og jarðvarmanotkun á undanförnum árum. Frá
1970 til 1977 jókst olíunotkun aðeins um tæp 20% samtímis því sem
raforkunotkun jókst um 78% og jarðvarmanotkun um 51%. Framan af
tímabilinu jókst olíunotkun nokkuð ár frá ári unz hún náði hámarki
árið 1973, en hefur dregizt saman síðustu árin. Mest hefur olíu-
notkun til húshitunar dregizt saman, eða um 674 GWh frá 1973 til
1977, en tilsvarandi aukning hefur orðið á rafhitun og jarðvarma-
notkun. Einnig hefur sala á þotueldsneyti dregizt verulega saman,
eða um 161 GWh frá 1972, er hún náði hámarki. Þá hefur notkun
gasolíu til bifreiða, raforkuvinnslu og iðnaðar minnkað nokkuð frá
1973, er þessi notkun var í hámarki. Benzínnotkun hefur hins vegar
vaxið óslitið ár frá ári á öllu tímabilinu frá 1970 til 1977 og gas-
olíunotkun í fiskiskipum hefur aukizt mjög ört einkum á árunum 1972
til 1975. Árið 1977 skiptist olíunotkunin þannig, að benzínnotkun
var 14.8% af heildarnotkuninni í GWh, þotueldsneyti 11.2%, gasolía
til húshitunar 17.9%, gasolía til fiskiskipa 22.3%, gasolía til
bifreiða, raforkuvinnslu og iðnaðar 12.9%, brennsluolía, einkum til
iðnaðar 20.2% og önnur olíunotkun, svo sem flugvélabenzín, stein-
olía og fleira 0.7%.
Verg orkunotkun íslendinga 1970 - 1977 (GWh)
R a f o r k a
Ár Til ál- vinnslu Annað Samtals Jarð- varmi Olía Heildar- notkun
1970 665 795 1.460 1.757 5.924 9. 141
1971 706 886 1.592 1.852 6.403 9.847
1972 809 959 1.768 1.966 6.556 10.290
1973 1.231 1.054 2.285 2.116 7.141 11.542
1974 1.230 1.112 2.342 2.188 7.088 11.618
1975 1.078 1.218 2.296 2.408 6.923 11.627
1976 1.121 1.300 2.421 2.552 6.609 11.582
1977 1.204 1.398 2.602 2.660 7.108 12.370
2. Orkuspá til ársins 1990.
í febrúar 1977 gaf orkuspárnefnd, sem í eiga sæti fulltrúar frá Orku-
stofnun, Landsvirkjun, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitum
ríkisins, Laxárvirkjun og Sambandi íslenzkra rafveitna, út raforkuspá