Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Blaðsíða 124
110
Atvinnumál
Lítið verður ráðið af gögnum þessa kafla um það, hvernig ástatt er
í atvinnulífinu um þessar mundir, enda eru nýjustu upplýsingar um
atvinnuskiptinguna orðnar nálega tveggja ára gamlar, þegar þær
birtast hér. Öðru máli gegnir, þegar gögn uokkurra síðustu ára eru
borin saman. Þá koma i ljós breytingar á einstökum greinum, sem gefa
til kynna, að dregið hafi úr atvinnuöryggi í Reykjavík og þar með á
höfuðborgarsvæði. Niðurstöður samanburðar á tekjum Reykvíkinga og
annarra kaupstaðabúa í landinu síðasta áratug styrkja þessa skoðun,
og ályktanir, sem dregnar verða af tiltækum gögnum um mannfjöldann,
hníga í sömu átt.
Tekjur á hvern íbúa hækkuðu minna í Reykjavík en öðrum kaupstöðum á
tímabilinu 1967 til 1978. Hækkun tekna Reykvíkinga á tímabilinu náði
ekki landsmeðaltali. Þó, að enn séu tekjur á hvern íbúa í Reykjavík
lítið eitt yfir landsmeðaltali. Reykvikingar, sem voru með einna
hæstar meðaltekjur kaupstaðarbúa í upphafi tímabilsins, höfðu einna
lægstar tekjur í lok þess. Tekjur á hvern framteljanda í Reykjavík
tóku hliðstæðum breytingum á tímabilinu.
Þessi þróun á sér flóknar skýringar, en byggðastefna ríkisvaldsins
hefur að minnsta kosti flýtt mjög fyrir henni. Byggðarlög utan
Reykjanessvæðis hafa um langt skeið setið fyrir lánsfé, beinum fjár-
framlögum og framlögum til opinberra framkvæmda, auk þess sem þau
hafa notið margháttaðra verðjöfnunaraðgerða í vaxandi mæli. í ljósi
þess, hve íslenzkur markaður er lítill og útflutningsframleiðsla ein-
hæf, reynist ekki erfitt að skilja, hvers vegna byggðastefnan hefur
í heild sinni fyrst og fremst leitt til flutnings á framleiðslustarf-
semi frá höfuðborgarsvæði.
Vöruframleiðsla landsmanna í heild hefur aukizt nokkuð á tímabilinu,
en það á að miklu leyti rætur að rekja til þess, að afköst í sjávar-
útvegi hafa verið aukin á hæpnum forsendum, svo sem flestum mun
kunnugt. Hlutdeild Reykjanessvæðis í veiðum og vinnslu sjávarafla
hefur minnkað á síðustu árum. Sá afli, sem þar hefur borizt á land
af botnlægum tegundum, helzt að ví.su svipaður frá ári til árs, en