Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Síða 125
111
víðast annars staðar hefur hann aukizt að mun. Jafnframt er sam-
setning aflans lakari á Reykjanessvæði, sé miðað við hlutfall þorsks
og ýsu.
Vöxtur hvers kyns þjónustu hefur reynzt svo ör að enn er næg atvinna
í Reykjavík sem annars staðar á höfuðborgarsvæði. Öll rök hníga að
því, að þjónustan haldi áfram að vaxa á næstu árum, einkum þeir
þættir opinberrar þjónustu, sem nefndir eru í inngangi kaflans um
mannfjöldann hér að framan. Stór hluti opinberrar þjónustu er hins
vegar því marki brenndur, að hann verður ekki látinn í skiptum á sama
hátt og vara eða þjónusta, sem seld er á einhvers konar markaði. Þess
í stað eru skattar innheimtir til þess að standa straum af kostnaði
við umsvif hins opinbera. Af þessum sökum verður að mæta kostnaði,
sem hlýzt af auknum umsvifum hins opinbera, með auknum afköstum í þeim
greinum, sem skila seljanlegri vöru eða þjónustu inn á einhvern markað.
Að öðrum kosti skerðast kjör allra annarra en þeirra, sem aukin opinber
þjónusta á að beinast að.
Margsinnis hefur verið bent á, að þéttbýlið á höfuðborgarsvæði hefur
dafnað í skjóli þess, að þar hafa skilyrði reynzt bezt hérlendis til
þess að koma á fjölbreyttum atvinnuháttum og rækja þá samfélagsstarf-
semi, sem þykir ómissandi í nútímaþjóðfélagi. Fólk er núorðið upplýst
um tækifæri, sem því bjóðast erlendis ekki síður en hérlendis og
flutningur fólks milli landa er ekki sömu vandkvæðum bundinn og áður.
Höfuðborgarsvæðið hefur í auknum mæli orðið átakspunktur í samkeppni
um fólk, sem gjaldgengt er á erlendum vinnumarkaði. Landsmenn allir
verða því að fara að sjá hug sinn í því að styrkja svæðið í stað
þess að draga úr því máttinn á þann hátt, sem gert hefur verið að
undanförnu.
í inngangi kaflans um atvinnumál í síðustu árbók var gerð grein fyrir
aðdraganda og mótun stefnu borgarstjórnar í atvinnumálum, svo og
samþykkt stefnuskrár borgarstjórnar um það efni. Borgarstjórn hefur
nú kveðið á um það, hvernig unnið skuli að framgangi stefnumálanna.
Á fundi borgarstjórnar hinn 18. janúar 1979 var gerð svofelld samþykkt:
"Borgarstjórn samþykkir að kjósa fimm manna atvinnumálanefnd
til að vinna að eflingu atvinnulífs í borginni og til þess að
annast framkvæmd þeirra verkefna, sem borgarstjórn eða borgar-
ráð í umboði hennar ákveður að borgin beiti sér fyrir á sviði