Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Page 187
173
GJALDSKRARMÁL
Inngangur
Gildandi reglur og venjur um ákvörðun gjaldskrár eru all-breytilegar.
Gjaldskrár eru ýmist gefnar út sérstaklega eða sem hluti af reglugerðum,
og í sumum tilvikum þarf að leita staðfestingar ráðherra, en í öðrum ekki.
Tillögur um nýjar gjaldskrár, eða breytingar á gjaldskrám, berast borgarráði
að jafnaði frá forráðamönnum hlutaðeigandi fyrirtækja eða stofnana, eða
stjórnum þeirra. Ef í reglugerð er ákvæði um það, að leita þurfi staðfestingar
ráðherra á nýrri gjaldskrá, sendir borgarráð tillögurnar, ásamt hugsanlegum
breytingum, áfram til borgarstjórnar þar sem endanleg ákvörðun er tekin að
loknum tveimur umræðum. Þá loks er unnt að senda hina nýju gjaldskrá til
staðfestingar í hlutaðeigandi ráðuneyti. Á hinn bóginn getur borgarráð
tekið endanlega ákvörðun um gjaldskrá með samhljóða afgreiðslu, ef ekki er
í reglugerð kveðið á um það, að leita þurfi staðfestingar ráðherra.
Verði borgarráð ekki samhljóða um afgreiðslu, fer málið til einnar umræðu
og endanlegrar ákvörðunar í borgarstjórn. Allt frá 1970 hefur þurft að
sækja um leyfi verðlagsyfirvalda til allra gjaldskrárbreytinga, en sú
leið hefur reynzt torsótt eins og að líkum lætur. Verður nú vikið
stuttlega að einstökum fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar:
Rafmagnsveita:
Samkvæmt 10. grein gildandi gjaldskrár Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, er heimilt að breyta gjaldskránni til samræmis
við verðbreytingar, enda miðist gjaldskráin ætíð við það,
að tekjur Rafmagnsveitunnar standi undir rekstrargjöldum
hennar svo og aukningu veitukerfisins, Við ákvörðun
gjaldskrár skulu ætíð liggja fyrir áætlanir um rekstur
og fjárfestingar á næsta 5 ára tímabili.