Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Síða 258
REGLUGERÐ
um fasteignaskráningu og fasteignamat
1. gr.
Skráning á fasteignum skal fela í sér nýjustu upplýsingar sem til-
tækar eru um eftirtalin atriði, sem fasteign varðar, auk nauðsynlegra
greinitalna hverrar fasteignar:
1. Upplýsingar um land: Nafn lands. Flatarmál lands, eftir gæða-
flokkum ef við á. Merki landa og lóða eða vísan til hvar þau
eru skráð. Aðalnotkun. Aukanotkun. Réttindi til nota af
öðru landi sem eigninni fylgir. Kvaðir, sem á eign hvíla.
Hlunnindi. Tegund eignar- eða umráðaréttinda yfir landinu.
Lok leigutíma, ef við á. Ársleiga, ef við á. Tilvitnun til
mannvirkja á landinu. Matsverð.
2. Upplýsingar um mannvirki:
2.1. Upplýsingar um mannvirki sem heild: Nafn mannvirkis, ef
það er annað en lóðar. Aðalnotkun. Aukanotkun. Gerð,
eftir nánari ákvörðun. Byggingarár. Byggingarstig, ef
við á. Byggingarefni. Byggingarlag, fjöldi hæða o.þ.h.
Fjöldi skráningarhluta. Grunnflatarmál mannvirkis.
Gólfflatarmál mannvirkis. Rúmmál mannvirkis. Tegund
hitunarkerfis (ofnar, lofthitun, geislahitun). Hitagjafi
(heitt vatn, olía, kol, rafmagn). Tenging við rafveitu.
Tenging við vatnsveitu. Tenging við skolpveitu. Sameign.
Matsverð, ef ekki er um fleiri sérgreinda hluta mann-
virkis að ræða.
2.2. Upplýsingar um sérgreinda hluta mannvirkis: Nafn ef við
á. Greinitala skráningarhluta mannvirkis. Rúmmál og
flatarmál skráningarhluta. Aðalnotkun. Aukanotkun.
Byggingarstig samkvaant nánari ákvörðun. Ásigkomulag.
Tegund eignar- og umráðaréttinda yfir skráningarhluta.
Matsverð.
2.3. Sérstakar upplýsingar um íbúðir: Fjöldi herbergja. Eldhús.
Eldunaraðstaða. Baðherbergi. Snyrting. Sérþvottahús.
Lofthæð.
3. Upplýsingar um eigendur og/eða umráðamenn, sem skráðar skulu um
land og mannvirki eða skráningarhluta mannvirkis, eftir því sem
við á: Nafn eiganda og nafnnúmer eða fyrirtækisnúmer. Nafn
umráðamanns og nafnnúmer eða fyrirtækisnúmer. Nafn ábúanda og
nafnnúmer eða fyrirtækisnúmer. Nöfn eigenda annarra réttinda
yfir hinni skráðu eign ásamt nafnnúmeri eða fyrirtækisnúmeri.
Þar sem um er að ræða leigjendur skal skráning takmörkuð við
leigjendur að heilum skráningarhlutum.
4. Sérgreindar upplýsingar um bújarðir: Nafngreina skal eiganda
jarðar og ábúanda. Einnig skal tilgreina nöfn eigenda annarra
réttinda yfir hinni skráðu eign ásamt nafnnúmeri eða fyrirtækis-
númeri. Að auki skulu skráðar upplýsingar, sem varða búskapar-
stöðu og legu gagnvart þjónustu, eftir því sem henta þykir.
2. gr.
í lok hvers árs skal Fasteignamat ríkisins gefa út fasteignaskrá til
nota fyrir opinbera aðila, og geymi hún nýjustu upplýsingar um skráningu
og mat fasteigna.