Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Qupperneq 261
247
Afréttarlönd, sem eru í eigu sveitarfélaga eða sameign fleiri jarða
og aðallega eru notuð til upprekstrai; skal ekki meta sérstaklega, en
taka skal upprekstrarréttinn til greina við mat þeirra jarða, sem hann
eiga, Sama á við um skilaréttir og gangnamannakofa.
Lönd, sem eru í erfðafestu, skal meta sér, hvort sem mannvirki hafa
verið reist þar eða eigi.
Meta skal sér allar eignar- og leigulóðir, svo og hvers konar eignar-
og leigulönd, þar á meðal sumarbústaðalönd.
Meta skal sér íbúðir fjölbýlishúsa, sbr. lög nr. 59/1976, ásamt hlut-
deild í lóð og annarri sameign, enda liggi skipting fyrir í þinglýstum
heimildum. Að fullnægðu síðastgreindu skilyrði, skal einnig í öðrum til-
vikum taka til sjálfstæðs mats einstaka hluta mannvirkja, sem vegna sér-
greinds eignarréttar eða sérstakrar notkunar er eðlilegt að fara með sem
sjálfstæðar eindir.
Þrætusvæði milli fasteigna má meta sér í lagi.
Nú rís ágreiningur um, hvort um sérstaka fasteign sé að ræða eða ekki,
og sker þá Yfirfasteignamatsnefnd úr.
6. gr.
Mati skal haga þannig, að tilteknir þættir fasteignar séu metnir til
grunnverðs, en síðan skal meta gangverð eignar í heild.
Hús og önnur mannvirki skulu metin ásamt fylgifé sínu. Til fylgifjár
teljast þeir munir, sem tilheyra mannvirki samkvæmt þeirri notkun, sem
það er ætlað til, og almennt er gengið út frá að fylgi mannvirki af því
tagi, sem um er að ræða. Til fylgifjár teljast þó ekki, þótt skeyttar
séu við fasteign, vélar né önnur tæki til atvinnurekstrar né heldur
heimilisvélar, að frátöldum eldavélum.
Mannvirki í byggingu skal að jafnaði meta einu sinni á ári miðað við
það ásigkomulag, sem þau eru þá í. Mannvirki eða einstaka hluta þeirra
skal þá fyrst taka í fasteignamat, er þeir teljast fokheldir.
Mannvirki, sem horfa fyrst og fremst til aukinna nota og arðs af
landi, svo sem vegir, brýr og girðingar, eða horfa almennt til bættrar
búskaparaðstöðu, eins og vatnsleiðslur og raflínur til bæja, skulu eigi
metin sérstaklega, en við mat á landi skal tekið tillit til aukins verð-
mætis, sem frá mannvirkjunum stafar.