Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Blaðsíða 262
248
7. gr.
Mati til grunnverðs skal haga þannig, að einstakir þættir fasteignar
séu metnir til verðs, sbr. 2.-5. ragr. þessarar greinar.
Meta skal verð lands og lóða til grunnverðs með hliðsjón af líklegu
söluverði sambærilegs lands í því héraði, sem um er að ræða. Skal þar
tekið tillit til hvers konar kosta á hagnýtingu eignar að frátöldúm
hlunnindum, er meta á sérstaklega til grunnverðs skv. 5. mgr. þessarar
greinar. Við mat lands og lóða ti1 frumverðs, skal gæta matssjónarmiða
samkvæmt 8. gr. reglugerðar þessarar, eftir því, sem við á.
Meta skal mannvirki til grunnverðs með því að miða vi ð byggingarkostnað
(endurstofnverð) samsvarandi mannvirkis. Taka skal tillit til ásigkomulags
mannvirkis, fyrst og fremst áhrifa aldurs miðað við byggingarefni, viðhald
og byggingarlag.
Tún og önnur ræktun landbúnaðarlands skal metin á grundvelli endur-
ræktunarkostnaðar.
Hlunnindi af veiði, reka, dún-, eggja- og fuglatekju svo og jarðhita
skal að jafnaði meta til grunnverðs með því að tífalda árlegan nettóarð,
sem af þeim fæst eða telja má eðlilegt að af þeim mætti hafa.
8. gr.
Mat fasteignar í heild skal miða við það gangverð, umreiknað til stað-
greiðslu, sem líklegt er að hún mundi hafa í kaupum og sölum. Auk grunnverðs,
sbr. 7. gr. reglugerðar þessarar, skal einkum hafa til hliðsjónar þau atriði
sem talin eru í 2.-6. mgr. þessarar greinar.
Hafi fasteign verið seld eða verið metin vegna lántöku, vátryggingar
eða af öðrum ástæðum á síðustu tíu árum áður en mat fór fram, skal hafa
hliðsjón af því sölu- eða matsverði, en gæta skal almennra breytinga á verð-
lagi fasteigna, sem orðið hafa frá virðingar- og söludegi til matsdags.
Þá skal tekið tillit til lánskjara við sölu og verðmætis útgefinna skulda-
bréfa. Á sama hátt má hafa hliðsjón af mats- og söluverði fasteigna í
grenndinni.
Taka skal tillit til tekna, sem af fasteign stafa, landfræðilegrar
legu hennar og afstöðu til annarra fasteigna. Ennfremur legu fasteignar
við samgöngum, viðskiptum og atvinnurekstri og hagnýtingarkostum hennar með
hliðsjón af því og almennum ákvæðum löggjafar um byggingar- og skipulagsmál,
vegalögum og hvers konar friðunarlöggjöf, svo og ákvörðun þeirra stjórnvalda,
er um slík málefni fjalla. Eigi skal taka tillit til sérstakra ákvæða eða
reglna um hámarkssöluverð fasteigna.