Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Blaðsíða 263
249
Taka skal til greina landshætti alla á þeim stað, þar sem fasteign
er, þróun atvinnumála þar, svo og það, hvernig þar er háttað viðskiptum,
samgöngum, menntunaraðstöðu, heilbrigðisþjónustu og hvers konar þjónustu
annarri af hálfu hins opinbera eða einkaaðila.
Við mat á gangverði fasteignar skal eigi taka tillit til veðskulda,
sem hvíla á fasteign, né heldur leigukjara, ef fasteign er leigð, nema
að því Jeyti, sem slíkt er til upplýsingar um gangverð eignar. Ti 1
kvaðar skal taka tillit með þeim hætti, að hún sé metin til lækkunar á
verði hinnar kvaðarbundnu eignar, en rétthafa til eignar, eftir atvikum
með því að hækka verð þeirrar fasteignar, sem ítak eða annar slíkur
réttur fylgir.
Mat lóða skal miðast við sennilegt söluverð slíkra lóða í því þétt-
býlishverfi, sem um er að ræða, enda sé lóðin hæf til tilætlaðra nota,
svo sem byggingar íbúðarhúss, iðnaðarhúss eða fyrir annan atvinnurekstur.
Skal leitast við að finna út lóðarverð í viðkomandi hverfi. Ber við
slíkt almennt mat að taka tillit til þeirra atriða, sem hafa almennt
áhrif á lóðarverð í hverfinu, svo sem afstöðunnar milli íbúðarhúsa og
atvinnuhúsnæðis, þéttbýlis umhverfis viðskiptahverfi, samgangna, venju-
bundinnar aðsóknar almennings að einstökum verzlunarhverfum, hagnýtingar
og hagnýtingarkosta með hliðsjón af almennum ákvæðum laga um byggingar-
og skipulagsmál og ákvörðunum yfirvalda, sem um slík málefni fjalla. Þá
ber að taka tillit til þess tilkostnaðar, sem það hefur haft í för með
sér að gera lóð hæfa til þeirra nota, sem hún er í. Við mat lóða skal
fylgt sömu grundvallarreglum hvort sem um er að ræða eignarlóð eða leigulóð.
Við sjálfstætt mat sérstakra hluta mannvirkis, sbr. 8. mgr. 5. gr.
skal taka tillit til þess, ef afnot einstaks eða einstakra hluta verður
að telja verðmætari en not mannvirkis að öðru leyti, svo sem vegna betri
aðstöðu til hagnýtingar legu lóðar við verzlun og viðsklptum.
Bújarðir skulu metnar miðað við notkun þeirra til búskapar, á meðan
þær eru nýttar þannig, en fullt tillit skal taká til hlunninda og annarra
sérstakra verðmæta.
Skráð matsverð fasteignar skal vera gangverð, umreiknað til stað-
greiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í nóvember-
mánuði næst á undan matsgerð. Við útreikning staðgreiðsluverðs skal miða
við raunverulegt verðmæti lána, sem tíðkast að veitt séu á hluta kaupverðs
við sölu. Skal þar taka tillit til þess, hvernig peningamálum er háttað
á hverjum tíma, svo og öðrum aðstæðum sem máli skipta.