Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1995, Page 13
IX
FORMÁLI
Árbók Reykjavíkur hefur verið gefin út samfellt frá árinu 1973 og er þessi bók því hin
23. í röðinni.
Utgáfan ber öðru fremur vott um viðleitni til þess að koma á framfæri helstu tiltæku
upplýsingum um ýmsa þætti, sem hafa beint eða óbeint áhrif á borgarreksturinn.
Það kann að skjóta skökku við á tímum jafn örra breytinga og nú eiga sér stað, að val
á upplýsingum til birtingar í Árbókinni skuli mótast svo mjög af hefðum og reglum
endurtekningarinnar sem raun ber vitni. Þar er því til að svara, að megináhersla hefur
frá upphafi verið lögð á birtingu talna og texta um grundvallaratriði en lítið sem
ekkert verið fjallað um úrvinnslu, afleiddar ályktanir og leit að svokölluðum
lykiltölum eða mælikvörðum. Þessi afstaða hefur byggst á því, að eðlilegra sé að
sækja sérstakar upplýsingar um rekstur borgarinnar í aðrar heimildir eins og
ársreikninga Reykjavíkurborgar, ársskýrslur einstakra stofnana borgarsjóðs og
borgarfyrirtækja og greinargerðir um sérstakar athuganir og úttektir þessara aðila.
Breytingar á stjómsýslu og rekstri hins opinbera, þ.e.a.s. ríkis og sveitarfélaga hafa
verið ofarlega á baugi í þjómálaumræðunni hérlendis nokkur undanfarin ár eins og
víða erlendis. Þar hefur annars vegar verið rætt um leiðir til þess að stemma stigu við
auknum umsvifum og útgjöldum hins opinbera með það fyrir augum að halda afitur af
og helst að draga úr skattheimtu og öðrum opinberum álögum. Hinsvegar hefur verið
rætt um nauðsyn þess að breyta áherslum í opinberum rekstri með því að draga úr
framlögum á tilteknum sviðum en auka þau á öðrum. Er þar skemmst að minnast
ráðstafana hérlendis til að halda útgjöldum á sviði heilbrigðismála í skeijum en auka
framlög til skólamála.
Þau viðhorf, sem þama koma firam, hafa m.a. leitt til þess, að vaxandi kröfur eru
gerðar til þess, að fundnir verði haldbærir mælikvarðar á öllum sviðum opinbers
reksturs, er leitt geti í ljós þörf á starfseminni og árangurinn af henni. Það verður því
ef til vill ekki vikist undan því öllu lengur að birta í auknu mæli í Árbókinni ýmsar
lykiltölur og gera þá um leið grein fyrir þeim mælikvörðum, sem ætlað er að varpa
ljósi á þörfína á margvíslegri starfsemi á vegum borgarinnar og árangurinn af henni.
Vandinn í þessu efni er fólginn í því, að opinber umsvip lúta sjaldnast lögmálum
framboðs og efitirspurnar, enda ætti ekki að vera þörf á opinberum afskiptum í slíkum
tilvikum, nema samkeppni verði ekki komið við.