Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1995, Page 191
yfirbyggingin eða tengibyggingin sé þannig úr garði gerð, að hún fullnægi
ekki ein sér kröfum byggingarlaga og -reglugerðar.
4. Af auknu rúmmáli íbúðarhúsa 15 ára og eldri, sem leiðir af endurbótum á
þeim, t.d. með byggingu kvista, anddyris, hækkun þaks, yfirbyggingu
svala, glerskálum o.þ.h., skal ekki greiða gatnagerðargjald, enda nemi
stækkunin ekki meiru en 1/3 hluta af rúmmáli íbúðarinnar og aldrei meiru
en 100 m3 á hverja íbúð. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss, skal
meta hana eins og ef um stækkun vegna einnar íbúðar væri að ræða. Við
ákvörðun gatnagerðargjalds skv. þessum tölulið skal meta í einu lagi þær
stækkanir, sem samþykktar hafa verið á sama húsi á næstu 5 árum á undan.
Samþykki byggingarnefnd breytingar á húsnæði eða notkun húsnæðis, sem
undanþágur samkv. 1., 2. eða 3. tl. 3. mgr. þessarar greinar taka til, þannig að
það uppfyllir ekki lengur skilyrði til lækkunar gatnagerðargjalda, skal greiða
gatnagerðargjald af því húsnæði samkvæmt gildandi gjaldskrá, að teknu tilliti til
þess sem áður hefur verið greitt vegna sama húsnæðis. Ef veitt er undanþága
frá greiðslu gatnagerðargjalds samkv. 1., 2. eða 3. tl. 3. mgr skal þinglýsa
yfirlýsingu á viðkomandi eign um að breytt notkun húsnæðisins geti leitt til
greiðslu gatnagerðargjalda.
3. gr.
Ef lóðarhafi rífur gamalt hús eða flytur af lóð og byggir stærra hús á sömu lóð
skal gjald skv. 2. gr. vera rúmmetragjald nýja hússins að frádregnum
rúmmetrum þess húss, sem fjarlægt er. Sama gildir ef hús brennur og byggt er
að nýju á sömu lóð.
4. gr.
Gjald skal áætla, þegar lóðarúthlutun fer fram. Gjald þetta skal vera
lágmarksgjald og miðast við nýtingarmöguleika samkvæmt því skipulagi, sem
gildir við lóðarúthlutun, og endurgreiðist ekki, þótt minna sé byggt á lóð.
Sama á við þótt nýtingarmöguleikar á lóð minnki eftir að lóð er úthlutað, eða
gert sé ráð fyrir breyttri húsagerð, enda sé skipulagi breytt að ósk lóðarhafa.
Innan mánaðar frá úthlutun skal greiða ákveðinn hluta gatnagerðargjalds, skv.
ákvörðun borgarráðs, ella fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi. Borgarráð ákveður
gjalddaga og greiðsluskilmála á eftirstöðvum. Gatnagerðargjald af rúmmáli,
sem er umfram það sem lágmarksgatnagerðargjald er miðað við skv.
framansögðu, fellur í gjalddaga, þegar byggingarnefndarteikning er samþykkt
og skal greiða það eigi síðar en innan mánaðar. Verði breytingar á
byggingarkostnaði vísitöluhússins á þeim tíma, sem líður frá lóðarúthlutun og
til þess dags, sem teikning er samþykkt, skal umframgatnagerðargjald greiðast
skv. því rúmmetragjaldi, sem gildir þá. Hafi skipulagi lóðar verið breytt
samkvæmt framansögðu áður en byggingarnefndarteikning er samþykkt, skal
umframgatnagerðargjald greiðast samkvæmt því rúmmetragjaldi, sem við á
samkvæmt hinu nýja skipulagi. Þegar byggt er á eignarlóð, áður úthlutaðri lóð
eða eldra hús er stækkað, skal greiða allt gjaldið við útgáfu byggingarleyfis.