Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1995, Síða 271
255
XII. KAFLI
Heilsugæsla.
55. gr.
Um heilsugæslu í grunnskólum fer eftir gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu. Heil-
brigðisþjónusta skólahverfis skal hafa samráð vió skólanefnd og skólastjóra um skipulagn-
ingu og fyrirkomulag heilsugæslu.
Skólastjóra ber að fylgjast með því að nemendur njóti heilsugæslu í skólanum í samræmi
við þá tilhögun sem ákveðin hefur verió skv. 1. mgr.
Sveitarfélög greióa stofnkostnað húsnæðis í skólum sem ætlaö er fyrir heilsugæslu og
annast rekstur þess. Laun starfsmanna viö heilsugæslu í skólum og sérgreindur kostnaóur
við þessa starfsemi greiöist sem annar kostnaóur við rekstur almennrar heilsugæslu í heilsu-
gæslustöð og fer um ráóningu starfsmanna með sama hætti.
XIII. KAFLI
Einkaskólar.
56. gr.
Menntamálaráðherra er heimilt aó löggilda grunnskóla eða hluta grunnskóla, sbr. 3. gr.,
sem kostaóir eru af einstökum mönnum eða stofnunum ef þeir starfa samkvæmt reglugerð
eöa skipulagsskrá sem ráðuneytió staófestir. Slíkir skólar hlíti sama eftirliti og reglum og
aðrir grunnskólar. Böm, sem sækja þessa einkaskóla, hafa undanþágu skv. 7. gr. en for-
stöóumaóur skal fyrir upphaf hvers skólaárs senda hlutaóeigandi skólanefnd skrá um nem-
endur og tilkynna sömu aóilum allar breytingar á nemendaskrá jafnóóum og þær verða.
Einkaskólar eiga ekki kröfu til styrks af almannafé.
Um námsmat í einkaskólum fer skv. 45. og 46. gr.
XIV. KAFLI
Gildistaka.
57. gr.
Lög þessi öólast þegar gildi og koma aó fullu til framkvæmda 1. ágúst 1996, enda hafi
Alþingi þá samþykkt:
a. Breytingu á lögum um Lífeyrissjóó starfsmanna ríkisins sem tryggi öllum þeim kenn-
urum og skólastjómendum vió gmnnskóla, sem rétt hafa átt til aóildar að Lífeyrissjóói
starfsmanna ríkisins, aóild aó sjóónum.
b. Lög um ráóningarréttindi kennara og skólastjómenda viö grunnskóla sem tryggi þeim
efnislega óbreytt ráóningarréttindi hjá nýjum vinnuveitanda. Komi upp ágreiningur
milli samtaka kennara og sveitarfélags um form eóa efni ráóningarréttinda getur hvor
aóili um sig óskaó geróardóms í málinu.
c. Breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um skiptingu skatttekna
milli ríkis og sveitarfélaga meö tilliti til þeirra auknu verkefna er sveitarfélög taka aö
sér samkvæmt lögum þessum.
Jafnframt falla úr gildi ákvæói laga nr. 49/1991 eftir því sem ákvæói þessara laga koma
til framkvæmda fram til 1. ágúst 1996 en þá falla lög nr. 49 frá 1991 aó fullu úr gildi.
Hinn 1. ágúst 1996 falla enn fremur úr gildi lög nr. 49 frá 1967, um skólakostnað, 6. gr.
laga nr. 23 frá 1990, um Námsgagnastofnun, 9. gr. laga nr. 55 frá 1974, um skólakerfi, X.
kafli laga nr. 29 frá 1988, um Kennaraháskóla Islands, enda skal Reykjavíkurborg taka við
öllum rekstri og stjóm Æfingaskóla Kennaraháskóla Islands frá þeim tíma, og lög nr. 61 frá
1957, um heilsuvemd í skólum, svo og önnur lagaákvæói er brjóta kunna í bága viö ákvæði
laga þessara.