Jólaklukkur - 01.12.1941, Blaðsíða 3

Jólaklukkur - 01.12.1941, Blaðsíða 3
&>xb btez&aba fearu Zút. 2:1-14 Blessaða barn! Hvílík var fátœkt þln, þegar móðurhöndin hlúði að þér í hálmi jötunnar! En hvílík var sú auðlegð, sem í þér bjó! Sú auðlegð var hulin. Ljómi Guðs dýrðar og ímynd veru hans gat ekki gengið til móts við oss í óhjúpaðri veg- semd. Fjötrar duftsins voru á þig lagðir, fátœkt daglaunamannsins var þér fyrir- öúin, það var hlutskiptið sem þú valdir þér áður en heimurinn var grundvallaður, að stíga niður í vorn öreigadóm og klœða dýrð þina í mannlega tötra, til þess að flekk- unin skyldi falla af voru dufti og saurg- unin hreinsast af vorri sál og vér verða börn með þínum réttindum í ríki himn- anna. Vér sáum þig í jötunni og þekktum þig ekki. Vér heyrðum vitnisburð þinn og trúðum honum ekki. Þú lagðir oss veginn og vér gengum hann ekki. Vér sáum þig vinna verk Föðurins og smánuðum þig. Vér lögðumst á eitt og krossfestum þig. En þú yfirgafst oss ekki. Þú fullkomnaðir hina eilifu fyrirhugun. Þú sigraðir oss. Þú opn- aðir blind augun og sýndir oss þig upp- risinn. Þú opnaðir himnana og leyfðir oss að sjá auglit þitt til hœgri handar Almœtt- inu. Þú snertir vitund vora og lézt oss finna velþóknun heilags Guðs. Þú andaðir á hjörtu vor og gafst þeim þinn frið. . Vér vildum hrœra vögguna þína i kvöld. Með flekkuðum höndum og óhreinum vör- um nálgumst vér þig. En heilög höndin, sem mœtir oss, er bróðurhönd, og raddir himneskra hersveita, sem lúta þér, boða oss, að þú sért Endurlausnarinn og að dómurinn yfir oss sé lagður í þína hönd: Verið óhrœddir. Ég boða yður mikinn fögn- uð. Blessaða barn! Blessuð sé sú hátið, sem þér er helguð! Blessað sé þitt heilaga nafn frá eilífð til eilífðar! Amen. Sigurbjörn Einarsson.

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.